Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 16
16 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Fjórflokkurinn fórnar hagsmun-um borgarbúa ítrekað í valda-
brölti sínu á landsvísu. Atkvæða-
veiðar hans á landsbyggðinni valda
því nánast sjálfkrafa að hann getur
ekki unnið af heilindum fyrir höf-
uðborgarbúa. Nægir að nefna
útdeilingu vegafjár og flugvallar-
og Sundabrautarmálin. Reykjavík-
urframboðið er óháð kjördæma-
poti fjórflokksins á landsbyggðinni
og getur því beitt sér að fullu fyrir
hagsmunum Reykvíkinga. Komumst
við til valda eftir kosningar munum
við sjá til þess að í nýju Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur haustið 2010 verði
gert ráð fyrir þéttri og blandaðri
miðborgarbyggð í Vatnsmýri.
Þar með verður byggingarland-
ið þar veðhæft. Borgin tekur þá lán
til þriggja ára með veði í landinu að
upphæð amk. 21 milljarður kr. Eftir
þrjú ár verður byggingamarkaður-
inn í Reykjavík lifnaður við. Vatns-
mýrarlóðirnar verða þá boðnar upp,
seldar hæstbjóðanda og þriggja ára
lánið greitt upp.
Stefna Reykjavíkurframboðsins
er:
- Að a.m.k. 70 milljarða króna auð-
æfi Reykvíkinga undir flugbraut-
um í Vatnsmýri verði til ráðstöfun-
ar fyrir borgarbúa strax, með því
að selja þar byggingarlóðir.
- Að af þessum 70 milljörðum króna
verði allt að 7 milljarðar kr. notaðir
árlega í 3-4 ár til að eyða kreppuá-
hrifum á borgarbúa svo hvorki þurfi
að hækka útsvar og þjónustugjöld
né að draga úr þjónustu við borgar-
búa eða minnka nýframkvæmdir og
viðhald á vegum borgarinnar.
- Að Reykjavíkurborg nýti hluta
auðæfanna í Vatnsmýri til að verja
Orkuveitu Reykjavíkur, ef með
þarf.
- Að setja aukið fé í að styðja fátæka,
t.d. með beinum hætti, með aukinni
menntun og starfsþjálfun.
- Að styrkja fjölskylduhjálpina með
aukinni fjárhagsaðstoð og fella
niður húsaleigu til samtakanna svo
þau geti aðstoðað nauðstadda Reyk-
víkinga þar til þeir hafa atvinnu og
geta verið án stuðnings.
- Að koma atvinnumálum í borginni
á fulla ferð með fjárstuðningi við-
hald og nýsköpun og með breyttri
forgangsröðun í aðgerðaráætlun
borgarinnar þannig að hún henti
sem flestum Reykvíkingum.
- Að falla frá niðurskurði núver-
andi meirihluta til nýframkvæmda
t.d. til íþróttahúss ÍR í S-Mjódd og
til skóla og leikskóla í hinum ýmsu
hverfum borgarinnar.
- Að bæta þjónustu Strætó í borg-
inni og einnig ýmsa aðra þjónustu.
Við viljum að þjónustan, sem horf-
in er úr hverfum borgarinnar komi
aftur inn svo sem lögreglustöðin.
- Að umferðaröryggi í íbúðarhverf-
um borgarinnar verði stóraukið
m.a. með fjölgun 30 km gatna og
með tilheyrandi fjölgun hraða-
hindrana.
- Að stuðla að því með íbúum og
íbúasamtökum í hverfum borgar-
innar að komið verði á fót þriðja
stjórnsýslustiginu úti í hverfunum
í líki hverfaráða. Þau fái stóraukið
fjármagn og víðtækara verksvið,
sem lúta að hverfinu sjálfu.
Reykjavíkurframboðið mun beita
sér af hörku fyrir réttlátari skipt-
ingu vegafjár. Að fengnu auknu
vegafé munum við m.a. leggja
áherslu á Vesturlandsveg á Kjalar-
nesi, mislæg gatnamót við Reykja-
nesbraut og Bústaðaveg, 1. áfanga
að Miklubraut í stokk og ýmsum
göngubrúm svo sem yfir Breiðholts-
braut austan Select og yfir Hring-
braut á tveim stöðum.
Reykjavíkurframboð-
ið eða fjórflokkurinn
Borgarmál
Örn
Sigurðsson
frambjóðandi
Reykjavíkurframboðsins
Flöskuhálsar og fyrirvarar
Frá því að kreppan skall á og fjármála-kerfi landsins féll hefur legið fyrir
að heimilin og fyrirtækin eru í gríðar-
legum skuldavanda. Eignaverð féll,
skuldir jukust, laun minnkuðu og
atvinnuleysi jókst.
Tvö meginsjónarmið komu fram fljót-
lega í kjölfar hrunsins um hvernig vinna
skyldi úr vandanum og reisa skjaldborg-
ina margfrægu. Önnur hugmyndin gekk
út á að fara í flatar afskriftir, t.d. 20% af
öllum skuldum. Þetta var m.a. réttlætt
með því að nýju bankarnir keyptu lána-
söfn gömlu bankanna á 35-50% af nafn-
virði. Skuldarar landsins ættu að njóta
góðs af því.
Á kostnað skattgreiðenda
Margt mælir á móti þessu. Slík aðgerð
yrði mjög dýr og stór hluti af þeim
kostnaði legðist beint á skattgreiðend-
ur landsins. Meira en helmingur allra
fasteignalána er í Íbúðalánasjóði en það
lánasafn var ekki fært til nýs félags
heldur er sjóðurinn sem fyrr í eigu rík-
isins. Ríkissjóður yrði því beinlínis að
leggja út fyrir þeim kostnaði. Lífeyris-
sjóðirnir eru að auki með um 10% af
fasteignalánunum og niðurfærsla þar
myndi koma niður á lífeyrisréttindum
fólks.
Sama lyfið handa öllum
Hugmyndin sjálf, um að lækka skuldir
allra um sama hlutfallið, er gölluð. Sem
lausn við vandamáli er hún svipuð og að
bregðast við hættulegum faraldri með
því að gefa öllum sama skammtinn af
lyfi, jafnt hraustu ungu fólki sem veiku
eldra fólki. Þannig fengju allir 20%
niðurfærslu lána – bæði þeir sem eiga
eignir og þurfa ekki á aðstoð að halda og
eins þeir sem skulda marga tugi millj-
óna og yrði ekki bjargað þótt skuldirnar
lækkuðu um 20%.
Afmarkaðar aðgerðir
Hinn kosturinn, sem varð ofan á, var að
fara út í einstaklingsbundnar aðgerð-
ir. Hugsunin þar að baki var sú að mæta
verst setta hópnum af myndarskap og
koma í veg fyrir að þúsundir Íslendinga
færu í gjaldþrot sem hafa verið mjög
íþyngjandi hér á landi. Kröfuhafar geta
haldið kröfum á lífi nánast út í hið óend-
anlega, fólk festist á vanskilaskrá og fær
ekki tækifæri til að byrja upp á nýtt í
kjölfar gjaldþrots, jafnvel þótt það hafi
verið svipt búi sínu og eignum. Gjald-
þroti hér á landi hefur frekar svipað til
refsingar en innheimtuúrræðis.
Nýtt upphaf
Hugmyndin að baki greiðsluaðlögun er
að höggva á hnútinn með markvissari
hætti en gert er í gjaldþroti. Greiðslu-
aðlögun stendur yfir í 3-5 ár og á þeim
tíma greiðir fólk í samræmi við greiðslu-
getu sína sem er fundin út með því að
draga framfærslu frá ráðstöfunartekj-
um. Að 3-5 árum liðnum rakna eftir-
stöðvar skuldanna við en þær má fella
niður að hluta eða í heild.
Þetta úrræði hefur þá kosti umfram
gjaldþrot að hagsmunir aðila fara saman.
Kröfuhafarnir fá upp í sínar kröfur eins
og raunhæft er í stað þess að halda þeim
lifandi árum saman upp á von og óvon.
Skuldarinn greiðir að sama skapi upp
í kröfurnar eins og hann ræður við en
getur svo byrjað upp á nýtt í kjölfarið.
Sú pólitíska ákvörðun að fara í ein-
staklingsbundnar aðgerðir var vitaskuld
þeim annmarka háð að það yrði tíma-
frekt að taka hvert og eitt mál fyrir. Til
þess þurfti vitaskuld að styrkja þær
stofnanir sem fengju þetta verkefni í
hendur.
Flöskuhálsar í kerfinu
Því miður hefur ekki verið staðið við
þetta fyrirheit. Kerfið er svifaseint og
fáliðað. Löng bið er eftir því að komast
í viðtal hjá Ráðgjafarstofu heimilanna.
Innan héraðsdómstólanna hefur ekki
verið nægur mannskapur til að ráða
við þann gríðarlega fjölda umsókna um
greiðsluaðlögun sem hefur borist þótt
þeir sem sinni þessum málum vinni vel.
Því hafa myndast flöskuhálsar í kerfinu
og geta allt að 6-8 mánuðir liðið þar til
mál eru afgreidd. Þá hafa úrræði bank-
anna lítið gert fyrir fólk, þar sem gerð
er krafa um háa greiðslugetu og öruggar
framtíðartekjur til þess að skuldir séu
lækkaðar. Það skýtur skökku við að búa
úrræðin þannig úr garði að fólk verði að
hafa háar tekjur til að geta notið þeirra.
Ekki fyrir alla
Í lögum um greiðsluaðlögun eru fyrir-
varar um hverjir fái að njóta úrræðis-
ins. Þeir sem hafa t.d. borið ótakmark-
aða ábyrgð á atvinnurekstri og eru með
skuldir á eigin kennitölu fá ekki greiðslu-
aðlögun. Þar undir falla einyrkjarnir
sem fóru ekki þá leið að setja upp einka-
hlutafélag, t.d. iðnaðarmenn og dag-
mömmur, svo dæmi sé tekið. Þeir sem
hins vegar stofnuðu einkahlutafélag,
takmörkuðu ábyrgð sína og söfnuðu upp
skuldum með þeim hætti, eiga undir
úrræðin.
Þá er í lögunum heimild til að hafna
fólki um heimild til að leita greiðslu-
aðlögunar ef það hefur hagað fjármál-
um sínum á verulega ámælisverðan hátt
eða tekið áhættu sem ekki var fyrirséð
að það gæti staðið undir. Með þessu á að
passa að þeir sem höguðu sér óskynsam-
lega fái ekki heimild til greiðsluaðlögun-
ar en á móti má spyrja hver sé tilgang-
urinn með slíkum fyrirvörum. Hvorki
skuldararnir né kröfuhafarnir eru betur
settir við að synjað sé um greiðsluaðlög-
un á þessum forsendum. Með þeim hætti
fá kröfuhafar allajafna ekkert upp í kröf-
ur og skuldarinn lendir þá í gjaldþroti
með tilheyrandi neikvæðum afleiðingum.
Hraðinn verður að aukast
Stjórnmálamennirnir gáfu fyrirheit
um kerfi sem tæki myndarlega á vanda
hinna verst settu en hafa í reynd útfært
kerfi sem er undirmannað og fullt af
fyrirvörum við því að fólk njóti úrræða.
Þessu þarf að breyta. Starfsmönnum
verður að fjölga og biðtíminn verður að
styttast, þannig að fólk hangi ekki mán-
uðum saman í bið eftir því hvað verða
vill. Einfalda þarf úrræðin og fella út
fyrirvara og önnur flækjustig.
Markmiðið með úrræðunum hlýtur að
vera að koma fólki eins fljótt og kostur
er á lappir á ný, þannig að það geti unnið
og greitt af skuldum sínum án þess að
hver einasta króna fari upp í kröfur.
Skuldavandi heimilanna
Árni
Helgason
lögmaður og formaður
Heimdallar
Stjórnmálamennirnir gáfu fyrirheit um kerfi sem
tæki myndarlega á vanda hinna verst settu en hafa
í reynd útfært kerfi sem er undirmannað og fullt af
fyrirvörum við því að fólk njóti úrræða. Þessu þarf
að breyta.
Eignaupptaka án sakfellingar er ekki möguleg samkvæmt íslenskum
lögum en þekkist víða, svo sem í Bandaríkjunum, Írlandi, Liechtenstein
og Sviss.
Lagt hefur verið fram frumvarp til breytinga á almennum hegningarlögum
nr. 19/1940, þar sem lagt er til að slíkt ákvæði verði lögfest.
Carlo Van Heuckelom, lögfræðingur og meistari í réttarendurskoðun,
er sérfræðingur í rannsókn efnahagsbrota og hefur starfað sem slíkur
frá 1986. Árið 2000 leiddi hann starf við að koma á fót nýrri stofnun
gegn fjármálaglæpum, National Directorate for Financial and Economic
Crimes Enforcement í Brussel. Heuckelom hefur starfað sem yfirmaður
fjármunarannsóknardeildar Europol frá árinu 2006.
Boðið verður upp á fyrirspurnir og umræður að loknu framsöguerindi.
Fundarstjóri: Róbert R. Spanó, settur umboðsmaður Alþingis og prófessor
við Lagadeild Háskóla Íslands.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku - Allir velkomnir
Carlo van Heuckelom
Róbert R. Spanó
LAGASTOFNUNwww.lagastofnun.hi.is
Opinn fundur miðvikudaginn 26. maí kl. 12.00-13.30 í Öskju, sal 132
Carlo van Heuckelom, deildarstjóri fjármunarannsóknardeildar EUROPOL
Er mögulegt að ná meira af eignum þeirra
sem áttu sök á fjár mála hruninu á Íslandi með
einfaldri lagabreytingu?
Hver er reynsla annarra þjóða af slíkum
úrræðum?
Eignaupptaka án sakfellingar
Non conviction based confiscation
LAGASTOFNUN