Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 18
18 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Halldóra Guðbjörg Ottósdóttir Suðurgötu 17, Sandgerði, verður jarðsungin frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði, miðvikudaginn 26. maí kl. 14.00. Kolbrún Kristinsdóttir Einar Sigurður Sveinsson Hörður Bergmann Kristinsson Vilborg Einarsdóttir Birgir Kristinsson María Björnsdóttir Gunnar Ingi Kristinsson Lísbet Hjálmarsdóttir Hafdís Kristinsdóttir Sigtryggur Pálsson Hjördís Kristinsdóttir Erla Sólveig Kristinsdóttir Helgi Viðar Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn og bróðir, Bjarni Helgason Hrafnistu, Hafnarfirði áður Bjarnabæ, Suðurgötu 38, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu Hafnarfirði, miðvikudaginn 19. maí. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju, miðviku- daginn 26. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélag Íslands. Sigurjón Ingiberg Bjarnason Helgi Helgason og aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ragnar Benedikt Magnússon Ljósheimum 2, áður Blesugróf 12, sem andaðist laugardaginn 15. maí, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Þroskahjálp. Vilborg M. Jóhannsdóttir Stefanía E. Ragnarsdóttir Una Eyrún Ragnarsdóttir Rafn Einarsson Vignir Ragnarsson Hildur Daníelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Davíðsdóttir Engjaseli 65, Reykjavík, lést sunnudaginn 16. maí. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 27. maí kl. 15.00. Runólfur Runólfsson Gerður H. Hafsteinsdóttir Sigríður Hafdís Runólfsdóttir Ólafur Tryggvi Sigurðsson Davíð Arnar Runólfsson Jamilla Johnston Atli Freyr Runólfsson og langömmubörn. Faðir okkar og afi, Árni Sveinbjörn Árnason áður til heimilis að Þingaseli 5, verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 26. maí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Geir Árnason. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Rakel Jónsdóttir frá Ásbyrgi, Djúpavogi, síðast til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést mánudaginn 17. maí. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 28. maí kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Höfða. Björn Gústafsson Hilmar Björnsson Hanna Rúna Jóhannsdóttir Lea H. Björnsdóttir Aðalsteinn Sigurgeirsson Jón Valdimar Björnsson Selma Guðmundsdóttir Sigrún Björnsdóttir Júlíus Ólafsson Hreinn Björnsson Ingibjörg J. Ingólfsdóttir Hlíf Björnsdóttir Magnús F. Ingólfsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- sonur, tengdafaðir og afi, Gunnar Geirsson tæknifræðingur, Sóltúni 9, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 14. maí sl. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. maí kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Von, styrktarsjóð gjörgæslu- deildarinnar í Fossvogi, s. 543-1159. Jytte Hjaltested Sigríður Gunnarsdóttir Stefán Hallgrímsson Haraldur Gunnarsson Ingibjörg Gísladóttir Hildur Gunnarsdóttir Ásgeir Valur Snorrason Guðmundur Gunnarsson Björn Hjaltested Gunnarsson Hildur S. Aðalsteinsdóttir Grethe Hjaltested og barnabörn. MILES DAVIS (1926-1991) FÆDDIST ÞENNAN DAG „Ég veit vel hvað ég hef gert í þágu tónlistarinnar, en ég vil ekki að fólk kalli mig goðsögn. Kallið mig frekar Miles Davis.“ Trompetleikarinn, hljómsveitar- stjórinn og lagahöfundurinn Miles Davis er af mörgum talinn einn áhrifamesti tónlistarmaður tuttug- ustu aldarinnar. Plata hans Kind of Blue, sem kom út árið 1959, hefur selst í yfir fjórum milljónum eintaka. „ Þ essi sý n i ng hefði aldrei getað orðið nema vegna þess hversu allir eru góðir við mig. Atlætið sem við njótum hérna á Hrafnistu er svo einstakt að leitun er að öðru eins. Sýn- ingin er því tileink- uð heimilinu því ég er svo afskaplega þakklát,“ segir Sól- veig Eggerz Pétursdóttir myndlistarkona, sem opnar mál- verkasýningu á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag, en þar hefur hún búið síðustu ár. Sólveig er fædd árið 1925 og verður því 85 ára á þessu ári. Hún stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík á stríðsárunum og einnig við Heatherly School of fine arts í London. Hér á árum áður vakti Sólveig athygli fyrir að mála á rekavið, fyrst íslenskra listamanna, og hefur haldið fjölda sýninga bæði hérlendis og erlendis, meðal annars í Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi og á Norðurlöndunum. Hún segir nær ógjörning að ætla sér að telja sýningarnar sem hún hefur haldið í gegnum tíðina. „Eflaust er einhver sem hefur tölu á öllum þessum sýningum en sjálf hef ég aldrei nennt að muna fjöldann. Ég mála bara vegna þess að ég hef gaman af því og það hef ég gert í áttatíu ár,“ segir Sólveig. Síðustu ár hafa hendur Sólveigar kreppst og því á hún í nokkrum erfiðleikum með að nota þær. „Ég á erfitt með að skrifa, jafnvel nafnið mitt, en mér lærðist í náminu mínu í Bretlandi að nota höndina þannig að ég get málað. Mér þykir hressandi og drífandi að mála og ótrúlegt en satt þá hefur mér farið fram,“ segir hún og hlær. Þegar Sólveig flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði söðlaði hún um og hóf að mála með akríllitum, en áður hafði hún málað með olíu- og vatnslitum. „Lyktin af terpentínunni var svo sterk, en það er skárri lykt af akríllitunum. Ég hef verið að glíma við akríllitina og finnst ég hafa náð sæmilegum tökum á þeim núna,“ segir Sólveig. Hún segir það ráðast á sérhverjum degi hver umfjöllunar- efni mynda hennar verða. „Hver dagur hefst á nýjum áhuga- málum og ég stoppa aldrei, því lífið er svo gott við okkur,“ segir Sólveig Eggerz Pétursdóttir. kjartan@frettabladid.is SÓLVEIG EGGERZ PÉTURSDÓTTIR: OPNAR MÁLVERKASÝNINGU Í DAG Tileinkar Hrafn- istu sýninguna HELDUR ÓTRAUÐ ÁFRAM Hendur Sólveigar hafa kreppst í seinni tíð en hún lætur það ekki stöðva sig við myndlistina. LÍFIÐ ER GOTT „Hver dagur hefst á nýjum áhugamálum og ég stoppa aldrei, því lífið er svo gott við okkur,“ segir Sólveig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Á þessum degi árið 1935 setti Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens þrjú heimsmet og jafnaði eitt á háskóla- leikunum í Michigan. Metin voru sett í spretthlaupum. langstökki og grindahlaupi. Það tók Owens einungis 45 mínútur að setja metin þrjú og er afrekið af mörgum talið eitt það merkasta í íþróttasögunni. Owens öðlaðist heimsfrægð á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 þar sem hann vann til fjögurra gullverðlaunanna. Þar vakti einnig mikla athygli að Adolf Hitler, kanslari Þýskalands, tók ekki í hönd Owens þar sem hann stóð á verðlaunapalli og þótti það til merkis um að Hitler liti niður á Owens. ÞETTA GERÐIST: 25. MAÍ 1935 Owens setur heimsmet JESSE OWENS AFMÆLI IAN MCKELLEN leikari er 71 árs. MARKÚS ÖRN ANT- ONSSON, fyrrum borgarstjóri Reykjavíkur, er 67 ára. MIKE MYERS leikari er 47 ára. UNNUR BIRNA VILHJÁLMS- DÓTTIR, ungfrú heimur 2005, er 26 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.