Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 4
4 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Fyrirsögn misritaðist á grein Péturs Gunnarssonar rithöfundar í blaðinu á laugardag. Fyrirsögnin átti að vera „Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir“. LEIÐRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 24° 27° 14° 13° 22° 26° 11° 11° 20° 17° 21° 28° 31° 13° 27° 17° 9° Á MORGUN 3-8 m/s. FIMMTUDAGUR 3-8 m/s, en stífari austast. 10 10 8 8 5 2 4 8 10 7 4 5 2 7 6 7 3 6 6 3 2 5 12 12 8 4 6 12 14 10 7 6 FLOTT VIKA Það verða litlar breyt- ingar á veðrinu næstu daga en áfram má búast við bjartviðri víða um land, síst þó austan til og ágætis hita. Vindur verður einnig yfi rleitt mjög hægur og því lítið hægt að kvarta yfi r veðrinu þessa vikuna. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SAMGÖNGUMÁL Sveitarstjórnarmenn og forsvarsmaður Vegagerðarinnar telja að viðhald og þjónusta eigi að vera í forgangi næstu árin á kostn- að nýframkvæmda. Þeir segja gott dæmi um niðurskurð til vegamála að aðeins tólf milljónir króna eru eyrnamerktar vegamálum á Norð- urlandi vestra á gildistíma sam- gönguáætlunar til ársins 2012. Svip- aða sögu er að segja um allt land. Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um fjög- urra ára samgönguáætlun 2009- 2012. Þegar framlög til vegamála í Skagafirði og Húnavatnssýslum eru skoðuð kemur fram að upp- hæðin er öll mismunur kostnaðar- áætlana fjögurra verkefna og fjár- veitinga til þeirra árið 2009. Engin framlög eru tiltekin í þingsálykt- unartillögunni fyrir árin 2011 og 2012. Jón Óskar Pétursson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á Norðurlandi vestra, segir svæðið ekkert einsdæmi heldur sé þetta ástand gegnumgangandi. Hann segir engan fara fram á stór- ar nýframkvæmdir. „En þegar verið er að skera niður framlög til vegamála hlýtur forgangsröðin að vera að verja það sem fyrir er. Að öðrum kosti eru menn að eyði- leggja vegakerfið. Þetta er dýrasta lán sem hægt er að taka. Svo eru öryggismálin í þessu samhengi ótalin.“ Jón Óskar minnir á að allir þungaflutningar á milli Reykja- víkur og Akureyrar fari um vegi á svæðinu. Í því ljósi hljóti öllum að vera ljóst að lágmarksþörf til fram- kvæmda í vegamálum sé hvergi nærri mætt. Magnús V. Jóhannsson, svæðis- stjóri Vegagerðarinnar á Norð- vesturlandi, segir að það fjármagn sem tiltekið er í samgönguáætlun eftir svæðum segi ekki alla sög- una, en það sé vissulega af skornum skammti. Fjármagn til þjónustu og viðhalds er sér liður í samgöngu- áætluninni. Vegagerðin tekur ákvörðun um hvernig fénu er varið, segir Magnús, og það liggi fyrir að Norðvesturland muni njóta þess að hluta. Hann tekur undir það sjónarmið að leggja ætti megináherslu á að verja þau mannvirki sem fyrir eru. „Peningar til viðhalds minnka mjög mikið og af því höfum við vegagerð- armenn mestar áhyggjur.“ Hann segir vegakerfið á Norðvesturlandi í ásættanlegu ástandi og þungatak- markanir muni brátt heyra sög- unni til. Hins vegar megi spyrja sig hversu lengi vegakerfið þar, og ann- ars staðar á landinu, þolir fjársvelti, segir Magnús. svavar@frettabladid.is Allt féð verði notað í viðhald á vegum Vegagerða- og sveitarstjórnarmenn telja að verja eigi mannvirki sem fyrir eru með því litla fé sem veitt er í vegamál. Fé til viðhalds hefur verið skert um tugi prósenta á skömmum tíma. Dýrt verður að laga það sem drabbast niður. VEGAGERÐ Í REYÐARFIRÐI Vegagerðarmenn segja að minna viðhald muni strax koma grimmilega niður á öllum þeim vegum sem ekki hafa verið klæddir bundnu slitlagi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma á fót nýrri stofnun, upplýsingatæknimið- stöð, sem ætlað er að annast verkefni sem í dag er sinnt af mörgum aðilum. Á hún að sjá um tæknilegan rekstur og umsýslu fasteigna- skrár, þjóðskrár, ökutækjaskrár og fyrirtækjaskrár og hugsan- lega fleiri skráa, auk fleiri verk- efna á sviði skráarhalds og upp- lýsingatækni. Talið er að fækka megi stöðu- gildum um allt að tuttugu og spara á annað hundrað milljón- ir króna. Árið 2008 nam kostnaður rík- isins vegna upplýsingatækni- mála tæpum sex milljörðum króna. - bþs Upplýsingatæknimiðstöð: Nokkur verkefni undir sama hatt þegar verið er að skera niður framlög til vegamála hlýtur forgangsröðin að vera að verja það sem fyrir er. JÓN ÓSKAR PÉTURSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA STJÓRNSÝSLA SVÞ – Samtök versl- unar og þjónustu, fagna áform- um ríkisstjórnarinnar um stofn- un atvinnuvegaráðuneytis. Segir í ályktun samtakanna að með fækkun ráðuneyta sé stefnt að hagræðingu og nauðsynlegum sparnaði hjá hinu opinbera. Bent er á að atvinnulífið hafi góða reynslu af samstarfi í Samtökum atvinnulífsins. Með því hafi skilningur einstakra atvinnugreina á öðrum aukist og samvinna náðst í mikilvægum málum. Fara samtökin þess á leit að samstarf verði haft við hags- muna samtök um fyrir hugaða breytingu. - bþs SVÞ um atvinnuvegaráðuneyti: Sparar peninga SVEITARSTJÓRNARMÁL Meirihluti bæjar stjórnar Árborgar felldi tillögu fulltrúa Sjálfstæðis- flokks um grenndarkynningu á umhleðslustöð fyrir sorp á gámasvæði sveitarfélagsins. Fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna vilja bíða þess að athugasemdafrestur Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands vegna starfsleyfisskilyrða fyrir umhleðslustöðina renni út og boða þá til fundar. „Auglýsingaferli er skil- virkara og gengur lengra en grenndarkynning,“ sagði meiri- hlutinn. „Það er sorglegt að ekki sé orðið við þeirri beiðni að láta hér fara fram eðlilega grenndarkynningu,“ bókaði fulltrúi Sjálfstæðisflokks. - gar Umhleðslustöð rís í Árborg: Kynning á nýrri sorpstöð bíður MÓTMÆLI Heimavarnarliðið boðar til þögulla mótmæla fyrir utan Stjórnaráðið við Lækjargötu í dag klukkan 11.30. Á heimasíðu félagsins segir að liðsmenn sætti sig ekki við sjálfdæmi fjármála- stofnana við skuldauppgjöf né eignaupptöku þeirra á heimil- um landsmanna. Einnig segir að samtökin neiti að samþykkja að uppboð og nauðungarsölur verði teknar upp að nýju, án þess að íbúðalán séu leiðrétt. Félagsmenn Heimavarnarliðs- ins hvetja fólk til að mæta svart- klætt eða í svörtum ruslapokum og jafnframt fara samtökin þess á leit að atvinnurekendur gefi starfsfólki frí meðan á mótmæla- stöðu stendur. - jma Heimavarnarliðið: Boðað til þög- ulla mótmæla LANDBÚNAÐUR Kindin Dollý slapp ómeidd eftir að hafa fallið í sjóinn við Stórhöfða í Vestmannaeyjum í gær. Kindin féll að minnsta kosti tuttugu metra áður en hún lenti í sjónum. „Það var hringt í mig af útsýnis- bátnum Víkingi sem hafði farið með ferðamenn inn í Stórhöfðavíkina. Þau sáu kindina bara þar í flæðarmálinu,“ segir Haukur Guðjónsson bóndi og eig- andi Dollýjar. Hann segir kindina hafa náð að krafsa sig upp í fjöruna en hún hafi hugsanlega verið þar í hálfan dag. Farið var á slöngubát til að sækja hana og koma henni aftur á sinn stað. Hún var flutt í Stórhöfða til að sækja lömbin sín tvö, sem tóku henni fagnandi. Haukur segir mikinn þunga að falla svona í sjóinn og fallið hafi að minnsta kosti verið tuttugu metrar. Það sé hálf- ótrúlegt að ekkert ami að Dollý, sem er vetrargömul ær. „En hún er alveg heilbrigð.“ Hann segir viðmót kindar- innar þó hafa örlítið breyst og hún hafi ekki viljað borða brauð frá honum strax. Það hafi hún þó gert þegar í bátinn var komið, enda var hún orðin svöng. Haukur segir ekki algengt að svona lagað komi fyrir. Helst gerist eitthvað á haustin þegar beit sé minni og kind- urnar fari því frekar út á brúnirnar á höfðanum. - þeb Kindin Dollý hrasaði á beit sinni í Stórhöfða í Vestmannaeyjum í gær en náði að synda til lands: Hrapaði um tuttugu metra og í sjóinn DOLLÝ Kindin Dollý, sem er nefnd eftir fyrstu klónuðu kindinni, slapp ómeidd eftir fallið í gær. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 21.05.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,1406 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,03 128,65 184,36 185,26 160,06 160,96 21,503 21,629 19,675 19,791 16,270 16,366 1,4224 1,4308 189,30 190,42 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.