Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 56
25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
FÓTBOLTI Það er ekki einu sinni búið að reka Manuel
Pellegrini en samt sem áður situr José Mourinho með
forseta Real Madrid og ræðir leikmenn sem hann vill
fá til félagsins.
Mourinho verður í vikunni kynntur sem knatt-
spyrnustjóri Real Madrid þar sem hann fær 10 millj-
ónir punda í laun á ári, eftir skatta. Það gerir hann að
hæst launaða knattspyrnustjóra heims.
Mourinho stýrði Inter Milan til sigurs í Meist-
aradeildinni um síðustu helgi. Sigur hans var
taktískur og hann var einfaldlega fremri en
Louis van Gaal hjá Bayern Munchen. Leik-
urinnn þótti reyndar skemmtilegri
en bjartsýnustu menn þorðu að
vona en varkár leikstíll Mourin-
ho og mikilvægi leiksins gáfu til
kynna að leikurinn yrði eins og
að horfa á málningu þorna.
Mourinho þykir reyndar ekki
passa alveg inn í hjá Real Madrid.
Hroki hans er vel þekktur og frægt
er að hann kallar sjálfan sig „þann
sérstaka“. Stjórar Real Madrid hafa
lengi vel þurft að beygja sig undir
forseta félagsins sem ræður ríkj-
um. Florentino Perez keypti
Kaká og Cristiano Ronaldo,
óumbeðinn af stjóra liðsins
síðasta sumar. Perez hefur
nú lofað að Mourinho fái öll
völd á leikmannamarkaðnum,
eitthvað sem enginn annar
þjálfari hefur fengið.
Leikstíll Mourinho þykir
heldur ekki passa alveg inn í
hjá „Galactico-liði“ Real Madr-
íd. Kröfuharðir stuðningsmenn
ætlast ekki bara til að liðið vinni,
heldur að það spili fallegan og
skemmtilegan fótbolta. Það hefur
kannski orðið liðinu að falli, en
það hefur ekkert unnið síðan
liðið varð meistari á Spáni tíma-
bilið 2007/2008.
Mourinho er þegar byrjað-
ur að tala við leikmenn og er ætl-
unin að þétta vörnina, og raunar varn-
arleikinn í heild sinni. Fyrstu kaupin
verða líklega Maicon frá Inter í hægri
bakvarðarstöðuna með Alvaro Arbeloa,
sem átti reyndar gott tímabil.
Næstu kaup eru talin vera Daniele
de Rossi frá Roma. Hann er verð-
lagður ansi hátt og félagið vill ekki
fyrir nokkra muni selja hann. Ef Mourinho mistekst
að fá de Rossi er talið að hann snúi sér að Steven
Gerrard.
Mourinho vill líka nýjan miðvörð og vinstri bak-
vörð, hugsanlega Aleksandar Kolarov, serbneska
landsliðsmanninn sem hann reyndi að kaupa til Inter
frá Lazio síðasta sumar. Mourinho ku ekki hafa áhuga
á Ashley Cole hjá Chelsea.
Mourinho ætlar sér stóra hluti hjá Real. „Ég
vil verða fyrsti stjórinn til að vinna Meist-
aradeildina með þremur félögum,“
sagði Mourinho sem vann með
Porto 2004 og Inter í ár. „Ef
þú þjálfar ekki Real Madrid
þá verður alltaf gloppa í ferlil-
skránni þinni. Enginn þjálfari
hefur unnið þrjár mikilvægar
deildir og ég vil vera sá fyrsti
til að vinna á Englandi, Ítalíu og
Spáni.“
Perez tók aftur við for-
setastólnum síðasta sumar
og setti þegar af stað verk-
efni með það að markmiði
að koma Real Madrid á
toppinn, alls staðar.
„Þetta er metnaðar-
fullt verkefni,“ segir
Mourinho. „Forsetinn
hefur gert það sem
hann getur, að búa til
stórkostlegan æfinga-
völl, hann hefur fjár-
fest í leikmönnum og
fleira. En hann er ekki
sá sem vinnur titla, hann
spilar ekki leikina og hann
ákveður heldur ekki hvað
gerist á bekknum. Þar er
ábyrgðin á þjálfaranum,
þjálfurum liðsins og leik-
mannanna sjálfra.“
Sá sérstaki mætir til Madr-
ídar með stæl, spurningin er
hvort hann sé síðasta púslið
hjá Perez til að gera liðið að
því besta í heimi.
hjalti@frettabladid.is
Háleit markmið í Madríd
hjá hinum sérstaka José
Verst geymda leyndarmálið í knattspyrnuheiminum er að José Mourinho sé að
taka við Real Madrid. Hann verður hæst launaði knattspyrnustjóri heims og
markmiðið í Madríd er einfalt. Hann ætlar að vinna allt sem í boði er.
HANDBOLTI Aron Pálmarsson og
félagar í Kiel eru komnir með
aðra höndina á Þýskalands-
meistarabikarinn eftir sigur á
Hamburg í stórleik ársins, 33-
31, á laugardaginn. Aron skoraði
þrjú mörk í leiknum.
Fyrrum leikmaður Kiel,
sænska stórstjarnan Stefan
Lövgren, segir að Aron hafi alla
burði til að ná langt. „Ég var
ekki kominn jafn langt og Aron
þegar ég var á hans aldri,“ sagði
Lövgren. „Hann er líka hæfi-
leikaríkari en ég. Hann hefur í
raun allt sem þarf til að ná langt.“
Annar Svíi, línumaðurinn
Marcus Ahlm hjá Kiel, sparaði
heldur ekki hrósið. „Hann getur
orðið sá allra besti í heimi. En
skilyrði fyrir því er auðvitað að
hann haldi áfram að leggja mikla
vinnu á sig.“ - esá
Stefan Lövgren:
Aron hæfileika-
ríkari en ég
ARON ÖFLUGUR Skoraði þrjú með Kiel
um helgina. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
10. HVE
R
VINNUR
!
Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
VILTU
MIÐA?
SENDU SMS SKEYTIÐ
ESL CBV
Á NÚMERIÐ 1900
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ
MIÐA Á MYNDINA!
FRUMSÝND 26. MAÍ
FULLT AF GLÆSILEGUM VINNINGUM:
BÍÓMIÐAR - TÖLVULEIKIR
DVD MYNDIR,
GOS OG MARGT FLEIRA
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
Pantaðu í síma
565 6000
eða á somi.is
*
SÁ SÉRSTAKI
José Mourinho hefur nú orðið
Evrópumeistari bæði með
Porto og Inter.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP