Fréttablaðið - 25.05.2010, Síða 51

Fréttablaðið - 25.05.2010, Síða 51
ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2010 23 Bones-leikarinn David Boreanaz játaði fyrir skemmstu að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni, Jamie Bergman, með tvemur konum. Hjónin hafa ákveðið að reyna að bjarga hjónabandinu þrátt fyrir þetta og á Boreanaz að hafa keypt demants- armband handa eiginkonu sinni. Armbandið keypti hann hjá Cartier og kostaði tæpar fjór- ar milljónir. „David er að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta fyrir brot sitt. Hann veit að hann getur ekki keypt fyrirgefningu en hann vill samt sem áður dekra við Jamie og það virðist virka,“ var haft eftir vini hjónanna. MIÐUR SÍN David Boreanaz bætir fyrir brot sitt með því að kaupa gjafir handa eiginkonunni. NORDICPHOTOS/GETTY Kryddpían fyrrverandi, Mel B, verður í aðalhlutverki í nýjum raunveruleikaþætti sem mun fjalla um líf hennar. Þættirnir snúast um sambúð hennar með eiginmannin- um Stephen Belafonte og tveim- ur dætrum hennar, hinni ellefu ára Phoenix og þriggja ára Angel. Einnig verður sýnt hvernig hún skipuleggur tónlistarferil sinn samhliða fjölskyldumálunum. Þættirnir verða tíu talsins og taka þau Mel B og Belafonte þátt í framleiðslunni. Sýningar hefjast á The Style Network í Bandaríkj- unum í september og síðar meir í Bretlandi. Stutt er síðan Mel mætti á frum- sýningu nýjustu Shrek-myndarinn- ar í Los Angeles með fyrrverandi kærasta sínum, leikaranum Eddie Murphy. Talið er að uppákoman verði sýnd í nýja þættinum. „Mel B er full af sjálfstrausti, hún er fyndin og kann að skemmta fólki. Okkur finnst flott hvernig Mel hefur hagað ferli sínum og í þætt- inum sýnum við bæði góðar og slæmar hliðar hennar á sama tíma og við fjöllum um móðurhlutverk- ið og hjónabandið,“ sagði forstjóri Style Network. Mel B í nýjum þætti MEL B Nýr raunveruleikaþáttur með kryddpíunni fyrrverandi er í undir- búningi. Á NIÐURLEIÐ Britney Spears finnst hún ein og ástlaus. NORDICPHOTOS/GETTY Dekrar við frúna Líf söngkonunnar Britney Spears hefur ekki verið dans á rósum undanfarin ár og nú herma fregn- ir að stúlkan hafi brotnað niður á mæðradaginn sjálfan. Söngkon- an hafði ætlað sér að heimsækja Disneyland ásamt kærasta sínum og sonum en þegar hersingin kom á hótelið lokaði hún sig af. „Hún grét látlaust og neitaði að yfirgefa herbergið. Jason og strákarnir sátu allan daginn inni í öðru herbergi með barnfóstr- unum og öðru aðstoðarfólki sem vissi ekki hvað skyldi gera,“ var haft eftir vini söngkonunnar. Um nóttina átti Spears svo að hafa óskað eftir skærum til að klippa hár sitt. „Ástandið hefur bara farið versnandi. Það er stutt síðan hún lét húðflúra kórónu á bakið á sér til að sýna að hún ráði yfir eigin lífi. Faðir hennar er hættur að heimsækja hana og hringir nú aðeins til að athuga hvort allt sé með felldu. Henni finnst sem enginn elski sig og líður eins og hún sé ein í heimin- um. Þetta er mikið áhyggjuefni,“ sagði vinurinn. Brotnaði niður í Disneylandi Vigdís Finnbogadóttir, verndari Barnaheilla setur málþingið. Fyrirlesarar: • Jasmine Whitbread, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children • Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi • S. Ingibjörg Jósefsdóttir, skólastjóri Hagaskóla • Fulltrúar ungmennaráðs Barnaheilla - Save the Children á Íslandi • Þorbjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í Barnahúsi • Halldór Hauksson, sviðsstjóri Barnaverndarstofu Fundarstjóri: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Aðgangur ókeypis Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á barnaheill@barnaheill.is Málþing Barnaheilla – Save the Children á Íslandi verður haldið á morgun, 26. maí, á Hilton-Nordica hóteli frá kl. 9.00-12.30. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.