Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 58
30 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Geisli Vestm.eyjar Rafvörumarkaðurinn Við Fellsmúla Öryggi Húsavík Rafsjá Sauðárkrókur Fossraf Selfoss SI verslun Keflavík Bymos Mosfellsbær Raflampar Akureyri Þristur Ísafjörður Raftækjav. Andrésar Eskifjörður K. Húnvetninga Hvammstangi Söluaðilar: Verð frá kr. 995,-SPARPERUR Í ÚRVALI Fylkisvöllur, áhorf.: 1.813 Fylkir Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–11 (5–6) Varin skot Fjalar 4 – Hannes 2 Horn 5–11 Aukaspyrnur fengnar 12–25 Rangstöður 7–4 FRAM 4–3–3 Hannes Þór Halld. 6 Daði Guðmundsson 5 Kristján Hauksson 6 Jón Guðni Fjóluson 5 Sam Tillen 4 Halldór H. Jónsson 5 Jón Gunnar Eyst. 4 (58. Joe Tillen 6) Hlynur Atli Magn. 5 Tómas Leifsson 5 (58. Guðm. Magn. 6) Almarr Ormarsson 6 Ívar Björnsson 5 (58. *Hjálmar Þ. 7) *Maður leiksins FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóh. 7 Kristján Valdimarss. 6 Einar Pétursson 7 Þórir Hannesson 5 Ásgeir Börkur Ásg. 6 Valur Fannar Gíslas. 6 Tómas Þorsteinsson 6 (69. Baldur Bett 5) Ingimundur Níels 5 (70. Pape M. Faye 5) Albert B. Ingason 6 Kjartan Á. Breiðdal 5 (83. Jóhann Þórhalls. -) 1-0 Albert Brynjar Ingason, víti (2.) 2-0 Einar Pétursson (31.) 2-1 Hjálmar Þórarinsson (86.) 2-2 Hjálmar Þórarnsson (90.+3.) 2-2 Kristinn Jakobsson (7) Kópavogsvöllur, áhorf.: 1.815 Breiðablik FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 20–8 (11–3) Varin skot Ingvar 3 – Gunnleifur 8 Horn 8–3 Aukaspyrnur fengnar 12–14 Rangstöður 2–5 FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnl. 7 Guðm. Sævarsson 5 Pétur Viðarsson 6 Tommy Nielsen 6 Hjörtur Logi Valg. 5 Björn Daníel Sverr. 4 (75. Jacop Neestrup -) Matthías Vilhjálmss. 5 Ásgeir Gunnar Ásg. 5 (69. Hákon Hallfr. 4) Ólafur Páll Snorras. 5 Atli Guðnason 5 Atli Viðar Björnsson 5 (69. Torger Motland 4) *Maður leiksins BREIÐABL. 4–4–2 Ingvar Þór Kale 6 Arnór Sveinn Aðalst. 6 (79. Finnur Marg. -) Kári Ársælsson 5 Elfar Freyr Helgason 6 Kristinn Jónsson 7 *Haukur Baldvinss. 8 (90. Olgeir Sigurg. -) Jökull Elísabetarson 6 Guðm. Kristjánsson 7 Kristinn Steindórsson 8 Alfreð Finnbogason 8 Guðm. Pétursson 6 (71. Andri Yeoman -) 1-0 Kristinn Steindórsson (47.) 2-0 Kristinn Steindórsson (85.) 2-0 Magnús Þórisson (6) Keflavík 3 3 0 0 4-1 9 Fram 4 2 2 0 8-4 8 Fylkir 4 2 1 1 9-6 7 Breiðablik 4 2 1 1 6-3 7 ÍBV 4 2 1 1 7-5 7 Selfoss 3 2 0 1 6-4 6 Stjarnan 3 1 1 1 7-5 4 FH 4 1 1 2 5-7 4 KR 3 0 2 1 5-6 2 Valur 3 0 2 1 3-5 2 Haukar 4 0 1 3 2-9 1 Grindavík 0 0 0 3 0-7 0 Pepsi-deild karla: Staðan FÓTBOLTI Fylkismenn fóru illa með frábæra stöðu á móti Fram á Fylkisvellinum í gær. Fylkir var 2-0 yfir þegar rúmar fjórar mín- útur voru til leiksloka og það leit allt út fyrir að strákarnir hans Ólafs Þórðarsonar væru að fara á toppinn í Pepsi-deildinni. „Það var snilld að koma til baka og jafna þetta. Það er aldrei hægt að afskrifa okkur. Það var mjög sterkt að koma til baka og við gef- umst aldrei upp,“ sagði Hjálmar Þórarinsson, hetja Framara, í 2- 2 jafntefli liðsins en hann hafði komið inn á sem varamaður á 58. mínútu. Þorvaldur Örlygsson setti hann á bekkinn eftir að honum hafði mistekist að skora í fyrstu þremur leikjum sumarsins. „Ég varð bara að koma inn á og reyna að sanna mig upp á nýtt. Fyrsta markið var búið að láta bíða eftir sér í sumar og ég var mjög pirraður yfir því að þurfa að byrja á bekknum. Ég varð samt bara að virða ákvörðun þjálfarans og sýna hvað maður getur inni á vellinum,“ sagði Hjálmar. „Þetta var erfiður útivöllur og það er fínt að fá stig hérna. Vonandi byrjum við betur næst. Ég fæ líka vonandi að byrja næsta leik,“ sagði Hjálmar. Bæði mörk Hjálmars komu eftir horn. Það fyrra skoraði hann beint úr hornspyrnu á 86. mínútu og það síðara með skalla af marklínu eftir hornspyrnu Sams Tillen á þriðju mínútu í uppbótartíma. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylk- is, var ekki ánægður með dekking- una undir lokin. „Þetta var algjör óþarfi. Einbeiting leikmanna í dekkingu í tveimur hornum var okkur að falli. Það var algjört klaufaskapur að gefa frá sér topp- sætið svona. Þetta er ósköp einfalt mál. Menn eiga að dekka mennina sína. Einfaldara verður það ekki í fótbolta. Það er drullusvekkjandi að sitja uppi með eitt stig eftir svona leik. Við vorum með þrjú stig í höndunum nánast í 90 mín- útur,“ sagði Ólafur en annan leik- inn í röð mistókst hans mönnum að tryggja sér toppsætið. Framarar eru því fyrir ofan þá, enn taplausir í deildinni og tvisvar búnir að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir á útivelli. Fylkis- menn refsuðu Frömurum fyrir mis- tök í vörninni með tveimur mörk- um í fyrri hálfleik en tókst ekki að innsigla sigurinn með því þriðja. Framliðið átti síst minna í leikn- um þótt því gengi illa að skapa sér færi. Frömurum tókst þó að ógna heimamönnum í föstum leikatrið- um og það voru einmitt tvö horn sem skiluðu liðinu stigi. - óój Tvö horn undir lokin skiluðu Fram stigi og komu í veg fyrir að Fylkir færi á toppinn: Hjálmar svaraði fyrir sig með tveimur mörkum SKILDU JAFNIR Ingimundur Níels Óskarsson og Sam Tillen, Fram. FRFÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Breiðablik var í góðum gír þegar liðið lagði FH að velli í Pepsi-deildinni. Haukur Bald- vinsson, Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason voru sífellt ógnandi í sóknarleik heimamanna. FH-ingar reyndu í vetur að krækja í þá tvo síðarnefndu án árangurs en þeir hefðu frekar viljað hafa þá í sínum röðum í gær. Kristinn var brosmildur í leiks- lok. „Þetta var ekki auðvelt. Fyrri hálfleikur var jafn en við settum mark í byrjun seinni hálfleiks og þá höfðum við á tilfinningunni að við værum með þetta. Við náðum að setja þá í vandræði og þá gekk þetta vel upp. Við sáum leik FH gegn ÍBV og ákváðum að pressa vel á þá. Það er stígandi í liðinu, við erum að vaxa með hverjum leiknum,“ sagði markahrókurinn. Hjörtur Logi Valgarðsson, Matthías Vilhjálmsson og Atli Guðnason mættir í byrjunarlið- ið eftir meiðsli. Byrjunarlið Blika styrktist einnig með tilkomu Arn- órs Sveins Aðalsteinssonar og Guð- mundar Kristjánssonar. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en bæði lið fengu þó fín færi og markverðirnir þurftu að taka á honum stóra sínum. Blik- ar fengu betri færi. Haukur fór illa að ráði sínu eftir að hafa sloppið í gegn og þá bjargaði Atli Guðnason á marklínu frá Guðmundi. Daninn Tommy Nielsen hlaut mikla gagnrýni fyrir dapra frammistöðu í tapleiknum gegn ÍBV en allt annað var að sjá til hans í gær og stóð hann sig tals- vert betur í hjarta varnarinnar að þessu sinni. Vængmenn Blika voru verulega sprækir en það var einmitt annar þeirra sem skoraði strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Alfreð Finnbogason átti hárnákvæma sendingu á Kristin Steindórsson sem gerði allt rétt og boltinn söng í netinu. FH-ingar áttu frábæra endur- komu í viðureign liðanna í fyrra en það var ekki uppi á teningnum í gær. Eftir markið héldu Blikar áfram að sækja og voru betra liðið á vellinum. Eftir hræðilega send- ingu Jacobs Neestrup skoruðu þeir annað markið. Aftur var það Alfreð sem átti stoðsendingu og Kristinn átti ekki í vandræðum með að klára færið. Alfreð, Kristinn og Haukur áttu allir stórleik í gær og þegar þeir eru allir í gírnum er erfitt að ráða við Kópavogsliðið. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, var besti maður Íslandsmeistaranna sem voru líkt og gegn ÍBV langt frá því að teljast sannfærandi. „Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi en við töluðum um að gefa okkur enn meira í þetta í þeim seinni. Við gerðum tvo einstakl- ingsmistök í mörkunum og það vantaði meiri hraða og flæði í okkar leik. Við ætluðum að pressa á þá, tala saman og spila vel innan liðsins,“ sagði Nielsen. - egm, hþh Baneitrað sóknarþríeyki Breiðabliks Bikarmeistararnir í Breiðabliki lögðu Íslandsmeistarana í FH 2-0 í gær. Kristinn Steindórsson skoraði bæði mörk leiksins eftir sendingar frá Alfreð Finnbogasyni. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað tveimur í röð. SKORAÐI BÆÐI MÖRKIN Kristinn Steindórsson í baráttu við FH-inginn Gunnleif Gunnleifsson í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.