Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 26
 25. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● eurovision Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín „Það styttist heldur betur í þjóðhátíðina okkar,“ segir Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, sem ásamt Eyrúnu Ellý Vals- dóttur vinkonu sinni heldur úti vefsíðunni Allt um Júróvísjón á slóðinni jurovision.wordpress. com, en síðan sú stendur held- ur betur undir nafni. Stöllurnar láta ekki þar við sitja heldur sjá einnig um ritstjórn á opinberri vefsíðu Heru Bjarkar, kepp- anda Íslendinga í ár, á slóðinni herabjork.com. Þessi keppni skipar óvenju vegleg- an sess hjá þeim Hildi og Eyrúnu vegna þess að þær verða viðstadd- ar fyrri undankeppnina í Ósló, þar sem Hera Björk stígur á stokk, og einnig sjálfa úrslitakeppnina. Hvor- ug þeirra hefur áður lagt land undir fót til að vera vitni að Eurovision í návígi. „Okkur hefur báðar langað lengi en aldrei drifið í því. Eftir að við byrjuðum með vefsíðuna okkar á síðasta ári benti Jónatan Garð- arsson, sem er fararstjóri hóps- ins í ár eins og nærri alltaf áður, okkur á að við gætum sótt um að fá blaðamannapassa á keppnina og þannig fengið aðgang að öllum blaðamannafundum, lokuðum æf- ingum, rútum til og frá höllinni og fleiru slíku. Við slógum til, fengum passa og erum ógurlega spenntar,“ segir Hildur og bætir við að það hafi kostað mikla vinnu að halda úti þessum tveimur vefsíðum síð- ustu vikur. Sú vinna hafi þó verið afar skemmtileg. Hún segist búast við að það verði skemmtileg tilbreyting að vera á staðnum til að fylgjast með keppn- inni, en hingað til hafi verið fast- ur liður að vinahópurinn hafi horft á keppnina saman. Þá hafi gjarnan verið farið í Eurovision-tengda leiki og fleira í þeim dúr. „Þessi kvöld hafa að miklu leyti snúist um að ég og Eyrún sitjum og deilum upplýs- ingum um keppnina og sussum á þá sem við teljum ekki sýna nægilegan áhuga. Eða rekum þá inn í eldhús að blaðra,“ segir Hildur og hlær. Hún segir engan augljósan sigur- vegara í keppninni að þessu sinni. „Við spáum þó Þýskalandi, Serbíu, Svíþjóð, Albaníu og Slóvakíu góðu gengi.“ - kg Styttist í þjóðhátíðina okkar Þær Hildur og Eyrún halda úti íslenskri vefsíðu um allt sem tengist Eurovision, auk þess sem þær ritstýra opinberri vefsíðu Heru Bjarkar, keppanda Íslendinga. Þær verða báðar í Ósló á úrslitakvöldinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íris Davíðsdóttir stjórnmálafræð- ingur hefur gaman af söngva- keppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Í nokkur ár hefur hún útbúið sér- stök spjöld fyrir fjölskyldu og vini þar sem þau geta spáð fyrir um úr- slit laga í keppninni til gamans. „Ég útfæri spjöldin sérstaklega á hverju ári og þurfti til dæmis að breyta til þegar undankeppnirnar byrjuðu. Svo hef ég oft haft topp fimm eða topp tíu og gef þá ákveð- ið mörg stig eftir því hvað viðkom- andi er með mörg lönd rétt,“ út- skýrir Íris en þeim sem stendur uppi með flest rétt stig veitir hún að sjálfsögðu vegleg verðlaun eins og góða kampavínsflösku. En er hún ein af þessum forföllnu aðdáendum keppninnar? „Nei, ég er ekki sú sem veit hvaða lag lenti í 10. sæti árið 1982, mér er alveg sama um það en mér finnst keppnin skemmtileg og áhuga- verð. BA-ritgerðin mín fjallaði ein- mitt um söngvakeppnina en út frá stjórnmálafræðilegu sjónarhorni. Af hverju kjósa löndin eins og þau gera og þar fram eftir götunum, það finnst mér heillandi.“ - rat Býr sjálf til stigatöflu Íris Davíðsdóttir stjórnmálafræðingur útbýr skemmtilegan leik í tengslum við söngvakeppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Aldrei hafa Íslendingar unnið Eurovision, þótt eftirvæntingin hafi jafnan verið mikil. Frétta- blaðið skoðaði hvað gamlir og góðir fulltrúar Íslands sögðu að keppni lokinni sem og íslenska pressan. „Ég vissi að lagið mitt mundi ekki gera neitt í þessari keppni,“ sagði Valgeir Guðjónsson eftir keppnina árið 1987. „Mér finnst sem þjóðirn- ar skiptist á stigum og nágranna- þjóðir gefa hver annarri stig. Við erum ekki komin inn í klíkurnar ennþá.“ Sigríður Beinteinsdótt- ir og Grétar Örvarsson fluttu árið 1990 lagið Eitt lag enn. Þetta hafði Sigríður að segja að keppni lokinni: „Við náðum því sem við höfðum einsett okkur, að komast í eitt af tíu efstu sæt- unum, þó við hefðum ekki þorað að segja opinberlega frá þeirri fyrir- ætlan fyrir keppnina.“ Lagið lenti í fjórða sæti. Árið 1995 söng Björgvin Hall- dórsson lagið Núna og uppskar 15. sætið. Íslendingar voru svekktir með árangurinn og í Helgarpóst- inum var skrifað eftir keppnina: „Þrátt fyrir að flestir hafi verið á því að Björgvin Halldórsson stór- söngvari ætti skilið að komast í Evrópusöngvakeppnina fannst sumum að lík- lega hefði það verið of sei nt . Keppnin er einfaldlega að breytast, eins og sjá má á rapplögum og „instrumental“ lögum. Það liggur því við að menn segi að Björgvin hafi verið tíu árum of seint á ferðinni.“ Að lokum má rifja upp hvað Páll Óskar Hjálmtýsson sagði árið 1997 eftir að hann lenti í 20. sæti söngvakeppninnar. „Þessi fáu stig sem íslenska lagið fékk komu öll, nema tvö, frá löndum þar sem hið nýja símakerfi var notað. Sjón- varpsáhorfendur heima í stofu voru því að hugsa allt aðra hluti en þessar fyrirfram skipuðu dóm- nefndir.“ - jma Hvað sögðu þau í lokin? Íslenskt dagblað sagði að Björgvin Hall- dórsson hefði verið tíu árum of seinn með lagið Núna. Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvarsson voru afskaplega ánægð með árangurinn árið 1990.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.