Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 6
6 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Breytingar á greiðsluþátttöku heilbrigðis- yfirvalda á þunglyndislyfjum gætu þýtt að ný lyf komi seinna á markað hér á landi, en ættu ekki að hafa neikvæð áhrif á með- ferð þunglyndissjúklinga, segir Þórður Sigmundsson, yfirlækn- ir á bráðamóttökudeild geðsviðs Landspítalans. Samkvæmt nýrri reglugerð munu stjórnvöld aðeins niður- greiða hagkvæmustu þunglyndis- lyfin eftir 1. júní. Fjölnota lyfseðlar sem gefnir eru út fyrir þann tíma gilda þó áfram með fullri niður- greiðslu til 1. október. Dugi hag- kvæmustu lyfin ekki getur læknir sótt um undanþágu fyrir sjúklinga svo dýrari lyf verði niðurgreidd. Kostnaður heilbrigðiskerfisins við þunglyndislyf var rúmlega einn milljarður króna á síðasta ári. Með breytingum á niðurgreiðslukerf- inu er ætlunin að spara milli 200 og 300 milljónir króna á ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Sjúkra- tryggingum Íslands. Um 30 þúsund manns fengu ávís- að þunglyndislyfjum á síðasta ári. Það jafngildir því að næstum því tíundi hver landsmaður hafi fengið slík lyf. „Þetta mun hafa þær afleiðingar að sjúklingar sem byrja í meðferð þurfa að byrja á hagkvæmustu lyfjunum,“ segir Þórður. Hann leggur áherslu á að þótt það séu ef til vill ekki nýjustu lyfin séu þau lyf áfram virk og mjög gagnleg. Ef þau lyf gagnist ekki sé hægt að sækja um undanþágu til að fá niðurgreiðslu á öðrum lyfjum. Þegar ný lyf koma á markað eru þau yfirleitt dýrari en lyf sem hafa verið lengur á markaði, sér í lagi ef einkaleyfi framleiðandans er runnið út og ódýrari samheitalyf komin á markað. Þórður segir breytingar á þátt- töku í lyfjakostnaði geta orðið til þess að nýrri lyf komi seinna á markað hér á landi. Erfitt gæti orðið fyrir innflytjendur að koma lyfjum á markað þar sem ekki verði eins auðvelt að ávísa á þau. „Þetta skerðir aðeins val lækna í byrjun, en það verður að segjast að langflest lyf falla innan þessa ramma. Við erum alls ekki að tala um gömul lyf eða úrelta meðferð,“ segir Þórður. Í tilkynningu frá Frumtökum, samtökum framleiðenda frumlyfja, segir að breytingar á greiðsluþátt- töku komi niður á um 40 prósent- um þunglyndissjúklinga. Þar er bent á að beinn kostn- aður vegna þunglyndislyfja sé aðeins um eitt prósent af heild- arkostnaði samfélagsins við sjúk- dóminn. Lakari verkun eða auka- verkanir af lyfjum geti bakað samfélaginu umtalsverðan kostn- að og yfirskyggt skammtíma sparnaðaraðgerðir margfalt. Samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum er notkun og kostnaður vegna þunglyndislyfja hvergi meiri en á Íslandi. Notkun dýrari þunglyndislyfja sé hlutfalls- lega meiri hér á landi en á Norður- löndunum. brjann@frettabladid.is Nýjum þunglyndis- lyfjum gæti seinkað Breytingar á niðurgreiðslu þunglyndislyfja ættu ekki að hafa neikvæð áhrif á meðferð, segir yfirlæknir á Landspítalanum. Aðeins ódýrustu lyfin verða niður- greidd eftir 1. júní. Um 30 þúsund fengu þunglyndislyf á síðasta ári. ÞUNGLYNDI Um 30 þúsund manns fengu ávísað þunglyndislyfjum hér á landi á síðasta ári. Það er um það bil tíundi hluti þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is @ SVEITARSTJÓRNIR Ríkisendurskoð- un segir að niðurstöður athugun- ar á fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Álftanes muni ekki verða kynntar fyrr en um miðjan júní. „Það er mjög óþægilegt og ómögulegt ef niðurstaða rannsókn- ar liggur ekki fyrir í tæka tíð fyrir kosningar 29. maí nk. Þessi rann- sókn hefði ekki verið framkvæmd, nema alvarlegar ástæður lægju að baki að mati Eftirlitsnefndar,“ bók- aði Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, af þessu tilefni í bæjarstjórn Álfta- ness. „Í þessu sambandi vil ég vekja athygli á að rannsókn Ríkisend- urskoðunar nær líka til þess tíma sem GGG starfaði sem bæjarstjóri á Álftanesi. Ef taka ætti mark á stóryrðum hans í bókuninni verður að álykta að rannsókn á stjórnsýslu áranna 2005-2006 í hans tíð tengist með sama hætti grunsemdum um lögbrot,“ svaraði Sigurður Á. Magn- ússon, bæjarfulltrúi Á-listans og bæjarstjóri þar til í fyrrahaust. Það voru sveitarstjórnarráðuneyt- ið og Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) sem fólu Ríkis- endurskoðun að gera athugunina. Hún átti annars vegar beinast að því hvort gildandi reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna reksturs grunnskóla tækju nægj- anlegt tillit til aðstæðna á Álfta- nesi. Hins vegar ætti athugunin að beinast að því hvaða ákvarðan- ir væru undirrót erfiðrar fjárhags- stöðu sveitarfélagsins og hvort þær og upplýsingagjöf þess til EFS hefðu verið í samræmi við lög. „Enn á eftir að ræða við nokkra aðila og greina upplýsingar en segja má að sú vinna sé á loka- stigi,“ segir í tilkynningu frá ríkisendurskoðanda. - gar Athugun ríkisendurskoðunar á fjárreiðum sveitarfélagsins Álftaness enn ólokið: Skýrsla um Álftanes eftir kosningar Á ÁLFTANESI Eftirlitsnefnd hefur umsjón með fjármálum Álftaness eftir að þau fóru í hnút á þessu kjörtímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Meirihluti kosningabærra íbúa í Grímsey hefur skrifað undir áskorun til sjávarútvegsráðherra, þar sem skorað er á hann að draga til baka tillögur um lokun sjö fjarða á norðanverðu landinu fyrir dragnótaveiðum. Bent er á að þrír dragnótabátar séu gerðir út frá Grímsey og á þeim starfi fimmtán sjómenn. Frekari lokun veiðisvæða fyrir Norðurlandi komi því sérstaklega illa við útgerð þeirra. Í áskoruninni segir einnig að ekki verði séð að tillögur ráðherra byggist á vísindalegum rökum. - shá Vilja dragnótarveiðar: Grímseyingar vilja opna mið GENGIÐ Á GRASINU Frægasta breið- stræti Parísar í óvenjulegum búningi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND, AP Breiðgatan Champs Élysées í París hefur ekki verið alveg með sjálfri sér síðustu tvo daga. Í stað þungrar bílaumferðar hefur fólk gengið þar um á grænu grasi innan um blóm og búfénað. Tilgangurinn var að gefa borg- arbúum kost á að upplifa nátt- úruna og minna jafnframt á mikilvægi franskra bænda og landbúnaðar. „Þetta er leið til að minna fólk á að maðurinn býr í hjarta nátt- úrunnar,“ sagði franski lista- maðurinn Gad Weil, sem átti hugmyndina. - gb Tveggja daga sveit í París: Iðgrænt gras á Champs Élysées Tveir gistu fangageymslur Tveir gistu fangageymslur lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt mánudags. Nóttin var með rólegasta móti hjá lögreglunni þrátt fyrir að fjöldi fólks væri í miðborginni. LÖGREGLUFRÉTT Sinubruni í Tálknafirði Um einn hektari lands brann í sinubruna í Tálknafirði á sunnudags- kvöld. Eldurinn kviknaði rétt innan við fjörðinn og unnu um fimmtán manns við það að slökkva eldinn. VESTFIRÐIR GENF, AP Mislingar hafa snúið aftur víða í Afríku, Asíu og jafn- vel Evrópu þrátt fyrir að auðvelt sé að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins með bólusetningu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að undanfarin tvö ár hafi dregið verulega úr fjárveit- ingum til bólusetningarherferða, með þeim afleiðingum að víða þar sem sjúkdómnum hafði nán- ast verið útrýmt hafi tilfellum fjölgað á ný. Meira að segja í Bretlandi hefur mislingafaraldur gert vart við sig. - gb Færri bólusettir: Mislingar fara aftur á kreik KJÖRKASSINN Býstu við miklu af Besta flokkn- um í borgarstjórn? Já 46,7% Nei 53,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að fækka háskólum landsins? Segðu þína skoðun á vísir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.