Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 37
7eurovision ● fréttablaðið ●
Drykkjuleiki má tvinna við
Eurovision-áhorf með ýmsum
hætti en þar sem dagskráin er löng
er best að fara sér hægt og setja
skynsamlegar leikreglur. Hér á eftir
fara nokkrar hugmyndir en fleiri er
að finna á www.jurovision.
wordpress.com
Drekkið einn sopa:
ef orðið love kemur fyrir í lagi
ef lagið er ekki á ensku
ef kynnarnir reyna
að vera fyndnir
ef kvenkynnirinn
skiptir um kjól
ef keppandi líkist
einhverjum sem þú þekk-
ir
ef flytjendur fækka fötum
ef keppandi frá Austur-
Evrópu er með aflitað
hár
ef Ísland fær ekki stig
ef Noregur gefur Svíþjóð stig
ef Grikkland gefur Kýpur 12 stig.
Drekkið tvo sopa:
ef Ísland fær stig
ef flytjendur tala í síma í stiga-
gjöfinni.
Drekkið þrjá sopa:
ef Ísland fær tólf stig
ef Þýskaland gefur Tyrklandi 1 stig
ef Noregur gefur Svíþjóð ekki stig
ef ekki er minnst á frið, kærleika
eða ást í Ísraelska laginu.
Klárið glasið:
ef Ísland vinnur.
HRESSANDI LEIKIR
Sjaldan hefur sól Eurovision risið hærra en árið
1974 þegar sænska bandið Abba vann með lagið
Waterloo og skaust upp á stjörnuhimininn.
Fjórmenningarnir sem skipuðu Abba voru
líka fyrirmyndir í sambandi við klæðnað og
tísku. Þó svo að Íslendingar væru með svart/
hvítt sjónvarp á þessum árum þá var mikið
spáð í fatnaðinn hjá þeim Anni-Frid Lyngstad
og Agnethu Fältskog, Benny Andersson og
Björn Ulvaeus. Augljóst var að búningarnir
voru að mestu leyti hvítir sem þau klæddust á
sviðinu en þá var spurning um mynstrin, hvort
þau væru í rauðu og bláu eða kannski gylltu.
Sjóliðatískan tröllreið öllu þetta sumar og á úti-
samkomum þessa merka þjóðhátíðarárs á Ís-
landi mátti víða sjá merki þess.
Abba varð ein af vinsælustu hljómsveitum
heims á diskóárunum og átti fjölmarga góða
smelli fyrir utan Waterloo. Nafn sveitarinn-
ar var myndað úr upphafsstöfum þeirra fjór-
menninganna og fyrir utan að spila og syngja
blómstraði ástin líka innbyrðist. Þau Agnetha
og Björn voru hjón frá 1971 til 1979 og Benny
og Anni-Frid á árunum 1978 til 1981. - gun
Abba sló í gegn árið 1974
Íslendingar bjuggu við svart/hvítt sjónvarp þegar Abba-
flokkurinn var hvað vinsælastur og varð að ímynda sér
litina á fötum þeirra.
Með skemmtilegri uppátækjum
fyrir eurovision-partí er að fjöl-
þjóðavæða veitingarnar. Hvað er
átt við með því útskýrist svo: Gest-
gjafinn útbýr gestalista og skipt-
ir niður löndunum sem keppa á
veislugesti. Hver veislugestur
tekur með sér rétt í veisluna sem
tengist á einhvern hátt því landi
sem honum var útdeilt. Úr verð-
ur margrétta og afar fjölbreytt
eurovision-hlaðborð sem end-
ist langt fram yfir lokaúrslit. Ef
gestalistinn er kannski ekki svo
langur að hann dekki
allar þjóðir má velja
nokkur lönd, jafn-
mörg veislugest-
um, en þá helst
með ól í ka
matarmenn-
ingu.
- jma
Fjölþjóðlegt
matarþema
Gott Eurovision-partí gæti verið með
mat frá þeim löndum sem keppa. Svo
sem bratwurst-pylsur, danska kæfu og
franska osta.
KR. 3.299
ÖLL LÖGIN Í EUROVISION Á
TVEIMUR GEISLAPLÖTUM!
Á TILBOÐI
KR. 1.499 KR. 1.499
5CD