Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 38

Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 38
 25. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● eurovision Þegar sameina á sælkerastemn- ingu og hollustu er fátt betra á borðið en ostur og ávextir. Þar fall- ast basi og sýra í faðma, bragðlauk- arnir kætast og bætiefnin hellast í kroppinn. Slíkur kostur er flottur í Eurovision-partíið því auk þess að seðja og gleðja er hann fyrirhafn- arlítill og allir ættu því að geta sest við sjónvarpið á sama tíma og fylgst með keppninni frá upphafi. Þórunn Ásgeirdóttir og Elín Marrow, eigendur Ostabúðarinn- ar á Bitruhálsi, útbjuggu góðmetis- bakka til að gefa lesendum hug- myndir fyrir kvöldið. Þær laum- uðu líka sætmeti á einn þeirra ef ávextirnir skyldu ekki uppfylla sykurþörfina til fulls. -gun Litríkt og ljúft í gogginn ● Ostur, ávextir og sætar smákökur eru ómótstæðilegt tríó sem upplagt er að gæða sér á meðan Eurovision-stjörn- urnar skína á skjánum og úrslita úr keppninni er beðið með eftirvæntingu. Marglitar makkarónukökur með kremi innan um ostapinnana. Hindber, bláber og vínber í góðum félagsskap, appelsína, stjörnu- ávaxta, ferskra fíkja og fleiri exótískra tegunda. Hvítlauksostur innvafinn í kryddjurtir bregst ekki vonum. „Hera er í rauðum opnum skóm með lágum hæl og hún valdi þá ekki síður vegna þess að þeir eru þægilegir,“ segir Hildur Björk Guðmundsdóttir hjá Bata skó- verslun í Smáralind. Íslenski Eur- ovision-hópurinn er í skóm frá versluninni, ítölskum leður og rú- skinnsskóm. „Bakraddasöngkonurnar eru einnig í rauðum skóm, en með hærri hæl en Hera þar sem hún er hávaxnari en þær til að hópurinn líti út fyrir að vera í sömu hæð.“ Hópurinn kom í verslun Bata áður en hann hélt út, mátaði skó og á meðan stelpurnar enduðu í rauðu er karlkynið í svörtum reimalaus- um mokkasíum. „Þetta var mikið stuð þegar þau komu hingað og mátuðu fram og til baka,“ segir Hildur. - jma Hera á rauðum skóm með lágum hælum Skóverslunin Bata er í Smáralind og er mestmegnis með ítalska skó. Hera Björk og félagar kíktu þangað áður en haldið var til Noregs. ● BREYTT KOSNINGAFYRIRKOMULAG Hera stígur síðust á svið í kvöld og hefur það hingað til verið talið af hinu góða enda fólk með lagið í fersku minni þegar það tekur til við að kjósa. Í ár verður kosningafyrirkomulaginu hins vegar breytt á þann veg að hægt verður að kjósa eftir hvert lag og á eftir að koma í ljós hvernig það reynist. Líklega leiðir það til þess að þeir sem ætla fyrirfram að kjósa ákveðið land dembi sér í það strax eftir flutninginn en hinir óákveðnu bíða væntanlega með að kjósa þar til allir hafa lokið sér af. Það ætti að koma sér vel fyrir Örlyg Smára, Heru og fylgdarlið þeirra. - ve Elín og Þórunn útbjuggu þrjá bakka með Eurovision-góðgæti fyrir kvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Auglýsingasími Allt sem þú þarft…

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.