Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 8
8 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… EFNAHAGSMÁL „Mælikvarði IMD er misvísandi, hann málar stöðuna of dökkum litum,“ segir Gylfi Magn- ússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, um útreikninga svissneska viðskiptaháskólans á skuldastöðu hins opinbera. Skólinn gerir ráð fyrir að íslenska ríkið nái ásættanlegri skuldastöðu (sextíu prósentum af landsfram- leiðslu) eftir 22 ár, eða árið 2032. Jöfnuður náist í fjármálum hins opinbera eftir fimm ár og verði einu prósenti af landsframleiðslu eftir það varið til að greiða niður skuldir. Á svipuðu róli eru nokkur lönd í skuldavanda, svo sem Ítalía, Portúgal, Belgía, Bandaríkin og Grikkland. Gylfi Magnússon segir að pottur sé brotinn í ríkisfjármálum hér líkt og víða um heim um þessar mund- ir. Staðan hér sé þó betri en víða. Því til staðfestingar bendir hann á að ætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og stjórnvalda feli í sér að jafnvægi verði komið í ríkisfjármálum 2012 og afgangur verði árið 2013. „Á síð- asta ári vorum við aðeins á undan áætlun. Við stöndum mun betur en þau lönd sem valdið hafa mestum titringi undanfarnar vikur,“ segir hann og dregur í efa að önnur lönd í skuldavanda hafi pólitíska og efna- hagslega getu til að leysa úr vanda sínum í bráð. „Með því að horfa á brúttóskuld- ir hins opinbera þá erum við frekar illa stödd. Að mínu mati er eðlilegra að horfa á hreinar skuldir. Á þeim mælikvarða erum við betur stödd með vergar skuldir innan við 50 prósent af landsframleiðslu,“ segir Gylfi. Viðskiptaráðherra segir mögu- legt að vinda ofan af skuldaklafan- um með ýmsu móti, svo sem með því að draga hratt úr gjaldeyris- varaforðanum þegar ró færist yfir ríkisbúskapinn. Þá megi selja stór- ar eignir sem ríkið hafi eignast eftir bankahrunið. Þar á meðal er Lands- bankinn, sem hið opinbera hafi lagt til mikið fjármagn. Með sölu bank- ans muni skuldir hins opinbera lækka. Salan er þó ekki á dagskrá í nánustu framtíð, að sögn viðskipta- ráðherra. jonab@frettabladid.is www.hr.is/mba ALÞJÓÐLEGT MBA-NÁM MEÐ VINNU Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri og MBA-nemi FJÁRFESTU Í SJÁLFUM ÞÉR Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is 144.900 Uppþvottavél - SN 45M200SK Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 169.900 kr.) 119.900 Uppþvottavél - SE 45E234SK Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 139.900 kr.) tilboðsverði Uppþvottavélar nú á A T A R N A SAMGÖNGUR Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, gagn- rýna evrópsk flugmálastjórnvöld harðlega fyrir það hve strangar reglur gilda um flug þegar aska frá eldgosum er í loftinu. Samtökin hvetja Evrópuríki til þess að fara að dæmi Bandaríkjanna, sem hafa mikla reynslu af því að umgangast eldgos og banna eingöngu flugumferð þar sem hættan er mest. „Bandaríkin hafa yfir marg reyndum, öruggum og áhrifaríkum aðferðum að ráða þegar kemur að því að kortleggja hættuna af eldfjallaösku,“ segir Giovanni Bisignani, framkvæmdastjóri IATA. „Á undanförnum árum hafa engin váatvik verið til- kynnt í flugi vegna eldgosa á bandarísku flugstjórn- arsvæði. Evrópuríkin geta margt lært þarna.“ Bisignani segir flugfélögin hafa misst alla trú á getu flugmálayfirvalda í Evrópu til þess að taka samræmdar og skynsamlegar ákvarðanir í þessum efnum, enda eru sömu upplýsingarnar notaðar á mis- munandi hátt í ólíkum löndum þegar ákvarðanir um lokun svæða eru teknar. „Á hverjum einasta degi þurfa flugfélög að taka ákvarðanir um flug við mismunandi veðurskilyrði,“ segir Bisignani. „Hvers vegna ætti annað að gilda um eldfjallaösku?“ - gb Alþjóðasamtök flugfélaga ósátt við evrópskar reglur um flug á tímum eldgosa: Vilja slaka mjög á reglunum BANDARÍSKA FJALLIÐ ST. HELENS Þrjátíu ár eru liðin síðan St. Helens gaus með látum og truflaði flugumferð vestra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ORKUMÁL Unnur G. Kristjánsdóttir, formaður þingkjörinnar nefndar um erlenda fjárfestingu, segist ekki telja, í fljótu bragði, að nefnd- in þurfi að fjalla á ný um viðskipti Magma Energy og Geysi Green Energy með hlutabréf í HS Orku en Magma hefur eignast 98,53 prósent í GGE. Unnur segir að nefndin hafi áður samþykkt kaup Magma á minni- hluta bréfa og sér ekki að neitt hafi breyst sem kalli á nýja umfjöllun. Þetta þurfi þó að kanna. Enginn nefndarmaður hefur óskað eftir fundi um málið. Atli Gíslason, þingmaður VG í Suðurkjördæmi, telur að kalla eigi nefndina saman og fjalla um viðskiptin. Forsendur séu breytt- ar. Ný viðskipti hafi verið gerð og þess vegna þurfi að afla nýrra gagna og kveða upp nýjan úrskurð í nefndinni. Þingflokkur VG hefur sent ríkisstjórninni áskorun um að undið verði ofan af einkavæð- ingu HS Orku. Atli segist vona að það verði hægt, en brugðið geti til beggja vona. Unnur G. Kristjánsdóttir seg- ist alltaf hafa átt von á að Magma vildi kaupa allt hlutafé í GGE. Yfir- lýsingar forsvarsmanna Magma hafi strax bent til þess. - pg Atli Gíslason vill að nefnd um erlenda fjárfestingu fjalli á ný um sölu á HS Orku: Formaður telur stöðuna óbreytta Grynnka á skuldum ríkis með sölu eigna Svissneskur viðskiptaháskóli segir skuldastöðu þjóðarinnar verða ásættanlega eftir 22 ár. Viðskiptaráðherra segir það svartsýna spá. Stjórnvöld geti lækkað skuldir hratt þegar betur ári. Þar á meðal með sölu Landsbankans. Ísland hrapar úr sjöunda sæti árið 2007 í það þrítugasta á nýjasta lista svissneska viðskiptaháskólans IDM um samkeppnishæfni þjóðanna. Á lista skólans er samkeppnishæfni 58 landa borin saman. Á toppi listans trónir Singapúr. Á eftir fylgir Hong Kong og eru Bandaríkin í þriðja sæti. Hin Norðurlöndin eru á meðal nítján samkeppnishæfustu þjóða heims, neðst er Finnland. Botnsætin verma Venesúela, Úkraína og Króatía. Ísland skorar hæst í flokkum á borð við samfélagslega innviði eins og menntun, heilsu, tækni og samgöngur. Neikvæðu þættirnir eru háir skattar, hátt vaxtastig, óstöðugur gjaldmiðill, lítil fjölbreytni í atvinnulífinu, lítill hvati til erlendrar fjárfestingar og erfitt aðgengi að fjárfestingarverkefnum. „Við erum búin að núllstilla okkur,“ segir Björn Þór Arnarson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands sem er samstarfsaðili IDM á Íslandi. Samkeppnishæfnin hrynur GYLFI MAGNÚSSON Viðskiptaráðherra segir of mikið gert úr skuldastöðu hins opinbera. Byrja verði á að vinda ofan af skuldum ríkisins þegar ró færist yfir í ríkis- búskapnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HS ORKA Formaður nefndar um erlenda fjárfestingu telur ekki að fjalla þurfi um viðskiptin á ný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.