Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 50
22 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Fatahönnuðirnir Edda Guð- mundsdóttir og Arna Sigrún Haraldsdóttir eru þær fyrstu til að hanna undir merkjum Black-merkisins. Ekki er ljóst hvað af hönn- uninni fer í framleiðslu. Black er verkefni sem miðar að því að hjálpa ungum fatahönn- uðum að koma línum sínum á almennan markað. Linda Björg, fagstjóri Fatahönnunardeildar LHÍ, stendur að verkefninu ásamt Margréti Bjarnadóttur. Fata- hönnuðirnir Edda Guðmundsdótt- ir og Arna Sigrún Haraldsdóttir eru þær fyrstu til að hanna undir merkjum Black og frumsýndu þær hönnun sína í kjölfar tísku- sýningar annars árs nema við fatahönnun í LHÍ. „Þessi lína var forlína og hún er í raun ennþá í þróun. Einhverj- ar flíkur gætu farið í framleiðslu en það á eftir að koma betur í ljós. Það eru erfiðir tímar í fatahönn- un eins og í mörgu öðru og verk- efnið sjálft er svo nýtt að það er í raun ennþá verið að leggja lín- urnar að því. Við erum þó báðar byrjaðar að hanna nýja línu undir merkjum Black,“ útskýrir Edda. Hún segist þó taka að sér að sér- sauma flíkur úr línunni fyrir áhugasama tískuunnendur og segir það hjálpa til við að fjár- magna næstu fatalínu. Edda hefur ekki setið auðum höndum undanfarið því ásamt því að hanna undir merkjum Black hefur hún unnið að eigin línu auk þess sem hún og syst- ir hennar, Sólveig Ragna Guð- mundsdóttir arkitekt, hanna saman undir nafninu Shadow Creatures. Aðspurð segir Edda ekki flókið að hanna svo marg- ar fatalínur í einu. „Nei, það er ekkert erfitt að fá hugmyndir að öllum þessum línum. Ég hef skipt þessu niður í tímabil og einbeiti mér bara að einu verkefni í einu. Línan sem ég hanna með systur minni verður aðeins sumarlegri og glaðlegri en hinar og ég býst við að hún verði fáanleg í júní.“ Hægt er að skoða Black-lín- urnar á Facebook-síðum Eddu og Örnu Sigrúnar. sara@frettabladid.is Hannar nokkrar línur í einu NÚ ER ÞAÐ SVART Arna Sigrún Haraldsdóttir og Edda Guðmundsdóttir hanna undir merkjum Black. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN John Swarbrooke, prófessor í ferða- málafræðum við César Ritz College í Sviss, heimsótti Ísland fyrir stuttu og hélt hér fyrirlestur um ferðaiðn- aðinn auk þess sem hann heimsótti nemendur og starfsfólk við Mennta- skólann í Kópavogi, sem starfar náið með César Ritz. Swarbrooke hefur skrifað fjölda bóka um ferðaiðnað- inn sem þýddar hafa verið á yfir tíu tungumál. „Ég heimsótti Ísland fyrst fyrir 37 árum og ferðaiðnaðurinn hér hefur breyst gríðarlega síðan þá. Samgöngur hafa breyst mikið síð- ustu árin en það sem mér finnst hafa tekið mestum framförum er mat- reiðslan. Áður þegar ég sótti landið heim borðaði ég úti af nauðsyn en í dag er það einstök lífsreynsla að snæða á íslenskum veitingastöðum, hráefnið er frábært og Íslendingar gætu notfært sér þessi sérkenni enn frekar við markaðssetningu á land- inu,“ segir Swarbrooke. Að sögn prófessorsins kemur það honum á óvart að ferðamanna- straumur til landsins skuli enn vera í hámarki yfir sumartímann þar sem vetrarmánuðirnir hafi upp á margt að bjóða. „Það er til dæmis kaldara í Sviss yfir vetur- inn heldur en á Íslandi, þess vegna ætti veður ekki að hafa mikil áhrif á straum ferðamanna hingað til lands á þessum árstíma. Hér er einnig nóg um að vera á veturna, það er bara spurning um að mark- aðssetja landið rétt til að draga fólk að. Það er ekki nóg að kynna fyrirtæki og ferðamöguleika fyrir fólki þegar það er komið til lands- ins heldur þarf einnig að markaðs- setja vöruna erlendis til að lokka ferðamenn til landsins.“ Aðspurður segir Swarbrooke að Íslendingar ættu ekki einungis að einblína á þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins árlega, held- ur eigi einnig að reyna að hámarka þjónustu við þá og auka þannig tekj- urnar. „Íslendingar ættu að reyna að nýta sér slæmt gengi krónunnar á meðan það varir, því nú er landið orðið viðráðanlegt fyrir fjölda fólks sem hafði áður ekki haft efni á að koma hingað.“ - sm Íslensk matreiðsla í mikilli sókn HRÍFST AF ÍSLANDI John Swarbrooke, ferðamálaprófessor við César Ritz í Sviss, segist vera heillaður af íslenskum vetri. MYND/HELGI KRISTJÁNSSON > BYRJAÐI SNEMMA Leikkonan Gwyneth Paltrow, sem fer með hlutverk í stór- myndinni Iron Man 2, segist njóta þess að drekka hanastél eftir erfiðan dag í vinnunni. „Ég elska martinni. Ég lærði að blanda martini þegar ég var sex ára gömul. Pabbi bað mig oft um að blanda handa sér hanastél.“ DAGSKRÁ: Fimmtudagur 20. maí TÆKNIN ER HEIT – Hagnýt varmafræði, orka og vélar* William S. Harvey Stofa: V1.12 Orkutæknistofa Þriðjudagur 25. maí SAMSPIL Í HÖNNUN – Arkitektúr og burðarvirkjahönnun* Björn Guðbrandsson Stofa: V1.02 BETELGÁS Miðvikudagur 26. maí RAFMÖGNUÐ ENDURHÆFING – Raförvun við endurhæfingu fingra Arna Óskarsdóttir og Dröfn Svanbjörnsdóttir Stofa: V1.02 BETELGÁS Fimmtudagur 27. maí UMHVERFISVÆNT FORSKOT – Samnýting rafbíla við HR* Hlynur Stefánsson Stofa: V1.12 Orkutæknistofa Föstudagur 28. maí Á KAFI Í TÆKNINNI – Sjálfvirkur kafbátur* Jón Guðnason Stofa: V2.09 Rafeinda- og stýritæknistofa ALLIR VELKOMNIR! * Verkefni styrkt af Samtökum iðnaðarins Erindi verða flutt kl. 12:00 – 12:30 alla dagana. VERKIN TALA TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR Fyrirlestraröð Í byrjun árs 2009 veittu Samtök iðnaðarins Háskólanum í Reykjavík rausnarlegan styrk til að þróa kennslu í hagnýtum námskeiðum þar sem hugvit og verkvit vinna saman. Undir yfirskriftinni „Verkin tala“ verða nú kynnt ýmis áhugaverð verkefni sem nemendur í verkfræði og tæknifræði hafa unnið á námskeiðum sem nutu styrks SI. 20. – 28. maí í Háskólanum í Reykjavík √ Öldungarnir í Rolling Stones hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að trommarinn Charlie Watts sé ekki hætt- ur í hljómsveitinni. Áströlsk vefsíða greindi frá því á dög- unum að Watts væri hættur – en þetta er í annað skipti á nokkrum mánuðum sem því er haldið fram. Watts var fljótur að bera söguna til baka í fyrra skiptið og jafnvel fljótari nú. „Við viljum gera öllum ljóst að þrátt fyrir skáldaðar frétt- ir um brotthvarf trommar- ans Charlie Watts úr Roll- ing Stones þá hefur hann ekki yfirgefið hljómsveit- ina,“ kemur fram í yfirlýsing- unni. „Það er verið að taka viðtal við Charlie til að kynna nýjasta verkefni Rolling Sto- nes; heimildarmyndina Exile. Svo eru strákarnir að fara að fagna því að vera komnir á toppinn í Bretlandi.“ Platan Exile on Main Street, sem var endurútgefin í tilefni myndarinnar Exile, er komin á toppinn í Bretlandi – hátt í 40 árum eftir að hún kom út. Það hlýtur að teljast góður árangur hjá hljómsveit sem er með samanlagðan starfsaldur á við aldur Gamla testaments- ins. - afb Neita að Watts sé hættur í Stones EKKI HÆTTUR Strákarnir í Rolling Stones neita að trommarinn Charlie Watts sé hættur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.