Fréttablaðið - 25.05.2010, Síða 50

Fréttablaðið - 25.05.2010, Síða 50
22 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Fatahönnuðirnir Edda Guð- mundsdóttir og Arna Sigrún Haraldsdóttir eru þær fyrstu til að hanna undir merkjum Black-merkisins. Ekki er ljóst hvað af hönn- uninni fer í framleiðslu. Black er verkefni sem miðar að því að hjálpa ungum fatahönn- uðum að koma línum sínum á almennan markað. Linda Björg, fagstjóri Fatahönnunardeildar LHÍ, stendur að verkefninu ásamt Margréti Bjarnadóttur. Fata- hönnuðirnir Edda Guðmundsdótt- ir og Arna Sigrún Haraldsdóttir eru þær fyrstu til að hanna undir merkjum Black og frumsýndu þær hönnun sína í kjölfar tísku- sýningar annars árs nema við fatahönnun í LHÍ. „Þessi lína var forlína og hún er í raun ennþá í þróun. Einhverj- ar flíkur gætu farið í framleiðslu en það á eftir að koma betur í ljós. Það eru erfiðir tímar í fatahönn- un eins og í mörgu öðru og verk- efnið sjálft er svo nýtt að það er í raun ennþá verið að leggja lín- urnar að því. Við erum þó báðar byrjaðar að hanna nýja línu undir merkjum Black,“ útskýrir Edda. Hún segist þó taka að sér að sér- sauma flíkur úr línunni fyrir áhugasama tískuunnendur og segir það hjálpa til við að fjár- magna næstu fatalínu. Edda hefur ekki setið auðum höndum undanfarið því ásamt því að hanna undir merkjum Black hefur hún unnið að eigin línu auk þess sem hún og syst- ir hennar, Sólveig Ragna Guð- mundsdóttir arkitekt, hanna saman undir nafninu Shadow Creatures. Aðspurð segir Edda ekki flókið að hanna svo marg- ar fatalínur í einu. „Nei, það er ekkert erfitt að fá hugmyndir að öllum þessum línum. Ég hef skipt þessu niður í tímabil og einbeiti mér bara að einu verkefni í einu. Línan sem ég hanna með systur minni verður aðeins sumarlegri og glaðlegri en hinar og ég býst við að hún verði fáanleg í júní.“ Hægt er að skoða Black-lín- urnar á Facebook-síðum Eddu og Örnu Sigrúnar. sara@frettabladid.is Hannar nokkrar línur í einu NÚ ER ÞAÐ SVART Arna Sigrún Haraldsdóttir og Edda Guðmundsdóttir hanna undir merkjum Black. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN John Swarbrooke, prófessor í ferða- málafræðum við César Ritz College í Sviss, heimsótti Ísland fyrir stuttu og hélt hér fyrirlestur um ferðaiðn- aðinn auk þess sem hann heimsótti nemendur og starfsfólk við Mennta- skólann í Kópavogi, sem starfar náið með César Ritz. Swarbrooke hefur skrifað fjölda bóka um ferðaiðnað- inn sem þýddar hafa verið á yfir tíu tungumál. „Ég heimsótti Ísland fyrst fyrir 37 árum og ferðaiðnaðurinn hér hefur breyst gríðarlega síðan þá. Samgöngur hafa breyst mikið síð- ustu árin en það sem mér finnst hafa tekið mestum framförum er mat- reiðslan. Áður þegar ég sótti landið heim borðaði ég úti af nauðsyn en í dag er það einstök lífsreynsla að snæða á íslenskum veitingastöðum, hráefnið er frábært og Íslendingar gætu notfært sér þessi sérkenni enn frekar við markaðssetningu á land- inu,“ segir Swarbrooke. Að sögn prófessorsins kemur það honum á óvart að ferðamanna- straumur til landsins skuli enn vera í hámarki yfir sumartímann þar sem vetrarmánuðirnir hafi upp á margt að bjóða. „Það er til dæmis kaldara í Sviss yfir vetur- inn heldur en á Íslandi, þess vegna ætti veður ekki að hafa mikil áhrif á straum ferðamanna hingað til lands á þessum árstíma. Hér er einnig nóg um að vera á veturna, það er bara spurning um að mark- aðssetja landið rétt til að draga fólk að. Það er ekki nóg að kynna fyrirtæki og ferðamöguleika fyrir fólki þegar það er komið til lands- ins heldur þarf einnig að markaðs- setja vöruna erlendis til að lokka ferðamenn til landsins.“ Aðspurður segir Swarbrooke að Íslendingar ættu ekki einungis að einblína á þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins árlega, held- ur eigi einnig að reyna að hámarka þjónustu við þá og auka þannig tekj- urnar. „Íslendingar ættu að reyna að nýta sér slæmt gengi krónunnar á meðan það varir, því nú er landið orðið viðráðanlegt fyrir fjölda fólks sem hafði áður ekki haft efni á að koma hingað.“ - sm Íslensk matreiðsla í mikilli sókn HRÍFST AF ÍSLANDI John Swarbrooke, ferðamálaprófessor við César Ritz í Sviss, segist vera heillaður af íslenskum vetri. MYND/HELGI KRISTJÁNSSON > BYRJAÐI SNEMMA Leikkonan Gwyneth Paltrow, sem fer með hlutverk í stór- myndinni Iron Man 2, segist njóta þess að drekka hanastél eftir erfiðan dag í vinnunni. „Ég elska martinni. Ég lærði að blanda martini þegar ég var sex ára gömul. Pabbi bað mig oft um að blanda handa sér hanastél.“ DAGSKRÁ: Fimmtudagur 20. maí TÆKNIN ER HEIT – Hagnýt varmafræði, orka og vélar* William S. Harvey Stofa: V1.12 Orkutæknistofa Þriðjudagur 25. maí SAMSPIL Í HÖNNUN – Arkitektúr og burðarvirkjahönnun* Björn Guðbrandsson Stofa: V1.02 BETELGÁS Miðvikudagur 26. maí RAFMÖGNUÐ ENDURHÆFING – Raförvun við endurhæfingu fingra Arna Óskarsdóttir og Dröfn Svanbjörnsdóttir Stofa: V1.02 BETELGÁS Fimmtudagur 27. maí UMHVERFISVÆNT FORSKOT – Samnýting rafbíla við HR* Hlynur Stefánsson Stofa: V1.12 Orkutæknistofa Föstudagur 28. maí Á KAFI Í TÆKNINNI – Sjálfvirkur kafbátur* Jón Guðnason Stofa: V2.09 Rafeinda- og stýritæknistofa ALLIR VELKOMNIR! * Verkefni styrkt af Samtökum iðnaðarins Erindi verða flutt kl. 12:00 – 12:30 alla dagana. VERKIN TALA TÆKNI- OG VERKFRÆÐIDEILD HR Fyrirlestraröð Í byrjun árs 2009 veittu Samtök iðnaðarins Háskólanum í Reykjavík rausnarlegan styrk til að þróa kennslu í hagnýtum námskeiðum þar sem hugvit og verkvit vinna saman. Undir yfirskriftinni „Verkin tala“ verða nú kynnt ýmis áhugaverð verkefni sem nemendur í verkfræði og tæknifræði hafa unnið á námskeiðum sem nutu styrks SI. 20. – 28. maí í Háskólanum í Reykjavík √ Öldungarnir í Rolling Stones hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að trommarinn Charlie Watts sé ekki hætt- ur í hljómsveitinni. Áströlsk vefsíða greindi frá því á dög- unum að Watts væri hættur – en þetta er í annað skipti á nokkrum mánuðum sem því er haldið fram. Watts var fljótur að bera söguna til baka í fyrra skiptið og jafnvel fljótari nú. „Við viljum gera öllum ljóst að þrátt fyrir skáldaðar frétt- ir um brotthvarf trommar- ans Charlie Watts úr Roll- ing Stones þá hefur hann ekki yfirgefið hljómsveit- ina,“ kemur fram í yfirlýsing- unni. „Það er verið að taka viðtal við Charlie til að kynna nýjasta verkefni Rolling Sto- nes; heimildarmyndina Exile. Svo eru strákarnir að fara að fagna því að vera komnir á toppinn í Bretlandi.“ Platan Exile on Main Street, sem var endurútgefin í tilefni myndarinnar Exile, er komin á toppinn í Bretlandi – hátt í 40 árum eftir að hún kom út. Það hlýtur að teljast góður árangur hjá hljómsveit sem er með samanlagðan starfsaldur á við aldur Gamla testaments- ins. - afb Neita að Watts sé hættur í Stones EKKI HÆTTUR Strákarnir í Rolling Stones neita að trommarinn Charlie Watts sé hættur.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.