Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 54
26 25. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is 17 DAGAR Í HM Í rekstri fyrirtækja skipta sendingar miklu máli. Það skiptir máli að sendingar skili sér á réttum tíma, að innihald þeirra sé í óaðfinnanlegu ástandi og hægt sé að rekja þær. Þá er gott að að nýta sér víðfeðmt dreifikerfi og reynslu Póstsins. Allt starf Póstsins miðar að því að veita viðskiptavinum betri þjónustu, lágmarka kostnað og hámarka skilvirkni. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 0 – 0 5 5 4 www.postur.is Vörudreifing Póstsins getur hjálpað þínu fyrirtæki að hagræða Hafðu samband við söludeild í síma 580 1090 eða á sala@postur.is og kynntu þér hvernig Pósturinn getur aðstoðað þig við að koma sendingum til skila á besta mögulega hátt. Parketlakk Ný vara á góðu verði Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Allir þjálfarar sem hafa gert lið að heimsmeisturum hafa verið að þjálfa landa sína. Þetta þýðir að ef Ítalinn Fabio Capello ætlar að gera Englendinga að heimsmeisturum á HM í Suður-Afríku í sumar þá þarf hann að brjóta blað í sögu keppninnar. Þjálfarar Argentínu (Diego Maradona), Þýskalands (Joachim Löw), Hollands (Bert van Marwijk), Ítalíu (Marcello Lippi), Brasilíu (Dunga), Portúgals (Carlos Queiroz) og Spánar (Vicente del Bosque) eru hins vegar allir sömu þjóðar og liðið þeirra. Leikmenn ÍBV hafa þurft að leggja mikið á sig undanfarnar vikur. Þar sem öskufall hefur aftrað samgöngum til og frá Vestmannaeyjum hafa leikmenn liðsins dvalið á föstu landi í nokkurn tíma. „Við höfum nýtt tímann vel til að æfa og slá hópnum saman,“ sagði þjálfari liðsins, Heimir Hallgrímsson, í gærmorgun þar sem hann sat í sólinni í Reykjavík og slappaði af fyrir leikinn gegn Haukum. „Við komumst heim daginn eftir leikinn gegn FH. Við tókum æfingu um morguninn, síðasta föstudag, og svo sigldi um hálft liðið heim. Það var frí á laugardaginn en svo fórum við með gúmmítuðru upp í fjöru til að komast til lands á sunnudaginn. Við þurftum að ná æfingu og þetta var bara nokkuð gaman,“ sagði Heimir glettinn og neitar því að nokkur hafi orðið sjóveikur. „Reyndar fannst mönnum þetta frekar frumlegur ferða- máti, sér í lagi stráknum sem kom frá Portsmouth. Honum fannst þetta skrítið. Sem er kannski eðlilegt þar sem menn hjá Portsmouth eru vanir því að ferðast með einkaþotum á alla sína leiki,“ sagði Heimir og hló við. Leikmenn liðsins æfðu í Reykjavík í gær og slöppuðu svo af saman í sólinni. Liðið ætti að vera orðið mjög samheldið og vikurnar koma sér kannski ágætlega fyrir liðið. Leikmenn liðsins eru auðvit- að ekki mikið saman yfir vetrartímann þar sem margir æfa í Eyjum en aðrir á fastalandinu. „Við áttum líka fína daga í Grindavík. Þar dvöldum við saman á gistiheimili í góðu yfirlæti. Albert Sævarsson markmaður er frá Grindavík og hann dró okkur að einhverri sjóvatnsgjá sem heitir Bjarnargjá. Albert sagði að það væri enginn maður með mönnum nema hann dýfði sér ofan í ísvatnið. Við gerðum það eðlilega,“ sagði Heimir og ekki er laust við að hrollur hafi farið um hann. „Það var svo kalt að við hefðum alveg eins getað farið í kvennaklefann eftir þetta, það hefði enginn séð neinn mun á okkur. Við fórum svo í Bláa lónið eftir þetta,“ sagði Heimir. ÆVINTÝRADAGAR HJÁ ÍBV: GERA ÞAÐ BESTA ÚR SÍNUM MÁLUM EFTIR SAMGÖNGUERFIÐLEIKA Á gúmmítuðru frá Eyjum til að ná æfingu HAUKAR 0-3 ÍBV 0-1 Matt Garner (17.) 0-2 Andri Ólafsson (19.) 0-3 Andri Ólafsson (74.) Vodafone-völlurinn, áhorf.: 852 Dómari: Þorvaldur Árnason (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–12 (6–7) Varin skot Daði 4 – Albert 6 Horn 4–4 Aukaspyrnur fengnar 13–16 Rangstöður 1–3 Haukar 4–4–2 Daði Lárusson 7 - Þórhallur Dan Jóhansson 3, Kristján Ó. Björnsson 5, Guðmundur Mete 5, Pétur Sæmundsson 3 (75. Kristján Óli Sigurðsson -) - Grétar Atli Grétarsson 4 (46. Úlfar Hrafn Pálsson 6), Guðjón P. Lýðsson 5, Hilmar T. Arnarsson 5, Sam Mantom 5 - Hilmar G. Eiðsson 7, Hilmar R. Emilsson 4 (46. Jónmundur Grétarsson 5). ÍBV 4–3–3 Albert Sævarsson 8 - James Hurst 7, Eiður A. Sigurbjörnsson 7, Rasmus Christiansen 7, Matt Garner 7 - Tony Mawejje 6, Andri Ólafsson 8 (77. Arnór Ólafss. -), Finnur Ólafsson 6 (81. Yngvi Borgþórs. -) Þórarinn Valdimarsson 5 (61. Ásgeir Ásg. 6) - Tryggvi Guðm. 6, Eyþór Helgi Birgisson 6. FÓTBOLTI „Við erum með sjö stig eftir fjóra útileiki. Það eru jafn mörg stig og við fengum á úti- velli allt síðasta sumar. Ég get því ekki verið annað en ánægð- ur,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir 3-0 sigur sinna manna á Haukum á Vodafone-vell- inum í gær. „Við erum mjög glað- ir og förum nú aftur til eyjunn- ar minnar grænu þar sem allt er orðið hreint og fínt á nýjan leik. Við hlökkum til að eiga smá törn fyrir höndum á heimavelli.“ Sigur ÍBV í gær var verðskuld- aður þó svo að Haukarnir hefðu vissulega fengið sín færi í leikn- um. Þeir komu boltanum þrívegis í stöng ÍBV-marksins og tókst þar að auki ekki að nýta sér liðsmun- inn eftir að Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður ÍBV, fékk að líta rauða spjaldið þegar 20 mínútur voru til leiksloka. „Ég var nú ekkert sérstaklega ánægður með leikinn sem slík- an,“ sagði Heimir. „Þetta var ekk- ert sérstakur fótboltaleikur. Það komu góðir kaflar inn á milli og við áttum nokkrar fínar sóknir. En þess á milli lentum við í þónokkr- um erfiðleikum.“ ÍBV skoraði tvö mörk með stuttu millibili snemma í fyrri hálfleik en þar voru Matt Garner og Andri Ólafsson að verki. Litlu munaði að það þriðja kæmi stuttu síðar er Andri átti skalla í slá. Eyjamenn bökkuðu eftir þetta og Haukar komu sér betur inn í leik- inn en án árangurs þó. Þriðja mark ÍBV kom seint í síðari hálfleik og gerði þá endanlega út um leikinn. Aftur var Andri þar að verki. „Mér fannst við alltaf líklegir til að skora í leiknum,“ sagði Andri Marteinsson, þjálfari Hauka. „Við fengum á okkur slysaleg mörk í fyrri hálfleik og vorum slakir – menn voru einfaldlega ekki að sinna vinnunni sinni. Þetta var betra í seinni hálfleik en það vant- aði markið.“ Varnarmenn ÍBV og Albert Sæv- arsson markvörður virkuðu allir mjög sannfærandi í leiknum og héldu Haukum í skefjum. „Við erum með alveg hrikalega flotta vörn og það er ástæðan fyrir því að við getum sótt fram á völl- inn. Þetta eru fljótir leikmenn og góðir að lesa leikinn. Svo hefur Albert verið frábær í markinu eftir fyrsta leikinn og við treyst- um þessum mönnum til að sjá um sóknarleik andstæðingsins,“ sagði Heimir. Andri sagði að þrátt fyrir að Haukar væru enn án sigurs í deild- inni væri ekki allt alsæmt. „Alls ekki. Í þessum fjórum leikjum höfum við átt tvo hálfleiki sem hafa valdið vonbrigðum. Ég er því ekki svartsýnn á framhaldið. Ég veit að það býr margt í þessu liði sem á eftir að koma betur í ljós. Menn þurfa að hafa meiri trú á því sem við erum að gera og þá kemur þetta.“ Andri Ólafsson átti stórleik á miðjunni hjá ÍBV en þegar vel gekk lögðu margir hönd á plóg í sóknarleiknum sem var á köflum stórhættulegur. Daði Lárusson bjargaði því sem hægt var í marki Haukanna en fyrir utan Hilmar Geir Eiðsson virtist lítill drifkraft- ur og frumkvæði í spili nýliðanna. eirikur@frettabladid.is Sælir með sjö stig aftur til Eyja ÍBV vann í gær sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla og er nú með sjö stig eftir fyrstu fjórar umferðirn- ar. Eyjamenn hafa leikið þessa fyrstu fjóra leiki sína á útivelli og fara sælir aftur til Eyja með stigin sjö. SÆLIR EYJAMENN Leikmenn ÍBV unnu góðan 3-0 sigur á Haukum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SETFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.