Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 11

Fréttablaðið - 25.05.2010, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. maí 2010 11 VIÐSKIPTI Hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur samið við fyrir- tækið Microgaming á Mön um sölu og mark- aðssetningu á leikjum til ríkislottóa. Í samningn- um felst að Bet- ware selur leiki Microgaming, sem er með stærstu leikja- framleiðendum í heimi. „Þetta er stór áfangi fyrir okkur enda erum við komnir í samstarf við þá sem eru bestir á sínu sviði,“ segir Árni Pétursson, markaðs- stjóri Betware. Betware þróar leiki fyrir ríkis- rekin lottó- og getraunafyrirtæki. Á meðal helstu viðskiptavina eru Íslenskar getraunir, danska ríkis- lottóið, spænska ríkislottóið og í Bresku Kólumbíu í Kanada. - jab Örugg borg byggir á vinnu og velferð Kynntu þér aðgerðaáætlunina okkar á xsreykjavik.is KOMUM VINNUFÚSUM HÖNDUM TIL VERKA! Biðraðirnar eftir matargjöfum hjá hjálparstofnunum eru merki um doðann í Ráðhúsinu. Atvinnuleysið eykst og hættan á stéttaskiptingu sömuleiðis. Við verðum að vekja þá krafta sem búa í borginni og takast á við verkefnin. Þess vegna skiptir þitt atkvæði miklu máli! Samfylkingin heitir því að • Verja metnaðarfullt skólastarf fyrir niðurskurði • Tryggja jöfn tækifæri allra barna til frístundastarfs • Beita öllum tiltækum ráðum til að skapa fl eiri störf Markmiðið er að auka öryggi á öllum sviðum borgarlífsins og koma í veg fyrir að grípa þurfi til gjaldskrár- eða skattahækkana. Við treystum á þitt atkvæði í þessari mikilvægu baráttu. Vekjum Reykjavík! VERJUM SKÓLASTARFIÐ OG TRYGGJUM ÖLLUM BÖRNUM ÓDÝRAR FRÍSTUNDIR Sú stefna a ð leik- og grunnskóla r rækti styrkleika hvers barn s hittir bein t í mark. B örnin eru mikilvæ gust og þa ð er sjálfsagðu r réttur að hvert þeirra fái a ð njóta sín til fulls. Lára Björg Björnsdót tir, sagnfræði ngur og pis tlahöfund ur LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu fann átta milljónir króna í tveimur aðskildum banka- hólfum í tengslum við rannsókn sína á kókaínmáli, þar sem reynt var að smygla þremur kílóum af mjög hreinu kókaíni í ferðatösk- um til landsins frá Spáni í síðasta mánuði. Í öðru hólfinu voru að auki skart- gripir sem gullsmiðir hafa verð- metið á rúmar tvær milljónir. Um var að ræða hringa og annað skart. Munirnir voru fáir en fokdýrir. Ekki er talið að um þýfi sé að ræða. Sex manns sitja nú í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti á föstudag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum. Þeir skulu sitja inni til 18. júní. Sá fimmti situr í gæsluvarð- haldi til 11. júní að minnsta kosti. Sá sjötti er í gæsluvarðhaldi á Suð- urnesjum, úrskurðaður til 4. júní. Rannsókn málsins er nokkuð umfangsmikil en hún snýst í raun um tvær tilraunir til innflutn- ings á kókaíni. Í öðru tilvikinu var afhendingu fíkniefnanna fylgt eftir, það er frá því að svokallað meint burðardýr kom því í hendur viðtakenda. Rannsóknin miðar jafnframt að því að tengja málin við önnur sem upp hafa komið, bæði hérlendis og erlendis, þar sem Íslendingar hafa komið við sögu. Vegna þessa hefur Europol haft aðkomu að málinu. Það var helgina 10. til 11. apríl sem lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu handtók fyrstu fimm mennina vegna málsins. Maður og kona voru svo handtekin vegna málsins á Keflavíkurflugvelli á sama tíma- bili. Einn karlmaður til viðbótar var svo handtekinn nokkru síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald. -jss Lögreglan fann átta milljónir og skartgripi í bankahólfum sem tengjast rannsókn á eiturlyfjasmygli: Europol aðstoðar við rannsókn kókaínmálsins Í VARÐHALDI Gæsluvarðhald var fram- lengt yfir fjórum mönnum á föstudag. ÁRNI PÉTURSSON Betware semur á Mön: Selur leiki frá Microgaming STJÓRNSÝSLA Bankasýsla ríkis- ins, sem flutt er í Borgartún 3 í Reykjavík, hefur opnað nýja heimasíðu, www.bankasysla.is. Í tilkynningu er bent á að upp- lýsingastefna Bankasýslunnar kveði á um að lögð sé rík áhersla á gagnsæi í ákvarðanatöku, en liður í að byggja upp traust á fjár- málakerfinu á nýjan leik felist í því að tryggja virka upplýsinga- miðlun til almennings. „Banka- sýsla ríkisins mun á heimasíðu sinni veita upplýsingar um stefnu sína og störf,“ segir þar. - óká Ný heimasíða og stefna: Áhersla lögð á aukið gagnsæi FÓLK Símaskráin fyrir árið 2010 kom út á föstudag. Símaskráin inniheldur nú um 400 þúsund símanúmer. Hana má nálgast í verslunum og á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, og hjá Póst- inum á landsbyggðinni. Forsíðu símaskrárinnar prýðir mynd úr minningabók frá árinu 1971, þar sem stendur „Mundu mig – ég man þig.“ Verkið er eftir þær Önnu Ingólfsdóttur rithöf- und og Elísabetu Brynhildardótt- ur myndlistarkonu. Þær sigr- uðu í samkeppninni með þemanu Ísland í jákvæðu ljósi. - þeb 400 þúsund símanúmer: Símaskráin komin út DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að brjóta glas á höfði annars manns. Manninum er gefið að sök að hafa slegið hinn í höfuðið með glerglasi á Akureyri. Fórnar- lambið fékk skurð á höfuðið. Þess er krafist að árásarmað- urinn verði dæmdur til greiðslu miskabóta að upphæð ríflega 200 þúsund krónur. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á annan mann á Akureyri, misþyrmt honum og nefbrotið hann. - jss Hættulegar líkamsárásir: Gekk í skrokk á tveim mönnum Sýknaður af kynferðisbroti Karlmaður hefur verið sýknaður í héraðsdómi af kynferðisbroti gagnvart konu. Honum var gefið að sök að hafa farið óboðinn inn í svefnherbergi hennar og haft í frammi kynferðislega tilburði við hana. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði farið óboðinn inn í herbergi stúlkunnar. DÓMSTÓLAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.