Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 24
 25. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● eurovision Áfram Ísland! ● Íslendingar eru vongóðir um sigur í hvert sinn sem lag þeirra keppir á móti evrópsku systurþjóðunum í Eurovision, en árangur er ekki alltaf í samræmi við sigurvissuna. 2009 Is It True í flutningi Jóhönnu Guðrúnar lenti í 2. sæti. Vinningslagið var Fairytale með Alexander Rybak frá Noregi. 2008 This Is My Life í flutningi Eurobandsins. Lagið lenti í 14. sæti. Vinningslag ársins var Believe frá Rússlandi. 2007 Valentine Lost í flutningi Eiríks Haukssonar. Lagið komst ekki upp úr undankeppni. Vinningslag ársins var Molitva frá Serbíu. 2006 Congratulation í flutningu Silvíu Nóttar. Komst ekki áfram í aðalkeppnina. Vinningslagið var Hard Rock Hallelujah með finnsku hljómsveitinni Lordi. 2005 If I Had Your Love í flutningi Selmu Björnsdóttur. Komst ekki áfram í aðalkeppnina. Vinningslagið var My Number One frá Grikklandi. 2004 Heaven í flutningi Jónsa í Svörtum fötum. Lagið lenti í 19. sæti. Vinningslag ársins var Wild Dances með Ruslönu frá Úkraínu. 2003 Open Your Heart í flutningi Birgittu Haukdal. Lagið lenti í 9. sæti. Vinningslag ársins var Everyway that I Can frá Tyrklandi. 2002 Ísland situr heima vegna lélegs árangurs árið á undan. Vinningslag ársins var I Wanna frá Lettlandi. 2001 Angel í flutningi Two Tricky (Kristján Gíslason og Gunnar Ólason). Lagið lenti í síðasta sæti með Noregi. Vinningslag ársins var Everybody frá Eistlandi. 2000 Tell Me í flutningi Einars Ágústs Víðissonar og Telmu Ágústsdóttur. Lagið lenti í 12. sæti. Vinningslag ársins var Fly on the Wings of Love með Olsen-bræðrum frá Danmörku. 1999 All out of Luck í flutningi Selmu Björnsdóttur. Lagið lenti í 2. sæti. Vinn- ingslag ársins var Take Me to Your Heaven frá Svíþjóð. 1998 Ísland situr heima vegna lélegs gengis árið áður. 1997 Minn hinsti dans í flutningi Páls Óskars Hjálmtýs- sonar. Lagið lenti í 20. sæti. Vinningslag ársins var Love Shine a Light með Katrina & tha Waves frá Bretlandi. 1996 Sjúbidú í flutningi Önnu Mjallar Ólafsdóttur. Lagið lenti í 13. sæti. Vinningslag ársins var The Voice frá Írlandi. 1995 Núna í flutningi Björgvins Halldórssonar. Lagið lenti í 15. sæti. Vinningslag ársins var Nocturne frá Noregi. 1994 Nætur í flutningi Siggu Beinteins. Lagið lenti í 12. sæti. Vinningslag ársins var Rock ´n‘ Roll Kids frá Írlandi. 1993 Þá veistu svarið í flutningi Ingibjörgu Stefánsdóttur. Lagið lenti í 13. sæti. Vinningslag ársins var In Your Eyes frá Írlandi. 1992 Nei eða Já í flutningi Sigrúnu Evu og Siggu Beinteins. Lagið lenti í 7. sæti. Vinningslag ársins Why Me? með Johnny Logan frá Írlandi. 1991 Nína í flutningi Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar. Lagið lenti í 15. sæti. Vinningslag ársins var Fångad Av En Stormvind með Carolu frá Svíþjóð. 1990 Eitt lag enn í flutningi Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar. Lagið lenti í 4. sæti. Vinningslag ársins var Insieme: 1992 frá Ítalíu. 1989 Það sem enginn sér í flutningi Daníels Ágústs Haraldssonar. Lagið lenti í neðsta sæti. Vinningslag ársins var Rock Me frá Júgóslavíu. 1988 Sókrates í flutningi Stefáns Hilmarssonar og Sverris Stormskers. Lagið lenti í 16. sæti. Vinningslag ársins var Ne partez pas sans moi með Celine Dion frá Sviss. 1987 Hægt og hljótt í flutningi Höllu Margrétar Árnadóttur. Lagið lenti í 16. sæti. Vinn- ingslag ársins var Mit liv frá Noregi. 1986 Gleðibankinn í flutningi Pálma Gunnarssonar, Helgu Möller og Eiríks Haukssonar. Lagið lenti í 16. sæti. Vinningslag ársins var J‘aime la vie með Söndru Kim frá Belgíu. Íslenski Eurovision-hópurinn treystir fyrst og fremst á æf- ingar og eigið ágæti í kvöld og lætur hjátrú lönd og leið. Íslensku Eurovision-fararnir hafa verið við æfingar í Ósló í á aðra viku en nú er stóra stundin runnin upp. Fréttablaðið náði tali af Heru Björk Þórhallsdóttur, lagahöfund- inum Örlygi Smára og bakradda- söngvaranum Kristjáni Gíslasyni á dögunum og forvitnaðist um hvort þau gerðu eitthvað sérstakt til að tryggja gott gengi á sviðinu. „Ég er laus við alla hjátrú og trúi bara á sjálfa mig,“ segir Hera Björk. „Ég passa hins vegar vel upp á að hvíla mig áður en ég kem fram og reyni að vera með hausinn á herðunum.“ Hera segist þó yfir- leitt reyna að eiga smá stund með sjálfri sér áður en hún stígur á svið. „Þá fer ég svona pínulítið inn í mig og rifja upp af hverju ég er þar sem ég er og fókusera á það hvað ég er að fara að gera.“ Kristjáns segist ekki heldur vera hjátrúarfullur. „Við reynum bara að minnka grínið nokkrum mínútum áður en við förum inn á svið. Norð- mennirnir eru síðan svo pottþétt- ir og með öll tækniatriði á hreinu svo ég hef ekki nokkrar áhyggjur af þessu.“ Örlygur Smári er lítið hjátrúar- fullur eins og félagar hans. „Þetta snýst bara um að vera vel undirbú- in. Við höfum verið að æfa á hverj- um degi og var Sigga Beinteins svo góð að lána okkur aðstöðu í söng- skólanum sínum Toneart í Asker. Atriðið er því orðið vel rútínerað og það tekur mesta taugatitringinn úr okkur.“ En áttu einhvern lukku- grip? „Já, reyndar. Þegar ég fór til Serbíu árið 2008 var dóttir mín búin að útbúa óskastein sem ég var með í vasanum. Ég fann hann ekki núna en verð með hann í huganum og vona að það virki,“ segir Örlygur. Je ne sais quoi er þriðja lag Ör- lygs Smára í Eurovision og segir hann alltaf jafn gaman að taka þátt í keppninni. „Maður fer inn í ein- hvers konar Eurovision-blöðru og það er alltaf jafn gaman að kynn- ast og fylgjast með þátttakendum frá öðrum löndum.“ Örlygur segir sérstaklega ánægjulegt að fá að taka þátt í keppni sem er svo nærri heimahögunum og að öryggisgæsl- an sé mun minni í Noregi en hann hafi áður þurft að venjast. „Við göngum hérna um alveg pollróleg og höfum fengið frábærar viðtökur hvert sem við komum.“ En eru einhver lög í uppáhaldi í keppninni í ár? „Ég hef gaman af flestum en á mismunandi hátt. Sum eru skemmtilega góð en önnur skemmtilega vond og það er nú sjarminn við þetta. Ég hef þó mest gaman af lögunum frá Norður- löndum og Vestur-Evrópu en tengi minna við lögin frá Austur-Evrópu.“ - ve, jma Eru laus við alla hjátrú Íslenski hópurinn er til í slaginn enda hafa æfingarnar gengið eins og í sögu. ●POPPARAR Í EUROVISION Ein af skemmtilegustu sögunum sem komist hafa á kreik í kringum Euro- vision-keppnina í gegnum tíðina er sú að breski söngvarinn Morrissey, sem öðlaðist heimsfrægð í hljómsveit- inni The Smiths áður en hann sneri sér að farsælum sólóferli, hefði verið hársbreidd frá því að semja keppnislag Bretlands í Eurovision árið 2007. Morrissey lýsti því yfir í viðtali að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með framlag Bretlands árið 2006 og undraðist hvers vegna forráðamenn forkeppninnar hefðu ekki beðið hann um að semja lag. Fljótlega í kjölfarið fóru af stað sögur þess efnis að sjónvarpsstöðin BBC væri í viðræðum við söngvarann um þátttöku hans en ekkert í þá veru fékkst staðfest hjá Morrissey sjálfum, enda maðurinn dulur með afbrigðum. Síðar var haft eftir ónafn- greindum heimildarmanni innan BBC að Morrissey hefði haft mikinn áhuga á verkefninu en sætti sig þó ekki við að taka þátt í forkeppni eins og lenskan er á þeim bænum. Hvort eitthvað sé til í þessum sögum skal ósagt látið en lagið sem talið er að Morrissey hafi samið með Eurovision í huga, I‘m Throwing My Arms Around Paris, kom út á smáskífu á síðasta ári og hefði vafalaust gert góða hluti í keppninni. Áður höfðu gengið sögusagn- ir að sveitungar Morrissey frá Manchester, Gallagher-æringjarnir í Oasis, hefðu samið lagið All Around the World af plötunni Be Here Now fyrir Eurovision. Gallagher-bræðurnir neituðu þeim orðrómi stað- fastlega, enda um mikla töffara að ræða. OasisMorrissey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.