Fréttablaðið - 25.05.2010, Blaðsíða 24
25. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● eurovision
Áfram Ísland!
● Íslendingar eru vongóðir um sigur í hvert sinn sem lag
þeirra keppir á móti evrópsku systurþjóðunum í Eurovision,
en árangur er ekki alltaf í samræmi við sigurvissuna.
2009 Is It True í flutningi Jóhönnu Guðrúnar lenti í 2.
sæti. Vinningslagið var Fairytale með Alexander
Rybak frá Noregi.
2008 This Is My Life í flutningi Eurobandsins. Lagið
lenti í 14. sæti. Vinningslag ársins var Believe frá
Rússlandi.
2007 Valentine Lost í flutningi Eiríks Haukssonar. Lagið
komst ekki upp úr undankeppni. Vinningslag
ársins var Molitva frá Serbíu.
2006 Congratulation í flutningu Silvíu Nóttar. Komst
ekki áfram í aðalkeppnina. Vinningslagið var Hard
Rock Hallelujah með finnsku hljómsveitinni Lordi.
2005 If I Had Your Love í flutningi Selmu Björnsdóttur.
Komst ekki áfram í aðalkeppnina. Vinningslagið
var My Number One frá Grikklandi.
2004 Heaven í flutningi Jónsa í Svörtum fötum. Lagið
lenti í 19. sæti. Vinningslag ársins var Wild Dances
með Ruslönu frá Úkraínu.
2003 Open Your Heart í flutningi Birgittu Haukdal.
Lagið lenti í 9. sæti. Vinningslag ársins var
Everyway that I Can frá Tyrklandi.
2002 Ísland situr heima vegna lélegs árangurs árið á undan. Vinningslag
ársins var I Wanna frá Lettlandi.
2001 Angel í flutningi Two Tricky (Kristján Gíslason og Gunnar Ólason). Lagið
lenti í síðasta sæti með Noregi. Vinningslag ársins var Everybody frá
Eistlandi.
2000 Tell Me í flutningi Einars Ágústs Víðissonar og Telmu Ágústsdóttur.
Lagið lenti í 12. sæti. Vinningslag ársins var Fly on the Wings of Love
með Olsen-bræðrum frá Danmörku.
1999 All out of Luck í flutningi Selmu Björnsdóttur. Lagið lenti í 2. sæti. Vinn-
ingslag ársins var Take Me to Your Heaven frá Svíþjóð.
1998 Ísland situr heima vegna lélegs gengis árið áður.
1997 Minn hinsti dans í flutningi Páls Óskars Hjálmtýs-
sonar. Lagið lenti í 20. sæti. Vinningslag ársins var
Love Shine a Light með Katrina & tha Waves frá
Bretlandi.
1996 Sjúbidú í flutningi Önnu Mjallar Ólafsdóttur.
Lagið lenti í 13. sæti. Vinningslag ársins var The
Voice frá Írlandi.
1995 Núna í flutningi Björgvins Halldórssonar. Lagið
lenti í 15. sæti. Vinningslag ársins var Nocturne
frá Noregi.
1994 Nætur í flutningi Siggu Beinteins. Lagið lenti í 12. sæti. Vinningslag
ársins var Rock ´n‘ Roll Kids frá Írlandi.
1993 Þá veistu svarið í flutningi Ingibjörgu Stefánsdóttur. Lagið lenti í 13.
sæti. Vinningslag ársins var In Your Eyes frá Írlandi.
1992 Nei eða Já í flutningi Sigrúnu Evu og Siggu Beinteins. Lagið lenti í 7.
sæti. Vinningslag ársins Why Me? með Johnny Logan frá Írlandi.
1991 Nína í flutningi Stefáns Hilmarssonar og
Eyjólfs Kristjánssonar. Lagið lenti í 15.
sæti. Vinningslag ársins var Fångad Av En
Stormvind með Carolu frá Svíþjóð.
1990 Eitt lag enn í flutningi Siggu Beinteins og
Grétars Örvarssonar. Lagið lenti í 4. sæti.
Vinningslag ársins var Insieme: 1992 frá
Ítalíu.
1989 Það sem enginn sér í flutningi Daníels Ágústs Haraldssonar. Lagið lenti í
neðsta sæti. Vinningslag ársins var Rock Me frá Júgóslavíu.
1988 Sókrates í flutningi Stefáns Hilmarssonar og Sverris Stormskers. Lagið
lenti í 16. sæti. Vinningslag ársins var Ne partez pas sans moi með
Celine Dion frá Sviss.
1987 Hægt og hljótt í flutningi Höllu Margrétar
Árnadóttur. Lagið lenti í 16. sæti. Vinn-
ingslag ársins var Mit liv frá Noregi.
1986 Gleðibankinn í flutningi Pálma
Gunnarssonar, Helgu Möller og
Eiríks Haukssonar. Lagið lenti í
16. sæti. Vinningslag ársins var
J‘aime la vie með Söndru Kim
frá Belgíu.
Íslenski Eurovision-hópurinn
treystir fyrst og fremst á æf-
ingar og eigið ágæti í kvöld og
lætur hjátrú lönd og leið.
Íslensku Eurovision-fararnir hafa
verið við æfingar í Ósló í á aðra
viku en nú er stóra stundin runnin
upp. Fréttablaðið náði tali af Heru
Björk Þórhallsdóttur, lagahöfund-
inum Örlygi Smára og bakradda-
söngvaranum Kristjáni Gíslasyni á
dögunum og forvitnaðist um hvort
þau gerðu eitthvað sérstakt til að
tryggja gott gengi á sviðinu.
„Ég er laus við alla hjátrú og
trúi bara á sjálfa mig,“ segir Hera
Björk. „Ég passa hins vegar vel
upp á að hvíla mig áður en ég kem
fram og reyni að vera með hausinn
á herðunum.“ Hera segist þó yfir-
leitt reyna að eiga smá stund með
sjálfri sér áður en hún stígur á svið.
„Þá fer ég svona pínulítið inn í mig
og rifja upp af hverju ég er þar sem
ég er og fókusera á það hvað ég er
að fara að gera.“
Kristjáns segist ekki heldur vera
hjátrúarfullur. „Við reynum bara að
minnka grínið nokkrum mínútum
áður en við förum inn á svið. Norð-
mennirnir eru síðan svo pottþétt-
ir og með öll tækniatriði á hreinu
svo ég hef ekki nokkrar áhyggjur
af þessu.“
Örlygur Smári er lítið hjátrúar-
fullur eins og félagar hans. „Þetta
snýst bara um að vera vel undirbú-
in. Við höfum verið að æfa á hverj-
um degi og var Sigga Beinteins svo
góð að lána okkur aðstöðu í söng-
skólanum sínum Toneart í Asker.
Atriðið er því orðið vel rútínerað
og það tekur mesta taugatitringinn
úr okkur.“ En áttu einhvern lukku-
grip? „Já, reyndar. Þegar ég fór til
Serbíu árið 2008 var dóttir mín búin
að útbúa óskastein sem ég var með
í vasanum. Ég fann hann ekki núna
en verð með hann í huganum og
vona að það virki,“ segir Örlygur.
Je ne sais quoi er þriðja lag Ör-
lygs Smára í Eurovision og segir
hann alltaf jafn gaman að taka þátt
í keppninni. „Maður fer inn í ein-
hvers konar Eurovision-blöðru og
það er alltaf jafn gaman að kynn-
ast og fylgjast með þátttakendum
frá öðrum löndum.“ Örlygur segir
sérstaklega ánægjulegt að fá að
taka þátt í keppni sem er svo nærri
heimahögunum og að öryggisgæsl-
an sé mun minni í Noregi en hann
hafi áður þurft að venjast. „Við
göngum hérna um alveg pollróleg
og höfum fengið frábærar viðtökur
hvert sem við komum.“
En eru einhver lög í uppáhaldi
í keppninni í ár? „Ég hef gaman
af flestum en á mismunandi hátt.
Sum eru skemmtilega góð en önnur
skemmtilega vond og það er nú
sjarminn við þetta. Ég hef þó mest
gaman af lögunum frá Norður-
löndum og Vestur-Evrópu en tengi
minna við lögin frá Austur-Evrópu.“
- ve, jma
Eru laus við alla hjátrú
Íslenski hópurinn er til í slaginn enda hafa æfingarnar gengið eins og í sögu.
●POPPARAR Í EUROVISION Ein af skemmtilegustu sögunum sem komist hafa á kreik í kringum Euro-
vision-keppnina í gegnum tíðina er sú að breski söngvarinn Morrissey, sem öðlaðist heimsfrægð í hljómsveit-
inni The Smiths áður en hann sneri sér að farsælum sólóferli, hefði verið hársbreidd frá því að semja keppnislag
Bretlands í Eurovision árið 2007.
Morrissey lýsti því yfir í viðtali að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með framlag Bretlands árið 2006
og undraðist hvers vegna forráðamenn forkeppninnar hefðu ekki beðið hann um að semja lag. Fljótlega í kjölfarið
fóru af stað sögur þess efnis að sjónvarpsstöðin BBC væri í viðræðum við söngvarann um þátttöku hans en ekkert
í þá veru fékkst staðfest hjá Morrissey sjálfum, enda maðurinn dulur með afbrigðum. Síðar var haft eftir ónafn-
greindum heimildarmanni innan BBC að Morrissey hefði haft mikinn áhuga á verkefninu en sætti sig þó ekki við
að taka þátt í forkeppni eins og lenskan er á þeim bænum. Hvort eitthvað sé til í þessum sögum skal ósagt látið
en lagið sem talið er að Morrissey hafi samið með Eurovision í huga, I‘m Throwing My Arms Around Paris, kom
út á smáskífu á síðasta ári og hefði vafalaust gert góða hluti í
keppninni.
Áður höfðu gengið sögusagn-
ir að sveitungar Morrissey frá
Manchester, Gallagher-æringjarnir í
Oasis, hefðu samið lagið All Around the World
af plötunni Be Here Now fyrir Eurovision.
Gallagher-bræðurnir neituðu þeim orðrómi stað-
fastlega, enda um mikla töffara að ræða. OasisMorrissey