Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2010, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 03.06.2010, Qupperneq 64
44 3. júní 2010 FIMMTUDAGUR LJÓTU HÁLFVITARNIR Ljótu hálfvitarnir hafa æft grimmt að undanförnu fyrir tvenna útgáfutónleika sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Grallararnir í Ljótu hálfvit- unum hafa sent frá sér sína þriðju plötu. Rétt eins og fyrri plöturnar heitir hún ekki neitt og er auk þess keimlík hinum tveimur í útliti. Ljótu hálfvitarnir hafa undan- farin ár verið með vinsælustu ballhljómsveitum landsins og hafa þær vinsældir endurspegl- ast í plötusölunni. Fyrsta platan seldist í rúmlega 4.000 eintökum og sú næsta á eftir, sem hafði að geyma slagarann Lukkutröllið, seldist örlítið minna. „Hún er rokkaðri en síð- asta plata, ef eitthvað er,“ segir Ármann Guðmundsson, einn af hálfvitunum níu, um nýjasta afkvæmið. „Síðasta plata var voða fínpússuð en þessi er gróf- gerðari. Við unnum með öðrum upptökustjóra, Flex Árnasyni. Okkur langaði að prófa eitt- hvað nýtt og athuga hvernig við myndum hljóma með einhverj- um öðrum. Við lítum alla vega þannig á að þessi leikflétta hafi gengið upp hjá okkur.“ Partílagið Gott kvöld er þegar farið að heyrast í útvarpinu og gefur tóninn fyrir sumarið, þar sem sungið er um samkvæmi sem fer aðeins úr böndunum. Annars eru yrkisefni hálfvitanna á svip- uðum slóðum og áður: Gleði, bjór, konur, dans og ást. Meira að segja hafið kemur við sögu, enda þykja hálfvitarnir flinkir í sjómanna- lögum. Þriggja manna brasssveit setur svip á nokkur lög á plötunni, gestatrommarar líta við og efni- leg söngkona að norðan, Halla Marín Hafþórsdóttir, syngur með í einu lagi. KK kemur síðan við sögu í tveimur lögum þar sem hann syngur, spilar á gítar og blæs í munnhörpu af sinni alkunnu snilld. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum. Tvö voru samin í æfinga- búðum í Borgarfirði en Hafið blátt var samið á níunda ára- tugnum af Ármanni og Þorgeiri Tryggvasyni. „Við grófum upp gamalt lag sem við aldursforsetarnir tveir sömdum á sokkabandsárum okkar. Þetta er elsta lagið á plöt- unni,“ segir Ármann. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikahaldi í sumar. Fyrst verða útgáfutónleikar í Íslensku óperunni á laugardaginn og viku síðar halda Ljótu hálfvitarnir aðra útgáfutónleika í Ýdölum í Aðaldal. freyr@frettabladid.is NÝ LEIKFLÉTTA HÁLFVITANNA Hönnunarmerkið E-Label verður fáan- legt í verslunum TopShop í Kringlunni og Smáralind frá og með deginum í dag. Af því tilefni verður efnt til veislu í verslun- inni TopShop í Kringlunni klukkan 18.00 í kvöld og verður ný sumarlína E-Label frumsýnd við sama tækifæri. „Samstarf okkar við TopShop í Lond- on hefur gengið vonum framar og þess vegna fannst okkur kjörið að hefja einnig samstarf við TopShop hér á landi,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, önnur eigenda E- Label. Að sögn Ástu hefur gengi E-Label í TopShop í London verið afar gott og hefur merkið alltaf náð þeim sölumark- miðum sem því eru sett. „Af öllum þeim hönnuðum sem fengu inni á sama tíma, er E-Label eina merkið sem er enn eftir og við erum að sjálfsögðu mjög stolt yfir því.“ Ásta segist einnig hafa verið að skoða þann möguleika að hefja sölu á vörum E-Label í Þýskalandi innan skamms, en það á eftir að skýrast betur síðar. Í veislunni í kvöld verður sérstakur Volcano kjóll frá E-label frumsýndur, en hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir hannaði línuna og var hún innblásin af gosinu í Eyjafjallajökli. Auk þess mun DJ Natalie leika ljúfa tóna, en þess má geta að hún er andlit nýrrar haustlínu E-label ásamt þremur öðrum föngulegum konum. Veislan hefst klukkan 18.00 og stendur til klukkan 20.00. - sm E-Label í TopShop á Íslandi ÁNÆGÐAR MEÐ ÁRANGURINN Ásta Kristj- ánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir, eigendur E-Label, hlakka til samstarfsins við TopShop hér á landi. Ómar Ómar, forsvarsmaður net- varpsstöðvarinnar Rás 3, hefur undirritað samkomulag við STEF um leyfi til netvarpssendinga. Þetta er í fyrsta sinn sem samningur sem þessi er gerður við netvarpsstöð hérlendis. „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er stórt skref sem verður ekki tekið til baka. Þetta er komið til að vera,“ segir Ómar Ómar. Hugmyndin á bak við Rás 3 hefur legið lengi í loft- inu. Það er að frumkvæði TFA ehf. (Tími fyrir aðgerðir) sem hún er loksins komin í framkvæmd. Ekki er um hefðbundnar FM-útsending- ar að ræða. Dreifing um Netið hefur ótakmarkað dreifikerfi og nú þegar símar og önnur jaðartæki hafa aðgang að 3G-neti er hægt að hlusta á Rás 3 nánast hvar og hvenær sem er í gegnum síðuna Rás3.is. Eftir undirritun samningsins verður meiri dagskrárgerð sett í gang á stöðinni, sem hingað til hefur verið með einn vikulegan þátt, RVK Underground, auk þess sem stans- laus tónlist hefur fengið að hljóma. Mikil áhersla verður lögð á að virkja hlustendur stöðvarinnar með notk- un ýmissa samfélaga á Netinu auk þess sem allt upptekið efni verður aðgengilegt til hlustunar eftir á. Alls konar tónlist verður spiluð á stöðinni, ekki bara hipp hopp held- ur líka rokk og popp. „Þetta verður ekki froðupoppsstöð. Við leggjum mikla áherslu á að virkja tónlistar- menninguna. Það er mikið af góðri tónlist sem hefur ekki verið spiluð á Íslandi í mörg ár,“ segir Ómar. - fb Segir Rás 3 komna til að vera SAMNINGUR Í HÖFN Ómar Ómar handsalar samninginn við Gunnar Stefánsson, innheimtustjóra Stefs um leyfi til netvarpssendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > VILL AÐSTOÐA Leikstjórinn James Cameron sem sló rækilega í gegn með kvikmyndunum Titanic og Avat- ar hefur boðið fram aðstoð sína við að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa. Cameron á hátæknilegan kaf- bát sem hann notaði meðal annars við tökur á Titanic og hefur boðist til að lána bátinn í aðgerðirnar. folk@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.