Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 2

Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 2
2 19. júní 2010 LAUGARDAGUR „Elín, skutuð þið yfir markið í Orðaleit Vikunnar?“ Nei, ég held að þetta hafi verið beint í mark. Finna má setninguna „Jón Gnarr verður skotinn“ í Orðaleit nýjasta tölublaðs Vikunnar. Elín Arnar, ritstjóri Vikunnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær nýjan borgarstjóra ekki hafa ástæðu til að óttast þessi duldu skilaboð. KIRGISISTAN Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að milljón manns geti þurft á aðstoð að halda vegna óeirðanna í Kirgisistan. Um þriðjungur þeirra verði líklega flóttamenn frá landinu. Rosa Otunbajeva, bráðabirgðaforseti landsins, segist óttast að átökin hafi kostað um tvö þúsund manns lífið, þótt opinbert mat á mannfalli hafi í gær verið að rúmlega tvö hundruð manns hafi látist. Reglulegt flug á vegum Sameinuðu þjóð- anna með hjálpargögn til landsins hefst nú um helgina. Þeir sem flosnað hafa upp frá heimilum sínum vegna átakanna þurfa helst á matvælum, vatni, lyfjum og húsaskjóli að halda. Otunbajeva flaug í gærmorgun með þyrlu til Osh, 250 þúsund manna borgar þar sem átökin hófust í síðustu viku. Að hluta til hefur borgin verið lögð í rúst. Þar voru að verki ungir Kirgisar, sem brenndu niður hús Úsbeka og réðust á fyrirtæki í eigu Úsbeka. - gb Óttast að óeirðirnar í Kirgisistan hafi kostað allt að tvö þúsund manns lífið: Milljón manns þurfa aðstoð SNÚA AFTUR HEIM Hópur Úsbeka fer aftur yfir landamærin frá Úsbekistan til Kirgisistans, eftir að hafa flúið þangað undan óeirðun- um. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur vísað frá kröfu Höllu Gunnars- dóttur blaðamanns og talskonu Femínistafé- lags Ísland um að þinghald í máli ellefu manna, sem kærðir voru fyrir kaup á vændi, skuli vera opið. Mál- inu var vísað frá á þeim for- sendum að Halla eigi ekki lögvarða hags- muni. Hæstiréttur klofnaði í mál- inu, en Hjördís Hákonardóttir skilaði séráliti og taldi að dóm- urinn ætti að taka afstöðu til málsins. Héraðsdómari hafði áður ákveðið að öll þinghöld í málinu skyldu vera lokuð. -jss Hæstiréttur um vændiskaup: Þinghald verð- ur áfram lokað STJÓRNMÁL Hvorki Dofri Hermanns- son né Sigrún Elsa Smáradóttir, sem skipuðu sjötta og sjöunda sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar, taka sæti nefndum eða ráðum á vegum borgarinnar sem skipað hefur verið í á nýjan leik. Dofri , sem verið hefur varaborgarfulltrúi frá 2006, og Sigrún Elsa, sem hefur verið varaborgarfulltrúi og síðar borgar- fulltrúi í tólf ár, eru þau einu af efri helmingi hins 30 manna framboðs- lista flokksins sem ekki taka neitt sæti sem aðal- eða varafulltrúar. Dofri segir það ekki vera starf að vera þriðji varaborgarfulltrúi og því hafi hann þurft að leita fyrir sér með vinnu í kjölfar kosninganna. „Það er erfitt að leita sér að starfi um leið og maður segir að maður þurfi að vera á fundum svo og svo marga daga í viku, þannig að það varð mín niðurstaða að ég myndi stíga núna eitt skref til baka.“ Í því felist þó engin yfirlýsing um að hann sé hættur í pólitík og að hann styðji nýjan meirihluta. Sigrún Elsa vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði sam- band við hana. Samkvæmt heimild- um blaðsins sóttist hún eftir því að halda sæti sínu í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að loknum kosningum en fékk ekki. - sh Tveir reynsluboltar úr borgarpólitíkinni hverfa úr öllum nefndum og ráðum: Dofri og Sigrún Elsa hætta SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR DOFRI HERMANNSSON FRAKKLAND Aðgerðir Evrópu- sambandsins og einstakra Evr- ópuríkja til að bregðast við brýnum efnahagsvanda virðast hafa orðið til þess að róa mark- aðina nokkuð. Jákvæðar fréttir frá vand- ræðagemlingum á borð við Spán og Grikkland, ásamt eindreg- inni samstöðu ESB-ríkjanna um að koma á gagnsæi í bankavið- skiptum, urðu til þess að evran tók svolítinn kipp upp á við í gær. Lykilatriði virðist vera ákvörðun Evrópusambands- ins um að birta niðurstöður úr álagsprófum á bankana, sem þykir benda til fullvissu þeirra um að staðan sé ekki jafn slæm og margir óttuðust. - gb Skuldavandi Evrópuríkja: Versta hræðsl- an liðin hjá ÍRAK, AP Þrítugur Íraki, Abdul- Halim Hameed, skaut fimmtug- an föður sinn þar sem hann svaf í rúmi sínu í fyrrinótt. Ástæðan var sú að faðirin vildi ekki segja upp starfi sínu, en hann starfaði sem verktaki og þýðandi fyrir bandríska herinn í Írak. Sonurinn er talinn tengdur Al Kaída samtökunum. Með honum að verki var frændi þeirra beggja. Tilræðismennirnir voru handteknir, en lögreglan leitaði einnig að öðrum syni hins myrta, sem talinn var samsekur. Að minnsta kosti 27 manns létu lífið víðs vegar í Írak í gær í sprengju- og skotárásum. - gb Vann hjá Bandaríkjaher: Myrtur af syni sínum í Írak BLÓÐUGUR DAGUR Í ÍRAK Sprengju- og skotárásir kostuðu 27 manns lífið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK María Másdóttir blóma- skreytir hefur unnið baki brotnu undanfarna daga við undirbúning á brúðkaupi Viktoríu krónprins- essu Svíþjóðar og unnusta henn- ar Daniel Westling. „Þegar Svíakonungur kom í heimsókn til Íslands var ég feng- in til að skreyta veislu sem hann hélt. Svo þegar undirbúning- ur fyrir brúðkaupið hófst fékk ég tölvupóst og var beðin um aðstoð,“ sagði María og bætti því við að hann hefði greinilega munað eftir sér. María er listfræðingur að mennt auk þess að hafa nýlok- ið MBA námi. H ú n l æ r ð i blómaskreyt- ingar í Nor- egi hjá fyrrum Evrópumeist- ara í blóma- skreytingum, Thor Gunder- sen, og stofn- aði í kjölfar- ið fyrirtækið Blómahönnun árið 2002 þar sem hún starfar í dag. Aðspurð um umstangið við brúðkaupið sagði María að í kringum 60 manns ynnu við blómaskreytingar fyrir brúð- kaupið og að þau hefðu unnið frá morgni til kvölds frá því á mánu- dag. „Þetta er langstærsta verk- efni sem ég hef tekið að mér. Þetta er stærra og flottara en allt,“ sagði María. María var ekki fáanleg til að gefa upp hvers konar blóm yrðu í aðalhlutverki í brúðkaupinu þar sem hún væri bundin þagnareiði en lofaði því að þetta yrði stór- Íslendingur skreytir konunglegt brúðkaup María Másdóttir blómaskreytir sér um blómaskreytingar í brúðkaupi Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar sem fram fer í dag. María segir þetta langstærsta verk- efni sem hún hefur tekið að sér enda er hvergi til sparað við brúðkaupið. MARÍA MÁSDÓTTIR Jón Gnarr rennir fyrir lax Nýr borgarstjóri Reykjavíkur, Jón Gnarr, rennir fyrir fyrsta laxinn í Elliða- ánum á morgun. Áratuga hefð er fyrir því að borgarstjórinn opni með þess- um hætti fyrir laxveiðar sumarsins. REYKJAVÍK BJÖRGUN Þyrla Landhelgisgæsl- unnar sótti í gærkvöld 26 ára konu um borð í norskan togara á Reykjaneshrygg. Konan var með bráða botnlangabólgu. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar í hádeginu í gær, þegar togarinn Langvin var staddur um 207 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þar sem þyrlan getur ekki flogið lengra en 150 sjómílur frá ströndu sigldi togarinn á móti henni. Konan var komin á sjúkrahús í Reykjavík við þokkalega líðan klukkan 20 mínútur yfir níu. - gb Norðmenn leituðu aðstoðar: Þyrla sótti veika konu í togara HALLA GUNNARSDÓTTIR Giftist einkaþjálfaranum BRÚÐHJÓNIN Viktoría mun taka við af föður sínum sem þjóðhöfðingi Svía og Daniel mun fá titilinn prins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Viktoría krónprinsessa er elsta barn Karls Gústavs Svíakonungs og Silvíu drottningar hans. Hún er 32 ára gömul og kynntist Daniel Westling, unnusta sínum, árið 2002, þegar hann var ráðinn sem einkaþjálfari hennar, en sam- band þeirra hófst stuttu seinna. Í febrúar í fyrra fóru af stað orðrómar um að þau hefðu trúlofast en samkvæmt sænskum lögum þarf ríkisstjórn landsins að samþykkja hjónaband ríkisarfa. Það samþykki var veitt 24. febrúar það árið og í kjölfarið var tilkynnt að konunglegt brúðkaup myndi fara fram sumarið 2010. Rúmlega þúsund gestir verða viðstaddir athöfnina og um 2.300 fjölmiðla- menn hafa ferðast til Stokkhólms til að fylgjast með brúðkaupinu. Talið er að kostnaðurinn við brúðkaupið sé 330 milljónir íslenskra króna sem hefur vakið nokkrar deilur meðal Svía sem þykir sumum nóg um íburðinn. Vill helminga fjárlagahalla Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, vill að tuttugu stærstu efna- hagsveldi heims komi sér saman um að lækka fjárlagahalla allra ríkjanna um helming á fundi G20-ríkjahópsins í Toronto í næstu viku. KANADA kostlega flott. Hún sagði teymi af hönnuðum hafa unnið með brúð- hjónunum frá því í október og að séð hefði verið fyrir hverju smá- atriði. María sér um borðskreyting- arnar og skreytingarnar í kirkj- unni og sagðist vera á áætlun. „Þetta er þokkalega yfirveg- að. Svíar eru mjög skipulagðir,“ sagði María ennfremur. Brúðkaupið fer fram í dag í Stórkirkjunni í Stokkhólmi en búist er við á annað þúsund gesta. magnusl@frettabladid.is SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.