Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 39

Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 39
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 LISTASUMAR Á AKUREYRI hefst formlega í dag en því lýkur á afmæli Akureyrar, laugardaginn 28. ágúst, með Akureyrarvöku. Margt er í boði en frekari upplýsingar má finna á listagil.akureyri.is „Ég hef lengi átt mér draum um að ganga á Hvannadalshnúk og í dag læt drauminn rætast,“ segir Svava Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fjallagerpla, spurð um plön helgar- innar, en frá áramótum hefur hún gengið á sextán fjöll til að undir- búa fjallgönguna miklu í dag. „Við köllum okkur Fjallkon- urnar og erum tæplega tuttugu konur á aldrinum 25 til 65 sem göngum á fjöll undir leiðsögn Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Saman höfum við arkað á fjöll í snjókomu, rigningu og hávaðaroki yfir í sól, stillu og allt of mikinn hita, og erum því vel undirbúnar fyrir átökin við hnúkinn. Fjöllin hafa verið miserfið en við byrj- uðum í láglendi Heiðmerkur og höfum smám saman komist í meiri hæð yfir sjávarmáli, hæst í 1053 metra hæð á Heiðarhorni í Skarðs- heiði,“ segir Svava sem undan farin ár hefur farið allra sinna ferða á fjöll í sérútbúnum fjallajeppum, en gekk síðast Laugaveginn, frá Landmannalaugum yfir í Þórs- mörk, fyrir fimmtán árum. „Því fannst mér upplagt að ger- ast Fjallkona um áramót og sendi hvetjandi tölvupóst á vinkonur mínar, en þær drusluðust ekki með. Því fór ég ein og hef kynnst frá- bærum konum sem deila með mér áhuga á útivist og hreyfingu.“ Svava segir veðurspá við Hvannadalshnúk góða, en sól og hiti gæti gert gönguna erfiðari. „Maður verður þreyttari í mikl- um hita, en það kólnar þegar ofar dregur. Ég er afar spennt yfir að komast upp. Við fórum í samfloti austur í gær og snemma að sofa því gangan hófst klukkan fimm í morgun. Í heiðríkju munum við sjá til allra átta, en við áætlum að standa á toppnum um kaffileytið,“ segir Svava um fjallgönguna sem taka mun tólf til fimmtán tíma. „Það hæfir Fjallkonum að fara á hnúkinn á kvenréttindadaginn og hafa Fjallaleiðsögumenn tekið til- lit til launamunar kynjanna í verði ferðarinnar, því hún er sautján pró- sent ódýrari fyrir konur en karla,“ segir Svava sem reiknar með erf- iðri göngu, en ætlar að taka lífinu með ró það sem eftir lifir helgi. „Stemningin er góð og við verð- um með heimatilbúnar vísur og slagorð í veganesti. Í kvöld grill- um við saman og höfum það kósí, en keyrum heim á morgun, afskap- lega ánægðar með okkur. Þá er starfinu formlega lokið, en við viljum endilega halda hópinn og stefna á fleiri fjöll saman.“ thordis@frettabladid.is Fjallkonan á hnúknum Hjúkrunarfræðingurinn Svava Jónsdóttir ætlar að gerast fjallkona í bókstaflegum skilningi í dag þegar hún klífur hæsta tind Íslands, sjálfan Hvannadalshnúk, sem teygir sig 2.111 metra upp í himinhvolfið. Svava Jónsdóttir segist hafa styrkst mikið af fjallgöngunum sextán því líkamanum sé góð áreynsla að ganga yfir ójöfnur í öllum veðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Patti húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum Láttu þér líða vel í sófa frá Patta Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 324.8 10 krBa sel só faset t Verð frá Áklæði að eigin vali

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.