Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 39
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 LISTASUMAR Á AKUREYRI hefst formlega í dag en því lýkur á afmæli Akureyrar, laugardaginn 28. ágúst, með Akureyrarvöku. Margt er í boði en frekari upplýsingar má finna á listagil.akureyri.is „Ég hef lengi átt mér draum um að ganga á Hvannadalshnúk og í dag læt drauminn rætast,“ segir Svava Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fjallagerpla, spurð um plön helgar- innar, en frá áramótum hefur hún gengið á sextán fjöll til að undir- búa fjallgönguna miklu í dag. „Við köllum okkur Fjallkon- urnar og erum tæplega tuttugu konur á aldrinum 25 til 65 sem göngum á fjöll undir leiðsögn Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Saman höfum við arkað á fjöll í snjókomu, rigningu og hávaðaroki yfir í sól, stillu og allt of mikinn hita, og erum því vel undirbúnar fyrir átökin við hnúkinn. Fjöllin hafa verið miserfið en við byrj- uðum í láglendi Heiðmerkur og höfum smám saman komist í meiri hæð yfir sjávarmáli, hæst í 1053 metra hæð á Heiðarhorni í Skarðs- heiði,“ segir Svava sem undan farin ár hefur farið allra sinna ferða á fjöll í sérútbúnum fjallajeppum, en gekk síðast Laugaveginn, frá Landmannalaugum yfir í Þórs- mörk, fyrir fimmtán árum. „Því fannst mér upplagt að ger- ast Fjallkona um áramót og sendi hvetjandi tölvupóst á vinkonur mínar, en þær drusluðust ekki með. Því fór ég ein og hef kynnst frá- bærum konum sem deila með mér áhuga á útivist og hreyfingu.“ Svava segir veðurspá við Hvannadalshnúk góða, en sól og hiti gæti gert gönguna erfiðari. „Maður verður þreyttari í mikl- um hita, en það kólnar þegar ofar dregur. Ég er afar spennt yfir að komast upp. Við fórum í samfloti austur í gær og snemma að sofa því gangan hófst klukkan fimm í morgun. Í heiðríkju munum við sjá til allra átta, en við áætlum að standa á toppnum um kaffileytið,“ segir Svava um fjallgönguna sem taka mun tólf til fimmtán tíma. „Það hæfir Fjallkonum að fara á hnúkinn á kvenréttindadaginn og hafa Fjallaleiðsögumenn tekið til- lit til launamunar kynjanna í verði ferðarinnar, því hún er sautján pró- sent ódýrari fyrir konur en karla,“ segir Svava sem reiknar með erf- iðri göngu, en ætlar að taka lífinu með ró það sem eftir lifir helgi. „Stemningin er góð og við verð- um með heimatilbúnar vísur og slagorð í veganesti. Í kvöld grill- um við saman og höfum það kósí, en keyrum heim á morgun, afskap- lega ánægðar með okkur. Þá er starfinu formlega lokið, en við viljum endilega halda hópinn og stefna á fleiri fjöll saman.“ thordis@frettabladid.is Fjallkonan á hnúknum Hjúkrunarfræðingurinn Svava Jónsdóttir ætlar að gerast fjallkona í bókstaflegum skilningi í dag þegar hún klífur hæsta tind Íslands, sjálfan Hvannadalshnúk, sem teygir sig 2.111 metra upp í himinhvolfið. Svava Jónsdóttir segist hafa styrkst mikið af fjallgöngunum sextán því líkamanum sé góð áreynsla að ganga yfir ójöfnur í öllum veðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Patti húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum Láttu þér líða vel í sófa frá Patta Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 324.8 10 krBa sel só faset t Verð frá Áklæði að eigin vali
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.