Fréttablaðið - 19.06.2010, Blaðsíða 46
19. júní 2010 LAUGARDAGUR4
Borgartúni 29 / 105 Reykjavík / Sími: 585 6500 / www.audur.is
Hefur þú áhuga á fólki og fjármálum? Viltu starfa við öflun nýrra viðskiptavina,
sinna fjármálaráðgjöf og víðtækri þjónustu við viðskiptavini í eignastýringu?
Við leitum að einstaklingi með háskólapróf, próf í verðbréfaviðskiptum, mikla
reynslu af fjármálaráðgjöf og samskiptum við viðskiptavini í eignastýringu,
ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Ef þú hefur áhuga og metnað til að starfa við öflun nýrra viðskiptavina og
ráðgjöf um sparnað og lífeyrismál gæti þetta verið draumastarfið fyrir þig.
Við leitum að einstaklingi með mikla reynslu í sparnaðar- og lífeyrisráðgjöf,
drifkraft, metnað og lífsgleði.
Ert þú hæfileikarík(ur), með góða þjónustulund og getur sýnt frumkvæði og
sjálfstæði í starfi? Þá gæti þetta starf, sem felur í sér ýmiskonar innri þjónustu,
verið starfið fyrir þig.
Við leitum að vel ritfærum einstaklingi með góða máltilfinningu bæði
á íslensku og ensku, gott tölvulæsi og góða hæfni til að leysa einföld
tæknivandamál. Reynsla af ferðaskipulagningu og verkefnastjórnun, sem
og færni í myndvinnslu og umbrotsforritum eru ótvíræðir kostir. Viðkomandi
þarf að vera hörkuduglegur, hafa ríka ábyrgðartilfinningu, sýna vandvirkni
í vinnubrögðum og geta unnið sveigjanlegan vinnutíma.
Viðskiptastjóri
– Eignastýring
Sparnaðar og
lífeyrisráðgjafi
– Séreignarsparnaður
Verkefnastjóri
– Innri þjónusta
Vinsamlegast sendu ferilskrá á starf@audur.is og segðu okkur
í örstuttu máli hvers vegna þú telur þig rétta aðilann í starfið.
Umsóknarfrestur er til 22. júní.
Nánari upplýsingar um störfin gefur Þóranna Jónsdóttir í síma 585 6500.
Við leitum að fleiri framúrskarandi einstaklingum í liðið okkar. Starfsmenn Auðar eru færir á sínu
sviði, leggja áherslu á gagnsæi, hreinskiptni og áhættumeðvitund í sínum störfum og hafa trú á
framtíðinni. Menntun og reynsla skipta miklu – en við leitum ekki síður að heilbrigðu hugarfari
og fólki sem býr yfir krafti, eldmóði og ábyrgð.
VIÐ LEITUM AÐ
KRAFTI, ELDMÓÐI OG ÁBYRGÐ
Upplýsingar um störfin og umsóknareyðublöð eru á skrifstofu ÍSTAKS,
Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Einnig er hægt er að senda inn umsókn á heimasíðu okkar www.istak.is.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 400 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
Framkvæmdagleði í fyrirrúmi
VEGNA VERKEFNA Á GRÆNLANDI
ÍSTAK óskar eftir að ráða vana bormenn til starfa við virkjanafram-
kvæmdir á Grænlandi. Um er að ræða pallborun og gangaborun.
Viðkomandi þurfa að hafa víðtæka reynslu af borvinnu og geta hafið
störf fljótlega.
Óskum eftir starfsfólki í símasöluver
okkar. Umsækjendur þurfa að vera
18 ára eða eldri.
Umsóknir sendist á
simaver@kreditkort.is
KRAFTMIKLIR
EINSTAKLINGAR ÓSKAST