Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 59

Fréttablaðið - 19.06.2010, Side 59
matur 5 Þetta er rosalega góð nautalund með íslensk-um kryddjurtum, sinn- epi og örlitlu brandí,“ segir Sigríður Margrét Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri Landnámsseturs Íslands, þar sem meðal annarra kræsinga er boðið upp á dýrindis nautakjöt frá Mýranauti, af bænum Leiru- læk í Borgarnesi. Sigríður kveðst hafa útbúið uppskriftina þar sem nautgriparækt eigi sér langa sögu í Borgarfirði. „Í Egilssögu rísa til dæmis upp miklar deilur milli Þorsteins á Borg, sonar Egils Skalla- grímssonar og Steinars á Ánabrekku bæ rétt hjá um beit nautgripa í Stakksmýri. Augljóst er að nautgripa- rækt var mikilvæg á land- námsöld og landsnámsmenn borðuðu nautakjöt, líklegast þurrkað og grafið, bæði með íslenskum jurtum og krydd- um frá suðlægum slóðum þar sem víkingar ferðuðust víða auk þess sem hér gætti áhrifa frá keltneskum þræl- um.“ Að sögn Sigríðar er stefna Landnámsseturins að kaupa sem flestar afurðir beint frá býli og er nautakjötið eins og áður sagði frá Mýranauti, sem var stofnað af bændun- um Guðrúnu Sigurðardóttur og Sigurbirni Jóhanni Garð- arssyni á bænum Leirulæk auk systurdóttur Guðrúnar, Hönnu Kjartansdóttur kenn- ara og manni hennar And- ers Larsen landbúnaðarvél- virkja árið 2007. Mýranaut framleiðir nautgripi til kjöt- framleiðslu og selur beint til neytenda. Sigríður segir kostina við þetta fyrirkomulag ótví- ræða og Hanna bætir við að með þessu móti viti fólk nákvæmlega hvað það fær í hendurnar. „Við veitum upplýsingar um skepnuna og hversu lengi kjötið hefur hangið, ásamt því hvernig best sé að geyma það,“ upp- lýsir hún. „Þannig er enginn að kaupa köttinn í sekknum, heldur aðeins úrvals nauta- kjöt.“ - rve 2010 Að víkingasið Sigríður segir Landnámssetrið kaupa flestar afurðir beint frá bændum, meðal annars frá Mýranauti sem Hanna rekur. Aldalöng hefð er fyrir nautgriparækt í Borgarfirði og í ljósi þess býður Landnámssetur Íslands í Borgarnesi upp á ljúffengt nautakjöt frá bænum Leirulæk í Borgarnesi til að heiðra matarhefðir landnámsmanna. Á Landnámssetri Íslands er boðið upp á nautakjöt frá Mýranauti, en nánar má lesa um afurðirnar á myranaut.is. Gamla góða norðlenska skyrið umbreytist í draumkenndan desert með ferskum jarðarberjum. FR ÉT TB LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.