Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 66

Fréttablaðið - 19.06.2010, Page 66
38 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Cafe Tulinius Yndislegt kaffihús í elsta húsi Hafnar í Hornafirði. Kökur, brauð og súpur. 21. GRÍMSNES Græna kannan Lífrænt kaffihús á Sól- heimum í Grímsnesi í stór- kostlegu umhverfi. 22. LAUGARVATN Lindin Góður veitingastaður með stórum og skjólgóðum palli. 23. STOKKSEYRI Við fjöruborðið Frábær veitingastaður í dásamlegu umhverfi. Hum- arinn svíkur engan. 24. EYRARBAKKI Rauða húsið Skemmtilegt andrúmsloft og góður matseðill sem byggist að mestu leyti á sjávarréttum. 9. ÍSAFJÖRÐUR Tjöruhúsið Einn besti fiskveit- ingastaður landsins er rekinn í Neðstakaup- stað á Ísafirði. Fisk- ur gerist ekki ferskari. 10. BJARNAR- FJÖRÐUR Hótel Laugahóll Á þessu afskekkta sumar- hóteli í umhverfi Bjarnar- fjarðar ræður Matti franski ríkjum, rómaður töframaður í eldhúsinu. 11. SKAGAFJÖRÐUR Lónkot Réttir dagsins eru eldaðr úr því sem vex og veiðist í Skagafirðinum. 12. AKUREYRI Rub 23 Sushistaður sem heima- menn mæla með. 13. MÝVATN Gamli bærinn Kaffiveitingar og góður matur sem engan svíkur. 1. BÚÐIR Hótel Búðir Glæsilegur veitingastaður í fallegu umhverfi. 2. HELLNAR Fjöruhúsið Niðri í fjörunni á Hellnum er að finna kaffihúsið Fjöruhúsið, umvafið nátt- úru við rætur Snæfells- jökuls. 3. RIF Gamla Rif Kósí kaffihús í gömlu húsi. Eðalkaffi og góðar súpur. 4. BÚÐARDALUR Leifsbúð Niðri við smábátahöfnina í Búðardal stendur kaffi- og veitingahúsið Leifsbúð. 5. FLATEY Hótel Flatey Gestakokkar verða á ferð- inni á veitingastað hótels- ins í Flatey í sumar svo fjölbreytnin mun ráða ríkj- um á matseðlinum. 6. RAUÐISANDUR Franska kaffihúsið Kökur og vöfflur og dásamlegt umhverfi á einum fallegasta stað lands- ins. Kaffi- húsið opnar 22. júní. 7. ÞINGEYRI Simbahöllin Dásamlegt kaffihús í gömlu húsi sem gert hefur verið upp af eigendunum. Belgískar vöfflur, bjór, kaffi og sitt lítið annað í boði. 8. FLATEYRI Vagninn Ekta þorpsbar með alvöru þorpsstemningu. Matseðill- inn breytist á hverjum degi eftir því hvað er gott þann daginn. Góður matur er mannsins megin Þótt þú farir í sumarfrí þarftu ekki að borða eiturbras í öll mál. Fréttablaðið safnaði ábendingum um góða og sjarmerandi veitingastaði og kaffihús víðs vegar um landið sem gætu reynst svöngum ferðalöngum griðastaðir í hafsjó vegasjoppanna. Í sumar ætlar Fréttablaðið að leggja sitt af mörkum til að gera sumarfrí lesenda sinna aðeins innihaldsríkara og miklu skemmtilegra. Næstu helgar birtist í helgarblaði Fréttablaðsins Íslands- kort með upplýsingum fyrir ferðalanga. Fyrsta kortið vísar veginn að nokkrum dýrindis veit- ingahúsum víðs vegar um landið. Á næstu vikum má svo búast við leiðarvísum að fjölskylduvænni afþreyingu, áhuga- verðum gönguleiðum, bæjarhátíð- um og öðrum perlum sem vert er að muna eftir á ferðalaginu um landið. Safnaðu síðunum og taktu þær með þér í fríið. Safnaðu síðunum! 14. EGILS- STAÐIR Kaffi Nielsen Góður matur framreiddur í aldargömlu fallegu húsi. Hreindýrasteikin gleymist seint. Gistihúsið Egils- stöðum Sérlega sjarmer- andi veitingastofa í gömlu húsi á bökkum Lagarfljótsins. 15. FLJÓTSDALS- HÉRAÐ Klausturkaffi Skriðuklaustri Í villtri náttúru Fljótsdals- héraðs finnst eðalhráefni af ýmsu tagi sem ratar í réttina á Klausturkaffi. 16. BORGARFJÖRÐ- UR EYSTRI Álfa Café Mælt er með fiski- súpu á þessum nota- lega stað sem er tilval- inn áningarstaður eftir skoðun á náttúperlum staðarins. 17. SEYÐISFJÖRÐUR Hótel Aldan Fyrsta flokks veitinga- hús þar sem mikil áhersla er lögð á að nota hráefni úr næsta nágrenni. 18. REYÐARFJÖRÐUR Hjá Marlene Krúttlegur kaffistaður á Reyðarfirði í yfir 100 ára gömlu húsi sem Marlene og maðurinn hennar gerðu sjálf upp. 19. BREIÐDALUR Café Margrét Þýsk hjón fluttu til Íslands og byggðu veitingahúsið í stíl þýskra. Góður matur í þeirra anda. 20. HÖFN Í HORNA- FIRÐI Humarhöfnin Stendur rétt við bryggjuna á Höfn í gömlu verslunar- húsi. Humar er sérsvið veitingastaðarins. 7 24 23 22 1 2 3 4 5 6 8 9 10 11 12 13 16 14 17 15 18 19 20 Sólstöðuhátíð í Grímsey Sólstöðuhátíð í Grímsey verð- ur haldin í þriðja sinn helgina 18. til 20. júní. Sólstöðuhátíð Kópaskers Íbúar Kópaskers fyrr og síðar halda Sólstöðuhátíðina hátíð- lega 18. til 20. júní. Kvenna- hlaup, tónleikar, grillveisla og fleira. Rauðanes í Þistilfirði Rauðaneshelgin verður haldin við Rauðanes í Þistilfirði dagana 19. til 20. júní. Róm- antískar siglingar, harmóníku- tónlist og kakó. Á sunnudeg- inum má finna útimarkað við Svalbarðsskóla. Jónsmessa á Hofsósi Íbúar Hofsóss blása til ævin- týradaga í tilefni Jónsmess- unnar, með skemmtilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna, frá föstudeginum 18. júní til sunnudagsins 20. júní. Bjartar nætur á Vatnsnesi Þann 19. júní munu húsfreyj- urnar á Vatnsnesi framreiða þjóðlegar veitingar á veglegu Fjöruhlaðborði í Hamarsbúð á vestanverðu Vatnsnesi. Glens, gaman, tónlist og fjöldasöng- ur verða auk þess í stórtjaldi. Viðeyjarhátíðin Viðeyjar hátíðin verður haldin 20. júní. Hún er orðin fastur liður í sumardagskrá margra fjöl skyldna sem bregða sér yfir sundin og njóta þess sem Viðey hefur upp á að bjóða. Gönguferð í Gránunes Gengið verður frá Gíslaskála í Svartárbotnum laugardag- inn 19. júni klukkan 13. Til að koma í Gránunes þarf að vaða Svartá, nokkuð sem þátttakendur þurfa að vera viðbúnir. Að göngu lokinni bjóða staðarhaldarar í Svartár- botnum uppá kaffi og kökur í Gíslaskála. Sólin er í hæstu hæðum og því er fagnað um allt land um helgina 21

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.