Fréttablaðið - 19.06.2010, Síða 70

Fréttablaðið - 19.06.2010, Síða 70
 19. júní 2010 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is SALMAN RUSHDIE FÆDDIST ÞENNAN DAG: „Efinn er ráðandi ástand mannvera á tut- tugustu öldinni.“ Indverski rithöfundurinn Salman Rushdie fæddist í Bombay árið 1947 en er búsettur í Bretlandi. Bók hans Söngvar Satans frá 1988 olli miklu fjaðrafoki meðal múslima. „Það er nauðsynlegt að minnast þess að það er ekkert voða- lega langt síðan konur og karlar voru allt annað en jöfn á Íslandi. Það er gott tilefni á þessum degi að minna á að þótt við höfum fengið kosningarétt fyrir næstum hundrað árum, þýðir það ekki að jafnréttisbaráttunni sé lokið og að við getum lagst upp í sófa,“ segir Halldóra Traustadóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands (KRFÍ). Kvenréttindadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur klukkan 16, en 95 ár eru liðin síðan konur eldri en fjörutíu ára fengu kosningarétt á Íslandi. Fimm árum síðar fengu svo allar konur kosningarétt óháð aldri. Dagskráin er haldin í samvinnu við Skotturnar – félag um 24. október, sem eru nýstofnuð regnhlífasamtök sextán kvenna- og kvenréttindafélaga á Íslandi. Í Tjarnarsalnum í dag verða samtökin kynnt og þeir mörgu viðburðir sem fara fram í haust í tilefni 35 ára afmælis kvennafrídagsins, þegar tugþúsundir kvenna yfirgáfu vinnustaði sína og söfnuðust saman í miðbæ Reykjavíkur árið 1975. „Kvennafrídagurinn verður reyndar haldinn hátíðlegur þann 25. október næstkom- andi vegna þess að 24. október ber upp á sunnudag. En ætlunin er að standa fyrir veglegri dagskrá dagana 23. til 25. október í tilefni afmælisins,“ segir Halldóra. Fyrir fimm árum, árið 2005, voru konur hvattar til að ganga út af vinnustöðum sínum klukkan átta mínútur yfir tvö á kvennafrídaginn, því þá höfðu þær unnið fyrir kaupinu sínu ef tekið var mið af launamun kynjanna. Í dag verður tilkynnt á hvaða tíma konur verða hvattar til að yfirgefa vinnustaði sína í ár, en að sögn Halldóru verður aðalumræðuefni útifundarins í október næstkomandi hvers kyns ofbeldi gegn konum. Verndari kvennafrídagsins 2010 er Vigdís Finnbogadótt- ir og heldur hún stutta tölu af því tilefni í Ráðhúsinu í dag. Þá verður úthlutað úr Menningar- og minningasjóði kvenna, úrslit kynnt í hönnunarsamkeppni Skottanna og Hönnunar- miðstöðvar Íslands á barmmerki kvennafrídagsins, Áfram stelpur hópurinn, sem skipaður er söngkonunum Brynhildi Björnsdóttur, Eline McKay, Margréti Pétursdóttur og Esther Jökulsdóttur auk píanóleikarans Arnhildar Valgarðsdóttur, tekur lagið og ýmislegt fleira. Að dagskránni lokinni fer fram móttaka í boði Reykjavíkurborgar. kjartan@frettabladid.is KVENRÉTTINDADAGURINN: HALDINN HÁTÍÐLEGUR Í RÁÐHÚSINU Í DAG SAMEINAST UM HÁTÍÐAHÖLD ENN LANGT Í LAND „Það er nauðsynlegt að minnast þess að það er ekkert voðalega langt síðan konur og karlar voru allt annað en jöfn á Íslandi,” segir Halldóra Traustadóttir, framkvæmdastjóri Kvenréttinda- félags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á þessum degi árið 1994 hélt Björk Guðmundsdóttir sína fyrstu tónleika á Íslandi sem sólólistamaður, en plata hennar Debut hafði slegið í gegn um víða veröld árið áður. Miðarnir á hljómleikana í Laugardalshöllinni, þar sem danshljómsveitin Bubbleflies hitaði upp og Bretarnir í Underworld stigu síðastir á svið, seldust upp og munu miðar hafa gengið kaupum og sölum fyrir utan Höllina á geypiverði. Fyrr um daginn hafði Björk stokkið úr fallhlíf og lent á gervigrasinu í Laugardalnum, þar sem hún söng Akkerislagið af Debut fyrir átta þúsund viðstadda gesti. Á tónleik- unum um kvöldið vakti athygli að Björk söng flest laganna á íslensku þótt upprunalegu textarnir væru á ensku. Ekki vakti minni athygli þegar Björk, um miðbik tónleikanna, bað áhorfendur um mínútu langa þögn til að minnast hinnar látnu hljómsveitar Ham, en sú sveit hafði lagt upp laup- ana í júní þetta ár en átti síðar eftir að koma saman aftur. ÞETTA GERÐIST: 19. JÚNÍ 1994 Fyrstu sólótónleikar Bjarkar AFMÆLI ÖRN ÁRNAS0N leikari er 51 árs. ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON utanríkisráð- herra er 57 ára. erf idr yk kjur G R A N D Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Rvk. Sími: 514 8000 www. grand.is erfidrykkjur@grand.is Verið velkomin Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Jakob Helgason Hrafnistu í Reykjavík, áður til heimilis á Patreksfirði, lést fimmtudaginn 10. júní sl. á Hrafnistu í Reykjavík. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Veronika Pétursdóttir Kristín Ólafsdóttir Sigurður Guðjónsson Pétur Ólafsson Bjarki Ólafsson Sigþrúður Ólafsdóttir Björn J. Hannesson Guðrún Ólafsdóttir Vignir Richardsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Halldórsson pípulagningameistari Álfaskeiði 72, Hafnarfirði, sem lést þann 15. júní, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. júní kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Garðarsdóttir Örn Þór Þorbjörnsson Gylfi Garðarsson Hólmfríður Garðarsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hjördís Jóhannsdóttir Furugerði 1, Reykjavík, lést á Líknardeild Landspítalans, Kópavogi, sunnu- daginn 6. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elías Héðinsson Björg Jónsdóttir Atli Héðinsson Pia Héðinsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskaður eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Magnús Ó. Stephensen Suðurtúni 27, Álftanesi, lést á Líknardeild Landspítalans aðfaranótt 17. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg I. Stephensen Kristbjörg Stephensen Björn H. Halldórsson Ragnheiður Stephensen Lilja Þóra Stephensen Arnar Helgason og barnabörn. Elskulegur bróðir og mágur, Jónas Jónsson lést á Landsspítalanum 15. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 24. júní kl. 15.00. Arnbjörg Jónsdóttir Waage Geir Jónsson Ingunn Stefánsdóttir Okkar ástkæra Emma Árnadóttir sem lést sunnudaginn 13. júní, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 21. júní kl. 14.00. Ágústa G. Garðarsdóttir Henry Stefánsson Árni Ingi Garðarsson Ástríður S. Valbjörnsdóttir Edda K. Lystrup Arne Lystrup Ásdís Þr. Garðarsdóttir Björn Guðmundsson Hafdís Garðarsdóttir Rúnar Ásgeirsson Hörður Garðarsson Þóranna Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Helga Fanney Stefánsdóttir Rauðagerði 12, lést miðvikudaginn 16. júní. Útförin verður auglýst síðar. Jónína Kárdal Þorbjörn Vignisson Anna María Kárdal Ásgeir Karl Ólafsson og barnabörn. Innilegar þakkir viljum við færa öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Hreins Ketilssonar Sunnuhlíð, Svalbarðsströnd. Hólmfríður Hreinsdóttir Stefán Stefánsson Ingibjörg Hreinsdóttir Haukur Már Ingólfsson Hólmkell Hreinsson Kristín Sóley Sigurvinsdóttir afa- og langafabörn. Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur stuðning og hlýhug í veikindum og við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Gunnars Gestssonar Heiðarbæ 13, Reykjavík. Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir Sigríður Lára Gunnarsdóttir Lýður Skúli Erlendsson Torfi Gunnarsson Grímur Gunnarsson og barnabörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.