Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 84
56 19. júní 2010 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Heima er best segir mál- tækið, og Edda Garðarsdóttir. Miðjumaðurinn verður í eldlín- unni í dag þegar Ísland tekur á móti Norður-Írum í undankeppni HM í Þýskalandi á næsta ári. „Þetta er leikur sem við eigum að vinna. Íslenska landsliðið hefur síðustu misseri leyft sér að setja slána aðeins hærra, við gerum meiri kröfur til okkar en oft áður. Krafan á góða frammistöðu er orðin mikil og sterk. Ég ætla bara rétt að vona að við getum gert alla þessa stóru hluti sem við erum búin að tala um að gera. Ég hef tröllatrú á öllum þessum stelpum hérna,“ segir Edda sem hafði ekki komið heim í hálft ár áður en kom að þessum leik. Hún leikur með Örebro í Sví- þjóð þar sem henni líður vel. „Það er samt best að koma heim. Það er allt annað að spila hérna held- ur en á einhverjum gervigrasvelli í Svíþjóð,” segir Edda og horfir brosmild út á Laugardalsvöllinn. „Ég hlakka alltaf til að koma hingað og spila. Það er toppurinn og hér er alltaf allt til alls. Fólk er alltaf duglegt að mæta og við fáum góðan stuðning. Það er draumur okkar knattspyrnukvenna.“ Liðið fór venju samkvæmt til Keflavíkur í gær þar sem það dvelur fyrir alla leiki. „Þetta er einhver hjátrú hjá honum Sigurði held ég og við erum ánægðar með það. Við fórum hingað fyrst þegar Sigurður tók við og það gekk vel. Við erum á flughótelinu í Keflavík og förum í Garðinn að æfa. Það er góður völlur þar. Við erum svolít- ið útaf fyrir okkur. Þetta er bara orðið eitthvað happa sem við vilj- um ekkert sleppa,“ segir Edda. „Þetta er orðið að hefð og við förum svo alltaf í sama göngu- túrinn á leikdag. Guðni Kjartans- son [aðstoðarlandsliðsþjálfari] er ánægður með þetta þar sem hann býr í Keflavík. Við göngum allt- af framhjá húsinu hans og frúin hans kemur út og veifar okkur,“ segir Edda. „Umgjörðin í kring- um svona leiki er reyndar alltaf svipuð en það er samt best að vera heima.“ Edda segir að Ísland stefni á að spila hraðan og árangursrík- an fótbolta í dag. „Þær eru stór- ar og sterkar og við þurfum að nýta hraðann. Við fengum mörg færi til að skora úti gegn þeim en nýttum bara eitt. Við þurfum að sækja á mörgum leikmönn- um og koma sem flestum nálægt markinu. Þannig aukast líkurnar á því að við skorum,“ segir Edda brosmild. Katrín Jónsdóttir segir að reynsla liðsins hjálpi því mikið. „Liðið er komið með aukna reynslu en maður lifir ekki á fornri frægð. Trúin á verkefnin okkar er meiri þrátt fyrir að krafan um sigur hafi ekkert breyst, það er auðvit- að alltaf stefnan. Ef maður setur ekki kröfu á sig vex maður ekki og nær engum árangri,” segir fyr- irliðinn sem leiðist orðið „skyldu- sigur“ spurð um Norður-Íra. „Okkar markmið er að komast á HM og það hefur ekkert breyst. Til þess þurfum við að vinna alla þrjá leikina sem eftir eru,” segir Katrín ákveðin um leið og hún hvatti fólk til að fjölmenna á völl- inn. hjalti@frettabladid.is FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Sig- urður Ragnar Eyjólfsson ætlar ekki að gera miklar breytingar á leik liðsins fyrir leikinn gegn Norður-Írum í dag. „Við ætlum að sækja. Norður-Írar ætla eflaust að liggja til baka og sækja hratt.“ Þjálfarinn býst við erfiðum leik en fyrri leiknum lauk með 1-0 sigri Íslands ytra. „Það gæti þurft 90 mínútur til að skora eitt mark. En við erum vanar því að spila mjög vel hérna heima, við höfum unnið alla leikina okkar og ekki enn feng- ið á okkur mark síðan ég tók við. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Sigurður. Þjálfarinn segir jafnframt að margir leikmenn komi til leiks núna í betra formi en oft áður en landsliðskonum sem spila erlend- is fjölgar ört. „Þóra B. Helgadótt- ir er til að mynda að spila frábær- lega í Svíþjóð og hún hefur eflaust aldrei verið í betra formi en ein- mitt núna. Hólmfríður Magnús- dóttir spilar í bestu deild heims og það gerir henni mjög gott. Það er reyndar galli að hún er að spila í mjög mörgum stöðum þarna úti en við notum hana á hefðbundinn hátt með landsliðinu, á kantinum,“ sagði þjálfarinn. Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn og Sigurður segir að nú megi ekkert kæruleysi koma upp. Liðið vilji búa til úrslitaleik gegn Frökkum á Menningarnótt um hvort liðið kemst upp úr riðlinum, í umspil um laust sæti á HM. „Við megum ekki tapa stigi ef við ætlum að ná markmiði okkar. Við höfum spilað vel á heimavelli og það sést oft stór munur á því hvort stelpurnar eru að spila heima eða úti. Vonandi fáum við góðan stuðn- ing áhorfenda eins og svo oft áður,“ sagði Sigurður Ragnar. - hþh Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir að Ísland megi ekki við því að tapa stigi: Fleiri leikmenn í betra formi en oft áður STÓRLEIKUR Sigurður segir að það sé mikilvægt að sýna ekki kæruleysi og eins að fólk flykkist á leikinn í dag. Raunar höfðu allar stelpurnar í landsliðinu orð á því að þær óskuðu sér þess að völlurinn yrði sem næst því fullur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI > Fullkomnar í Laugardalnum Íslenska kvennalandsliðið leikur aldrei betur undir stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar en á Laug- ardalsvellinum. Liðið hefur spilað sjö leiki í Laugardalnum síðan hann tók við liðinu í ársbyrjun 2007. Stelpurnar okkar hafa unnið alla þessa sjö leiki og hafa einnig haldið markinu hreinu. Markatalan er 38-0, þar af 17-0 í tveimur síðustu leikj- unum á móti Serbíu (5-0) og Eistlandi (12-0). Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað í öllum leikjunum sjö samtals 15 mörk eða 2,1 að meðaltali í leik. FÓTBOLTI Erfið meiðsli aftan í læri eru enn að gera Margréti Láru Viðarsdóttur lífið leitt. „Ég hef ekki verið nógu góð síðasta hálfa mánuðinn. Það hefur verið mikið álag á mér, við höfum spilað marga leiki og ferðast mikið. Það hefur gengið erfiðlega að ráða við álagið en ég er í það minnsta komin heim og gef kost á mér í leikina. Ég gef mig alla í þetta,“ segir Margrét Lára. „Ég er ekki að æfa á fullu og fæ sérstaka meðferð milli leikja. Ég er með skilningsríkt fólk í kring- um mig. Ég mun halda áfram að leita lækninga, bæði hér heima og erlendis en þetta er ekki skemmtilegt. En það eru lausn- ir á öllum vandamálum,“ segir markadrottningin bjartsýn. „Ég er betri en ég var í fyrra og það hefur gengið vel í ár hjá mér. Reyndar hefur gengið vonum framar. Ég hef verið að skora og leggja upp og er ánægð með gengi liðsins. Mér líður vel og liðinu gengur vel, þá er ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Mar- grét sem verður í fremstu víglínu gegn Norður-Írum í dag. - hþh Margrét Lára Viðarsdóttir: Ekki nógu góð en byrjar samt MARGRÉT Líður vel í Svíþjóð og gefur sig alla í leikina fram undan þrátt fyrir að vera enn meidd. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Setjum markið alltaf hærra Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Norður-Írum í undankeppni HM á Laugardalsvelli í dag. Edda Garðarsdóttir segir að mikil ánægja sé með að haldið sé í hefðirnar varðandi undirbúning fyrir leiki. Liðið dvelur alltaf saman í Keflavík og tekur sama göngutúrinn á leikdag. Hjátrú hjá þjálfaranum, segir Edda. HEFÐIR OG VENJUR Edda er ánægð með hefðirnar og venjurnar sem Sigurður Ragnar hefur innleitt hjá íslenska kvennalandslið- inu. Gönguferð um Keflavík er lykilatriði á leikdegi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hólmfríði Magnúsdóttur líkar lífið vel í bandarísku atvinnumanna- deildinni. Hún spilar þar með sterku liði Philadelphia Independence. „Ég hef ekki séð svona góðan klúbb áður, umgjörðin er alveg frábær. Æfingaaðstaðan er til fyrirmyndar og það er mikið af fólki á öllum leikjum, frá 3.500 til 6.500 manns. Þetta er mjög fagmannlegt,“ segir Hólmfríður sem er augljóslega ánægð úti. „Ég er búin að koma mér vel fyrir. Ég bý með stelpu úr enska landsliðinu sem er bara fínt og við erum orðnar bestu vinkonur. Við búum um 50 mínútum fyrir utan Philadel- phiu, erum með sundlaug í garðinum og þetta er voða fínt. Ég ætla að reyna að vera þarna eins lengi og ég get.“ Besti leikmaður heims er hin brasilíska Marta en hún leikur með Gold Pride í bandarísku deildinni. Marta mætti einmitt Hólmfríði og hafði betur í síðustu viku, 3-1 þar sem hin brasilíska skoraði tvö mörk. „Ég var aðeins að dekka hana og átti kannski annað markið en hún var orðin pirruð á mér,“ segir Hólmfríður og glottir. „Hún komst eiginlega aldrei framhjá mér og var alltaf að skipta um kant. Ég held að það sé ekkert gaman að mæta mér inni á vellinum, það er örugglega óþolandi.“ Landsliðskonan hefur spilað margar stöður úti. „Allar nema miðvörð og mark,“ segir hún. „En það er bara fínt. Ég fæ þá aukna reynslu að því að spila í fleiri stöðum í þessari sterku deild. En það er auðvitað enn meira spennandi að fá að koma heim og spila í sinni stöðu með landsliðinu,“ segir Hólmfríður sem spilar iðulega á kantinum. „Deildin er mjög jöfn og það er stutt á milli efstu og neðstu liða. Það er ekkert lið lakara en annað og það eru landsliðsmenn í öllum stöð- um hjá öllum liðum. Tempóið er mjög mikið og maður hefur engan tíma á boltanum. Þjálfarinn hefur verið að reyna að stimpla það inn í hausinn á mér í þrjá mánuði að senda boltann strax og það er allt að koma,“ segir Hólmfríður. HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Í BESTU DEILD HEIMS: ÖRUGGLEGA ÓÞOLANDI AÐ SPILA Á MÓTI MÉR Ætla að reyna vera hérna eins lengi og ég get Frakkland 6 6 0 0 33-0 18 Ísland 6 5 0 1 23-2 15 Serbía 6 2 1 3 7-11 7 Eistland 6 2 0 3 5-29 6 N-Írland 6 1 0 4 2-13 3 Króatía 6 0 1 5 2-17 1 Eitt lið kemst áfram í átta liða umspil um laust sæti á HM. Þar eru leiknir tveir leikir í september. Staðan í riðlinum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.