Fréttablaðið - 19.06.2010, Síða 88

Fréttablaðið - 19.06.2010, Síða 88
60 19. júní 2010 LAUGARDAGUR FÓTBOLTI Þýskaland var það lið sem stal senunni í fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar í Suður- Afríku. Þýska liðið valtaði þá yfir Ástralíu og spilaði blússandi fínan fótbolta. Liðið spilaði ágætan bolta gegn Serbum í gær en var sjálfu sér verst og tapaði leiknum, 1- 0. Það var Milan Jovanovic sem skoraði eina mark leiksins. Þetta voru aftur á móti fyrstu stig Serba á mótinu en þeir töpuðu fyrir Gana í fyrsta leiknum. Spænski dómarinn Albert Undi- ano var harður í horn að taka og gaf fjögur gul spjöld á fyrstu 22 mínútum. Þjóðverjinn Miroslav Klose var á meðal þeirra og hann fékk annað gult spjald á 37. mín- útu og þar með það rauða. Aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði Jovanovic fyrir Serba. Þjóðverjar fengu fjölda færa til þess að jafna leikinn en þó ekkert eins gott og þegar Nemanja Vidic ákvað að gefa þeim vítaspyrnu með því að teygja höndina í bolt- ann á glórulausan hátt. Lukas Podolski tók vítið og lét verja frá sér. Riðillinn er því galopinn eftir sigur Serbanna í gær. „Þetta var ekki svo slæm spyrna. Ég er samt oftast örugg- ari. Ég verð engu að síður að taka þessu. Þetta er slæmt tap og við hefðum klárlega getað gert mun betur í þessum leik,“ sagði Pod- olski eftir leikinn. Joachim Löw, landsliðsþjálf- ari Þjóðverja, var ekki sáttur við Klose og sagði að hann hefði mátt fara varlegar eftir að hafa fengið fyrra gula spjaldið. Klose var sjálf- ur á því að það hefði verið harka- legur dómur að henda sér af velli. „Ég var að reyna að spila bolt- anum og þetta var ekkert brot. Ég hefði í mesta lagi átt að fá aðvörun. Gult spjald var allt of harkalegur dómur,“ sagði Klose ósáttur. - hbg Þjóðverjar brotlentu harkalega er þeir spiluðu gegn Serbum á HM í Suður-Afríku í gær: Þjóðverjar voru sjálfum sér verstir gegn Serbum SJÁUMST Miroslav Klose fær hér að líta rauða spjaldið. Aðeins mínútu síðar kom sigurmark Serba í leiknum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Bandaríkjamaðurinn Michael Bradley sá til þess í gær að Slóvenar fengu ekki farseðilinn í sextán liða úrslit HM. Hann jafn- aði þá leikinn átta mínútum fyrir leikslok en Slóvenar leiddu í hálf- leik 2-0. Lokatölur voru þó 2-2. Valter Birsa og Milivoje Novak- ovic komu Slóvenum í afar þægi- lega stöðu fyrir hlé en mark Land- ons Donovan í upphafi síðari hálfleiks gaf Bandaríkjamönnum von. Bradley kom síðan Banda- ríkjamönnum til bjargar er hann skoraði markið mikilvæga. Banda- ríkjamenn voru svo líklega rænd- ir öllum stigunum en mark Maur- ice Edu skömmu fyrir leikslok var dæmt af. „Þetta lið veit nákvæmlega hvað það þýðir að berjast í 90 mínútur. Við höfum séð liðið leika þennan leik margoft áður,“ sagði himinlif- andi þjálfari Bandaríkjanna, Bob Bradley. Hann hefði þó viljað öll stigin í leiknum og skilur ekki frekar en aðrir af hverju Koman Coulibaly dómari dæmdi mark Edu af. - hbg Mikil dramatík í leik Bandaríkjanna og Slóveníu: Bradley kom til bjargar FÖGNUÐUR Bradley fagnaði jöfnunarmarki sínu með stæl. NORDIC PHOTOS/AFPC-RIÐILL Slóvenía - Bandaríkin 2-2 1-0 Valter Birsa (13.), 2-0 Zlatan Ljubijankic (42.), 2-1 Landon Donovon (48.), 2-2 Michael Bradley (82.). England-Alsír 0-0 STAÐAN Slóvenía 2 1 1 0 3-2 4 Bandaríkin 2 0 2 0 3-3 2 England 2 0 2 0 1-1 2 Alsír 2 0 1 1 0-1 1 NÆSTU LEIKIR Slóvenía - England miðvikud. kl. 14.00 Bandaríkin - Alsír miðvikud. kl. 14.00 D-RIÐILL Þyskaland-Serbía 0-1 0-1 Milan Jovanovic (38.). STAÐAN Þýskaland 2 1 0 1 4-1 3 Gana 1 1 0 0 1-0 3 Serbía 2 1 0 1 1-1 3 Ástralía 1 0 0 1 0-4 0 NÆSTU LEIKIR Gana - Ástralía í dag kl. 14.00 Gana - Þýskaland miðvikud. kl. 18.30 Ástralía - Serbía miðvikud. kl. 18.30 LEIKIR DAGSINS Holland - Japan kl. 11.30 Gana - Ástralía kl. 14.00 Kamerún - Danmörk kl. 18.30 LEIKIR MORGUNDAGSINS Slóvakía - Paragvæ kl. 11.30 Ítalía - Nýja-Sjáland kl. 14.00 Brasilía - Fílabeinsströndin kl. 18.30 HM Í GÆR KYSSTI ÞJÁLFARANN Milan Jovanovic tryggði Serbum sigur í gær og þakkaði þjálfaranum Radomir Antic traustið í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Enska landsliðið olli miklu vonbrigðum með frammistöðu sinni í markalausu jafntefli á móti Alsír á HM í Suður-Afríku í gær. Enska liðið er í 3. sæti riðilsins eftir fyrstu tvær umferðirnar og verður að öllum líkindum að vinna Slóveníu í lokaleiknum til að kom- ast áfram í 16 liða úrslitin. Slóven- ía er með fjögur stig en enska liðið er með tvö stig eins og Bandarík- in en hefur skorað tveimur mörk- um minna. Það voru pirraðir enskir leik- menn sem gengu af velli í leiks- lok og ekki léttist brúnin á sumum þeirra þegar ensku stuðnings- mennirnir púuðu á sína menn. Þetta fór sérstaklega í taugarnar á Wayne Rooney sem hefur sjaldan spilað verr en í gær. „Það er gaman að sjá okkar eigin stuðningsmenn púa á okkur,“ sagði Rooney kald- hæðnislega um leið og hann gekk af velli eftir sjöunda landsleikinn í röð sem hann nær ekki að skora í. Bæði liðin breyttu um markvörð frá því í fyrsta leik þegar mistök þeirra Robert Green og Faouzi Chaouchi reyndust sínum liðum dýrkeypt. Hin tæplega 40 ára gamli David James kom í enska markið en hann var 7 árum og 8 dögum eldri en dómarinn Rav- shan Irmatov. Englendingar gátu nú ekki kennt markverði sínum um hvernig fór líkt og þeir gerðu eftir skelfileg mistök Robert Green í fyrsta leiknum. Enska liðið virkaði þreytulegt og áhugalítið í þessum leik í kvöld og þeir sköpuðu sér ekki mikið gegn vinnusömu og skipulögðu alsírsku liði. Sendingamistök, taktleysi í spili og skelfilegar hornspyrnur er eitt- hvað sem menn eiga ekki von á frá enska landsliðinu en var saga þessa leiks. „Ef við ætlum lengra í þessari keppni þá verðum við að fara að bæta okkar leik,“ sagði fyrirlið- inn Steven Gerrard sem skoraði eina mark liðsins í keppninni en síðan er enska liðið búið að spila í 176 mínútur án þess að skora. „Við vorum ekki nógu góðir á síðasta þriðjungnum til þess að komast í gegnum vörnina þeirra. Þetta var þeirra úrslitaleikur á HM og þeir náðu í jafntefli,” sagði Gerrard. „Ég hélt að þeir væru betri og þeir voru ekki að spila sinn besta bolta. Þetta var ekki dagur enska landsliðsins,” sagði Rabah Saa- dane, þjálfari Alsíringa og það er hægt að taka undir hans orð. Fabio Capello, landsliðsþjálfari enska liðsins, hefur ekki náð að kveikja í sínum mönnum og þetta var örugglega ekki skemmtilegur afmælisdagur fyrir hann. „Við eigum ennþá eftir að spila einn leik og við vonum að við verð- um ánægðari eftir þann leik. Ég veit ekki hvort að þetta sé pressan eða hvað en við erum ekki í góðum gír. Við erum að tapa of mörgum boltum og ég veit vel að þetta er ekki sama lið og við erum vön að sjá,” viðurkenndi Fabio Capello eftir leikinn. Enska landsliðið fékk strax að heyra það frá stuðningsmönnum sínum í leikslok og það er rétt hægt að ímynda sér fyrirsagnir ensku blaðanna í dag. Þeir eru kannski ekki í hópi með því franska því leikmenn liðsins virðast vera að reyna að spila en það gengur bara ekkert upp hjá liðinu inni á vell- inum og stjórnarleikmenn liðsins eru að gera sig seka um mistök sem sást sjaldan hjá þeim flestum hvað þá hjá öllum í einu. Englendingar hafa þó enn allt í sínum höndum því með sigri á Slóveníu í lokaleiknum þá tryggja þeir sér sæti í 16 liða úrslitunum en allt tal um Heimsmeistaratitil hlýtur að vera orðið að fjarlægum draumi fyrir lærisveinana hans Fabio Capello. ooj@frettabladid.is Púað á enska landsliðið í leikslok Englendingar náðu aðeins markalausu jafntefli á móti Alsír í öðrum leik sínum á HM í Suður-Afríku og eru með eitt mark og engan sigur í fyrstu tveimur leikjunum. Þreytulegur og þunglamalegur leikur liðsins er óskiljanlegur fyrir flesta stuðningsmenn og Englendingarnir í stúlkunni létu líka sína skoðun í ljós. PIRRAÐIR ENGLENDINGAR Ensku landsliðsmennirnir Frank Lampard, Wayne Rooney, David James og Shaun Wright-Phillips ganga af velli í gær undir bauli ensku stuðn- ingsmannanna. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI ÍR-ingar tóku toppsæt- ið af nágrönnum sínum úr efra- Breiðholtinu eftir 2-1 sigur á Leiknismönnum á ÍR-velli í topp- slag 1. deildar karla í gær. Leiknir var með tveggja stiga forskot á ÍR fyrir leikinn en Árni Freyr Guðnason kom ÍR í 1-0 eftir aðeins tveggja mínútna leik og staðan var orðin 2-0 eftir 24 mínútur þegar aukaspyrna Sindra Snæs Magnússonar utan af kanti sigldi alla leið í markið. Brynjar Benediktsson minnkaði muninn fyrir Leikni á lokamín- útu leiksins. Skagamenn eru aðeins að lifna við en þeir unnu annan 1-0 sigur sinn í röð þegar þeir lögðu Njarðvíkinga að velli uppi á Akranesi í gær. Það var Arnar Már Guðjónsson sem skoraði sig- urmarkið í leiknum. Guðmundur Óli Steingrímsson tryggði KA- mönnum 3-2 sigur á Fjölni eftir að Grafarvogspiltar höfðu jafnað leikinn tvisvar sinnum. - óój Breiðholtsslagurinn í gær: ÍR tók toppsæt- ið af Leikni BARIST UM BREIÐHOLTIÐ Frá leik ÍR og Leiknis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.