Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 19.06.2010, Qupperneq 94
66 19. júní 2010 LAUGARDAGUR Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaup- mannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólm- geirsdóttir sér um að hanna stað- inn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verð- ur heimilislegt, þægilegt, barn- vænt og með góðu kaffi,“ segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmanna- höfn. Dóra á nú þegar barinn Jol- ene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á stað- inn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffi- matseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sér- staklega gott úrval af kaffiteg- undum. Það er bara latte og capp- uccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér,“ segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóa- markaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Aust- ur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónu- leika og öðruvísi en önnur kaffi- hús.“ Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimilis- eldhús en boðið verður upp á létt- an matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endur- unninn, matseðilinn og innrétt- ingarnar.“ Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af lita- bókum í hvert sinn sem hún ætl- aði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leik- skóli en börnin geta setið í sér- stöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi.“ Dóru líkar vel við lífið í Kaup- mannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð.“ alfrun@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. umstang, 6. tveir eins, 8. kraftur, 9. ískur, 11. þótt, 12. hnýta þveng, 14. grátur, 16. tveir eins, 17. kúgun, 18. drulla, 20. frá, 21. faðmlag. LÓÐRÉTT 1. ólmur, 3. skóli, 4. hafna, 5. nögl, 7. dráttur, 10. hvoftur, 13. skammst., 15. tikka, 16. hald, 19. ullarflóki. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómak, 6. ff, 8. afl, 9. urg, 11. þó, 12. reima, 14. snökt, 16. tt, 17. oki, 18. aur, 20. af, 21. knús. LÓÐRÉTT: 1. æfur, 3. ma, 4. afþakka, 5. kló, 7. frestun, 10. gin, 13. möo, 15. tifa, 16. tak, 19. rú. DÓRA TAKEFUSA Stækkar veldi sitt í Kaupmannhöfn og opnar nú nýtt kaffihús en fyrir á hún barinn Jolene. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir er annar helm- ingur fatamerkisins AUSTUR og hefur hannað staðina Boston og Austur. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI DÓRA TAKEFUSA: HEF FULLA TRÚ Á ÞVÍ AÐ ÍSLENSKA KAFFIÐ SLÁI Í GEGN Opnar íslenskt kaffihús í Kaupmannahöfn í sumar Stefán Sölvi Pétursson vann keppnina sterk- asti maður Íslands sem haldin var 17. júní. Hann er ekki óvanur því að vinna titla en þetta er í annað sinn sem Stefán er sterkasti maður Íslands ásamt því að vera þrefaldur Vestfjarðavíkingur. „Ég er mjög ánægður með titilinn og gott að erfiðið borgar sig á endanum.“ Stefán er strax farinn út aftur til að keppa í Hálandaleikunum í Skotlandi en hann er staðráðinn í að koma Íslandi aftur á kortið í þessum geira og leggur mik- inn metnað í æfingarnar. „Það eru ellefu ár síðan Íslendingur vann síðast í sterkasti maður heims og okkar tími er því kominn.“ Stefán setur markmiðið hátt og er Jón Páll hans fyrirmynd. „Markmiðið er að ná að landa öllum stóru titlunum eins og Jón Páll. Maður hefði örugglega ekki farið út í þetta ef ég hefði ekki sem krakki séð Jón Pál fara á kostum,“ segir Stefán sem byrj- aði að æfa 17 ára og æfir alla daga. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir íþróttir en þótti of stór og klunnalegur fyrir fótbolta og hand- bolta. Svo fann ég mig í að lyfta stórum þungum hlutum og ákvað að einbeita mér að því.“ Stefán vinnur sem öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og er í fjarnámi í frum- greinadeild Háskóla Reykjavíkur. „Þetta tekur mikinn tíma og ég nota allan minn frítíma í að gera sem minnst,“ segir Stefán sem verður á fullu í allt sumar að þeysast heimshornanna á milli til að vekja hróður Íslands í aflraunum. - áp Ætlar að koma Íslandi aftur á kortið STEFÁN SÖLVI PÉTURSSON Vann keppnina sterkasti maður Íslands á þjóðhátíðardaginn og stefnir langt. FRÉTTABLAÐIÐ/SUNNAHLÍN Jóhannes Kjartansson Starf: Grafískur hönnuður og ljósmyndari í hjáverkum. Aldur: 27 ára, hættuleg- ur aldur fyrir tónlistarfólk. Fjölskylda: Tveir ætt- leiddir kettir. Skarphéðinn og Lísa í Undralandi. Búseta: Grettisgatan. Hún er útungunarstöð fyrir góð partí. Stjörnumerki: Steingeit. Þrjóskur en ekki þver. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Kristbjörg Kjeld. 2 Bonzalo Higuain. 3 Tólf. „Það verður önnur sería. Það á eftir að ganga frá og svona, en það vilja allir aðra seríu og það verður önnur sería,“ segir grín- istinn Steindi Jr. Síðasti þátturinn af Steind- anum okkar var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Þættirnir hafa sleg- ið í gegn á meðal unga fólksins og það liggur því beinast við að kanna hvort framhald verði á samstarfi Steinda og Bents, en þeir hafa framleitt þættina í sam- einingu. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, tekur undir með Steinda og segir fullan vilja fyrir að gera aðra seríu með félögunum. „Við höfum þegar óskað eftir annarri seríu,“ segir hann. „Það eru komnar nokkrar vikur síðan. Við höfum virt það við þá að þeir vildu klára fyrstu seríuna – aðeins að anda og svo byrja að undirbúa næstu.“ Óvíst er hvenær næsta sería hefst, en Steindi og Bent eru þegar byrjaðir að sanka að sér hugmyndum og þróa nýja karakt- era. „Við ætlum að byrja að skrifa á næstunni,“ segir Steindi. „Við erum komnir með fullt af hug- myndum og komnir með drög að þessu öllu saman. Við erum að finna nýja karaktera – það held- ur enginn áfram. Þessi sería er bara þessi sería. Það verða nýir karakterar og allt nýtt.“ - afb Steindi leggur drög að nýrri seríu SNÝR AFTUR Pálmi Guðmunds- son, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er ánægð- ur með viðtök- urnar. Við erum komnir með fullt af hug- myndum og komnir með drög að þessu öllu saman. Við erum að finna nýja kar- aktera - það heldur enginn áfram.” STEINDI JR. GRÍNISTI HAFNARFJARÐARKIRKJA.IS HAMINGJUNÁMSKEIÐ Á JÓNSMESSUNÓTT. Á Jónsmessunótt, 24. júní, frá 23.00 - 01.00, verður haldið námskeið um hamingjuna í Hafnarfjarðarkirkju. Farið verður í gegnum 10 leiðir til að efl a lífshamingjuna undir handleiðslu sr.þórhalls Heimissonar. Námskeiðinu lýkur með djúpslökun og íhugun. Skráning og nánari upplýsingar á thorhallur33@gmail.com Götuspilarinn Jójó hefur nóg að gera þessa dag- ana, enda hefur veðrið verið gott og mikið líf í miðbænum. Hann fékk óvænta heimsókn aðfaranótt 17. júní þegar handbolta- kappinn Logi Geirsson stoppaði hjá honum. Logi var að fagna útskrift sinni, en eins og Fréttablað- ið greindi frá í vikunni hefur hann lokið námi í einkaþjálfun. Logi lét Jójó ekki sjá einan um sönginn og tók hraustlega undir með honum í nokkrun tíma – viðstöddum til yndisauka. Tónlistarmaðurinn vin- sæli Björn Jörundur Friðbjörnsson hefur ákveðið að stunda sjóinn í sumar. Björn Jörundur hyggst gera út bát frá Siglufirði en hann er mikill áhugamaður um siglingar og hefur meðal annars stundað íþróttina síðan hann var níu ára gamall. Björn á einnig for- láta keppnisskútu, sem ber nafnið Aquarius, ásamt nokkrum félögum sínum, en skútan er þrjátíu og þriggja feta löng. Spennan í tippkeppni fagmanna, eða Venediktsson, sem Fréttablaðið hefur sagt reglulega frá undanfarið er í algleymingi. Framarinn Þorbjörn Atli Sveinsson leiðir keppnina sem stendur en forvitnilegt er að rýna í önnur sæti. Logi Bergmann er í 10. til 12. og nýtur augljóslega góðs af því að vinna við að fylgjast með boltanum, en það gengur ekki eins vel hjá borgarfulltrúanum Gísla Marteini Bald- urssyni sem er á meðal síðustu manna. Mikið er þó eftir að keppninni og spennandi verður að sjá hvaða fag- maður stendur uppi sem sigur- vegari. - afb/sm FRÉTTIR AF FÓLKI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.