Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 10
10 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjun- um um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erind- reka erlends ríkis. Hámarks- refsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. Brotin teljast því engan veginn alvarleg, miðað við það sem geng- ur og gerist í heimi njósnara, og fátt bendir til þess að Rússarn- ir hafi valdið Bandaríkjunum teljandi tjóni. Rússarnir eru ungir að árum, búsettir í Bandaríkjunum og sumir með fölsuð bresk eða kan- adísk vegabréf. Þeir eru sakaðir um að hafa unnið að því að kom- ast í tengsl við hópa innan banda- rískra stjórnmála og stjórnsýslu, í þeirri von að geta haft upp úr þeim upplýsingar sem gagnist Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Rússlands hefur viðurkennt að sumir hinna handteknu hafi verið rússneskir ríkisborgarar, en fullyrðir að þeir hafi ekkert gert til að skaða hags- muni Bandaríkjanna. Rússneskir ráðamenn segjast sannfærðir um að þetta mál komi ekki til með að skaða samskipti Bandaríkjanna og Rússlands. Athygli fjölmiðla hefur beinst mjög að hinni 28 ára gömlu Önnu Chapman, rússneskri konu sem hafði komið nokkrum sinnum til Bandaríkjanna áður en hún flutti þangað árið 2005. Hún hefur auglýst sig mjög á netinu, stundað fasteignaviðskipti og reynt að afla sér sambanda sem víðast. Kunningjar segja hana vingjarnlega og athafnasama með afbrigðum. Bandarískir saksóknarar segja hana útsmoginn og þrautþjálfað- an njósnara sem féll þó í gildru útsendara bandarísku alríkislög- Minnir á löngu liðna tíma Rússarnir ellefu, sem Bandaríkjamenn hafa handtekið og saka um njósnir, þykja ekki hafa valdið Banda- ríkjunum teljandi tjóni. Rússar segjast sannfærðir um að samskiptin við Bandaríkin bíði ekki tjón af. BÁÐIR TENGDIR LEYNIÞJÓNUSTUNNI Myndin er tekin meðan Vladimír Pútín var forseti en Mikhaíl Fradkov forsætisráðherra Rússlands. Pútín er gamall starfs- maður KGB en Fradkov tók árið 2007 við embætti yfirmanns leyniþjónustunnar SVR. NORDICPHOTOS/AFP NJÓSNAKVENDI Hin 28 ára gamla Anna Chapman er sögð hafa hlotið langa þjálfun í njósnastarfsemi á vegum Rússa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ■ SVR er utanríkisleyniþjónusta Rússlands, sambærileg bandarísku leyniþjónustunni CIA. Meginverkefni henn- ar er að afla upplýsinga um starfsemi erlendra ríkja, samtaka og einstaklinga, meðal annars með njósnum. ■ FSB er innanríkisleyniþjónusta Sovétríkjanna sem hefur með öryggi ríkisins að gera, sambærileg banda- rísku alríkislögreglunni FBI. Hún hefur meðal annars það verkefni að fylgjast með andstæðingum stjórnar- innar í Kreml. ■ GRU er leyniþjónusta rússneska hersins, sem var stofnuð á tímum Sovétríkjanna og gegnir enn sama hlutverki og þá, nefnilega að afla upplýsinga um hernaðarleyndarmál annarra ríkja, vopnabúnað þeirra og vopnaframleiðslu. ■ KGB var hin alræmda leyniþjónusta Sovétríkjanna. Skömmu fyrir hrun Sovétríkjanna var henni skipt upp í nokkrar smærri stofnanir, sem tóku við starfsemi hennar, þar á meðal bæði SVR og FSB. Leyniþjónustustofnanir Rússa reglunnar FBI sem þóttist vera starfsmaður rússneska sendiráðs- ins í Bandaríkjunum. Þau hittust á kaffihúsi á Man- hattan í New York, þar sem banda- ríski útsendarinn fékk hana til að koma fölsuðu vegabréfi til konu, sem sögð var njósnari. Hún féllst á það, en fékk bak- þanka, hringdi til Rússlands og fékk þar þau ráð að skila vega- bréfi sínu inn á lögreglustöð í Bandaríkjunum og halda síðan til Rússlands – líklega hafi komist upp um hana. Hún fylgdi þessu ráði, en var handtekin á lögreglustöð í New York. Atburðir þessir vekja athygli á því að enn eru gömlu heimsveld- in að burðast við að stunda njósn- ir um hvert annað. Tveir rússnesk- ir njósnarar afplána nú ævilangan fangelsisdóm í Bandaríkjunum, en í Rússlandi sitja líka nokkrir menn í fangelsi dæmdir fyrir njósnir í þágu Bandaríkjanna. Viðbrögðin við þessu nýjasta njósnamáli hafa þó verið á ýmsa lund, og þykir ýmsum það spaugi- legra en öðrum þætti kannski tilefni til. „Ég gæti séð þetta fyrir mér á sjötta áratugnum, en núna árið 2010 virkar þetta frekar bara fyndið, með allan þennan ófullkomna búnað sem þau eru sögð hafa notað,“ hefur fréttastofan AP eftir Alan Sokolow, nágranna tveggja hinna handteknu Rússa. Sokolow segist vera af þeirri kynslóð, sem óttaðist virkilega „rauðu hættuna“ og þurfti að taka þátt í æfingum þar sem fólki var sagt að leita skjóls gegn kjarnorku- sprengjum undir borðum. „Óttinn var raunverulegur, svo það er átak- anlegt að sjá svona nokkuð gerast.“ gudsteinn@frettabladid.is Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is GENGIÐ Á VATNI Vatnsgönguboltinn hefur aldeilis slegið í gegn við strendur Svartahafs. Inni í honum getur fólk hoppað og leikið sér á vatni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Vöruskiptajöfnuður við útlönd var hagstæður sem nam 16,6 milljörðum króna í maí. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Alls voru fluttar út vörur fyrir 52,3 milljarða króna og inn fyrir 35,7 milljarða fob (vara afgreidd um borð í flutningstæki). Þetta er hagstæðari vöruskipta- jöfnuður en á sama tíma í fyrra, en þá nam hann 7,3 milljörðum króna á sama gengi. Fyrstu fimm mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 229,5 milljarða króna, en inn fyrir 174,6 milljarða fob. - kóp Skiluðu 16,6 milljörðum: Vöruskipti við útlönd hagstæð FJÁRMÁL Ríkisendurskoðun segir heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 hafa verið 23 milljarða umfram fjárlög ársins, eða sam- tals 579 milljarða króna. Þrátt fyrir það hafi heildar- útgjöldin verið tólf milljarða innan fjárheimilda ársins, sem námu 591 milljarði, en það skýr- ist af því að með fjáraukalögum bættust þrettán milljarðar við heimildir ársins auk þess sem 22 milljarðar voru fluttir frá fyrra ári. Ríkisendurskoðun segir ástæðu þess að heimildir ársins þurfti ekki að nýta til fulls, meðal ann- ars þá að kostnaður við endur- reisn bankakerfisins hafi reynst minni en áætlaður var. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga, sem birt var í gær. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2010 urðu útgjöld ríkisins sjö milljörðum minni en áætlað var, en tekjur ársins um tveimur milljörðum minni. Þetta varð til þess að rekstur ríkissjóðs varð innan fjárheimilda á tímabilinu. - gb Útgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 voru 579 milljarðar króna: Rekstur innan fjárheimilda FJÁRMÁLARÁÐHERRA Á ÞINGI Ríkisút- gjöld 2009 reyndust umfram fjárlög en innan fjárheimilda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Liðlega fertugur karl- maður með lögheimili í Bret- landi hefur verið ákærður af ríkislögreglustjóra fyrir að hafa í heimildarleysi rekið starfs- mannaleiguþjónustu hér á landi með því að leigja út starfsmenn gegn gjaldi til að sinna störfum á vinnustöðum og undir verkstjórn annarra fyrirtækja á árinu 2006. Þá er manninum gefið að sök að hafa ekki staðið ríkissjóði skil á virðisaukaskatti á sama ári þegar hann gegndi starfi stjórnarformanns og prókúru- hafa einkahlutafélags hér á landi. Virðisaukaskatturinn sem mað- urinn stóð ekki skil á nemur tæpum 23 milljónum króna. - jss Ákærður fyrir skattalagabrot: Leigði út starfs- fólk án heimildar ÍÞRÓTTIR Börnum hefur fjölgað mikið í sundi eftir að aðgangur varð ókeypis í Reykjanesbæ. Þetta er meðal niðurstaðna í lokaritgerð Þórunnar Magnúsdóttur til B.S. gráðu í íþróttafræðum við Háskóla Íslands. Þórunn kannaði hún hvort niður- felling gjalds í sund hefði aukið hreyfingu barna og þá jafnframt þeirra sem ekki stunda íþróttir í frístundum. Kom í ljós að fjöldi sundgesta jókst að meðaltali um 10.175 heimsóknir frá 2006 til 2009. Ókeypis hefur verið í sund í Reykjanesbæ síðan 2006. - sv Börnum fer fjölgandi í sundi: Frekar í sund ef það er ókeypis NÁTTÚRA Rannsóknir á ösku frá Eyjafjallajökli eru nú stundaðar í Snowdon þjóðgarðinum í Wales sem dreg- ur nafn sitt af hæsta fjalli landsins. Vísindamenn safna þar gras- og regnvatnssýnum í þeim tilgangi að meta umhverfisáhrif öskufallsins á svæðinu. Dylan Lloyd, sérfræðingur hjá umhverfisskrif- stofunni CCW, segir í viðtali við dagblaðið Daily Post að ekkert bendi til þess að öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hafi haft skaðleg áhrif þar á bæ. Hins vegar sé rannsóknin skammt á veg komin og of snemmt að fullyrða nokkuð um áhrifin. Vísindamennirnir sjá rannsóknina ekki síst sem undirbúning frekari náttúruhamfara hér á landi. „Ef annað eldgos verður og annað eldfjall í næsta nágrenni er mjög virkt, þá höfum við aflað mikil- vægra gagna til að meta áhrif þess,“ segir Alex Turner, einn vísindamanna CCW. Vísindamennirnir eru ekki síst að mæla magn flú- ors í jarðveginum, en eins og komið hefur fram í kjöl- far gossins í Eyjafjallajökli getur það haft neikvæð áhrif á skepnur. Rannsóknamiðstöðin stendur hátt yfir stöðuvatn- inu Llyn Llydow, í austurhlíðum Snowdon-fjallsins. Þar hafa rannsóknir á loftslagsáhrifum verið stund- aðar undanfarin ár. Öskurannsóknirnar eru því við- bót við hefðbundin rannsóknastörf hópsins, eins og plöntu- og snjólagarannsóknir. - shá Hópur vísindamanna í Wales rannsakar umhverfisáhrif vegna öskufalls: Walesverjar rannsaka gjósku ÖSKURANNSÓKNIR Í WALES Alex McGregor, sjálfboðaliði hjá CCW, safnar sýnum á Snowdon. Llyn Llydow í baksýn. MYND/DAILY POST Í SUNDI Fleiri börn fara í sund þegar frítt er í laugina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.