Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 64
48 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is „Ég kenni útrásarvíkingunum og íslensku krónunni um að Pearl Jam hafi ekki ennþá komið til landsins,“ segir Magni Ásgeirs- son söngvari og aðdáandi rokk- sveitarinnar Pearl Jam. Magni og nokkrir valinkunnir tónlistarmenn eru að skipuleggja tónleika til heiðurs Pearl Jam á Sódómu annað kvöld. „Það er eig- inlega þeim að þakka, og þá helst söngvaranum Eddie Vedder, að ég fór út í þennan bransa, ja, þakka eða kenna,“ segir Magni. Pearl Jam gaf það út á dögunum að Ísland væri á óskalista sínum yfir staði til að sækja heim en lengi hefur staðið til að fá sveit- ina til landsins. „Ég veit til þess að margir hafa reynt að fá Pearl Jam hingað og rétt fyrir hrunið var það nánast í höfn, en svo fór sem fór og íslenska krónan ekki þessum mönnum bjóðandi,“ segir Magni en hann hefur verið aðdá- andi sveitarinnar frá því hann var 12 ára og platan Ten kom út. „Ég fór á tónleika með þeim í Danmörku fyrir um tveimur árum síðan. Það var í fyrsta sinn sem þeir spiluðu í Danmörku frá slysinu á Hróarskelduhátíðinni árið 2000. Það voru magnaðir og tilfinningaþrungnir tónleikar,“ segir Magni og heldur í vonina um að sveitin komi hingað fyrr en seinna. Að sögn Magna munu áhorf- endur fá að heyra allt frá ball- öðum að rokklögum sveitarinn- ar á tónleikunum en spurður um sitt uppáhaldslag með Pearl Jam vefst honum tungu um tönn. „Ég get ómögulega valið eitt lag því fyrir mér er platan Ten eitt stórt frábært lag. Pearl Jam er hljóm- sveit sem gerir þetta fyrir tón- listina en ekki peninginn.“ - áp Tónlistarferillinn Pearl Jam að þakka ELDHEITUR AÐDÁANDI Magni Ásgeirsson ásamt hljómsveit heldur tónleika til heiðurs Pearl Jam annað kvöld á Sódómu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Söngkonan Katy Perry viður- kennir að hún hafi þurft að notast við Netið til að finna út hvaða rappara hún vildi fá með sér í nýja lagið sitt, California Gurls. Eftir að hafa lesið allt sem alfræðivefsíðan Wikipedia bauð upp á um rapparann Snoop Dog ákvað hún að hann væri sá eini rétti í verkið. „Ég wikipedi-aði alla uppruna- legu Vesturstrandar rapparana og velti því fyrir mér hver væri bestur og hver væri kirsuber- ið á toppinn. Það var augljóslega Snoop,“ sagði söngkonan í viðtali. „Hann gerði Drop It Like It´s Hot fyrir nokkrum árum, hann gerði Sexual Seduction – hann er ennþá Hr. Gin&Juice, ég meina maðurinn eldist ekki. Hann er Hundafaðirinn!“ - ls Hundafaðir valinn KATY PERRY Notaðist við internetið til að velja rappara í nýja lagið sitt. Sænski leikarinn Alexander Skarsgård hefur slegið rækilega í gegn í hlutverki vampírunnar Erics í sjónvarpsþáttunum True Blood. Í nýlegu viðtali var hann spurð- ur að því hvernig tónlist hann hafi gaman af að hlusta á og sagðist leikarinn helst hlusta á gamalt pönk. „Ég er mjög hrifinn af pönk- og rokktónlist, og þá sér- staklega bresku og sænsku pönki. Ég er mikill aðdáandi Buzzcocks, the Adverts og the Chameleons. En uppáhalds sænska hljómsveit- in mín er hin goðsagnakennda hljómsveit Ebba Grön sem var vinsæl á áttunda áratugnum. En ég get líka mælt með nýjum og upprennandi tónlistarmönn- um frá Svíþjóð eins og Fever Ray, Mattias Alkberg og Miike Snow. Þetta eru allt frábærar hljóm- sveitir sem gaman er að hlusta á,“ sagði sænski sjarmörinn. Alex elskar pönkið PÖNKARI Sænski leikarinn Alexander Skarsgård hefur gaman af gamalli pönktónlist. Vinkonurnar Ingibjörg og Eva Dögg skipa stílista– og myndatökuteymið Purple Masturbation. Þær halda úti netdagbók með verkefn- um sínum sem þær ákveða og stílisera í sameiningu. Stelpurnar hafa komið sér á framfæri með því að skrifa á klósettveggi út um allan heim. „Þetta byrjaði þegar við vorum að sauma saman peysur og selja á myspace. Í viðtali áttuðum við okkur á því að okkur vantaði nafn á teymið. Í einhverju gríni ákváð- um við Purple Masturbation og héldum okkur síðan við það,“ segir Ingibjörg Torfadóttir. Ingibjörg og vinkona hennar, Eva Dögg Rúnarsdóttir, skipa stíl- ista- og myndatökuteymið Purple Masturbation. Þær eru búsettar í Danmörku og halda úti netdag- bók með myndum úr myndatökum á síðunni www.purplemasturbat- ion.blogspot.com. „Við ákveðum yfirleitt í samein- ingu í hvaða anda verkefnin eiga að vera. Fáum innblástur af Netinu og útfærum þetta svo eftir okkar hugmyndum,“ segir Ingibjörg. „Eva sér svo um hár og make-up ásamt því að stílisera en ég sé um myndatöku og vinnslu mynda.“ Samkvæmt stelpunum vinna þær mjög vel saman í teymi og hafa þær unnið saman í nokkur ár. Ingibjörg tekur sveinspróf í ljósmyndun nú í sumar en hún hefur bæði lært ljósmyndun hér heima og úti í Danmörku. Einn- ig lærði hún fatahönnun í eitt ár í Mílanó. Hún hefur unnið mörg verkefni bæði í Danmörku og hér heima. Eva Dögg er lærður fata- hönnuður. Hún starfaði áður við merkið Red Issue en starfar nú við hönnun á merkinu Envy fyrir fataverslunina Sam- søe & Samsøe. Báðar hafa þær svo starfað sjálfstætt að hönnun fyrir sig sjálfa og ýmis merki í Danmörku. Stelpurnar auglýsa síðuna á mjög áhugaverðan hátt. Þær ganga um með tússpenna á sér og skrifa á klósettveggi skemmti- staða og almenningsklósetta sem þær heimsækja. Áhugaverðar setningar með slóð á vefsíðuna má því sjá á ótrúlegustu stöðum. „Fólk fer á klósettið og les það sem er fyrir framan það. Ef það sem við skrifum er áhugavert eru miklar líkur á því að það kíki á síðuna og sjái það sem við erum að gera,“ segir Eva Dögg. Þessi auglýsingaherferð vinkvennanna hefur svo sannarlega borgað sig þar sem þær eru nú um þessar mundir í New York að vinna að lenydardómsfullu verkefni. linda@frettabladid.is Vinkonur gera það gott í Danmörku PURPLE MASTURBATION Eva Dögg málar og stíliserar og Ingibjörg tekur myndirnar og vinnur þær. MYND/INGIBJÖRG TORFADÓTTIR M YN D /I N G IB JÖ R G T O R FA D Ó TT IR SKRIFA Á VEGGI Stelpurnar skrifa á klósettveggi út um allan heim til að koma sér á framfæri. Gamanleikarinn Jason Bate- man náði að reita mikinn fjölda tölvunörda til reiði í síðustu viku þegar hann fékk að fara fram fyrir röð af fólki sem beið fyrir utan Apple verslun til að kaupa nýjasta iPhone símann. Um tvö þúsund manns biðu í röð fyrir utan verslunina til að geta fest kaup á síman- um og sumir höfðu beðið alla nóttina. „Þetta var fáránlegt. Fólk varð mjög reitt því þetta var út í hött. Hann kom um klukkan fimm um morgun- inn og beið í röðinni eins og við hin, en um klukkan tíu var hann leiddur inn í versl- unina af starfsfólki verslun- arinnar,“ var haft eftir sjón- arvotti sem hafði beðið í röð frá því um klukkan þrjú um nóttina. Bateman segist þó ekki hafa orðið var við reiði við- staddra og tjáði sig um málið á Twitter síðu sinni. „Það baulaði enginn á mig. Það sagði enginn orð. Starfsmað- ur verslunarinnar sótti mig úr röðinni til að hlífa mér við ljósmyndurum sem þarna stóðu. Ég var sáttur við að bíða í röð. Ég vildi óska að ég hefði beðið áfram í röðinni.“ Bateman reitir nördana til reiði EKKERT GRÍN Jason Bateman vakti reiði manna með því að fara fram fyrir röð fólks sem beið eftir því að geta keypt nýjan iPhone síma. >KYLIE SYNGUR FRÍTT Kylie Minogue heiðrar samkynhneigða aðdáendur sína í Madríd á Spáni um helgina, þar sem hún mun troða upp á tónleikum, án þess að taka við greiðslu. Tónleikarnir verða á hátíð samkynhneigðra í Madríd, en há- tíðin laðar að sér mörg þúsund manns á ári hverju. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.