Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 40
 1. JÚLÍ 2010 FIMMTUDAGUR2 ● Grímsnesið góða Grímsnesið er tiltölulega stutt frá Reykjavík og miðsvæðis að sögn Harðar Óla. Ýmislegt er á dagskránni þar fram undan. „Ruslamálin brenna á sumarhúsa- fólki hérna,“ segir Hörður Óli Guð- mundsson, varaoddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, en síðasta haust voru allir gámar á sumar- húsabyggðum svæðisins fjarlægð- ir. Sumarhúsaeigendur hafa þurft að fara á Seyðishóla til þess að losa sig við rusl í sumar. Á Seyðishól- um er hægt að henda heimilissorpi utan afgreiðslutíma. „Þetta var meira að segja kært til úrskurðarnefndar hollustu- hátta- og mengunarvarnarmála sem úrskurðaði í síðustu viku. Þeir úrskurða þannig að gjald- taka hreppsins sé eðlileg en það þurfi að auka aðgengi að rusla- gámum,“ útskýrir Hörður Óli og bætir við að gjaldið hefði þurft að hækka um fjögur hundruð prósent ef ruslagámarnir hefðu ekki verið fjarlægðir. Hörður Óli segir þó ýmis- legt fleira í gangi í Grímsnes- og Grafningshreppi. „Það er sumarhátíð hollvina Grímsness, Brú til borgar, 10. til 11. júlí. Svo er Grímsævintýri, helgina eftir verslunarmannahelgi, sem bygg- ist á langri hefð. Þá sömu helgi er líka hestamannamót inni á Laugarvatnsvöllum.“ Inntur eftir afþreyingu í Gríms- nes- og Grafningshreppi segir Hörður Óli: „Það eru golfvellir í Kiðjabergi og Öndverðarnesi og svo drýpur smjör af hverju strái og fiskur í hverju vatni eins og sagt er. Það er hægt að veiða í Apa- vatni, Svínavatni og Hestvatni,“ segir Hörður Óli. En er veiðin góð? „Já, auðvitað er góð veiði. Eins og gengur fer það þó eftir veðri og veiðimönnum.“ Hörður Óli segir að kirkjur sveit- arfélagsins séu allar nýuppgerðar. „Það er verið að gera upp kirkjuna á Búrfelli sem er 160 ára gömul og er töluvert merkilegt mannvirki. Kirkjan á Stóru-Borg er nýrri og nýuppgerð,“ segir Hörður Óli og heldur áfram: „Af húsfriðunarsjón- armiðum verður að halda þessum gömlu kirkjum við.“ Af hverju ætti fólk að leggja leið sína í Grímsnesið? „Þetta er nú til- tölulega stutt frá Reykjavík og er svolítið miðsvæðis. Það er stutt að fara á Þingvelli, Laugarvatn, Gull- foss og Geysi og hamfarasvæðið undir Eyjafjöllunum ef menn hafa áhuga á að skoða það.“ Ýmsir spennandi viðburðir framundan Hörður Óli segir drjúpa smjör af hverju strái í Grímsnes- og Grafningshreppi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Guðrún Sigurðardóttir er bóndi í Grímsnesi í frístundum en vinnur á Dýralæknaþjónustu Suðurlands. „Það er mjög fínt að búa í Grímsnesinu,“ segir Guðrún. En hvað er svona gott við það? „Ég er uppi í sveit, nálægt kaupstaðnum en get sótt vinnu.“ Guðrún er fædd og uppalin á Bjarnastöðum í Grímsnesi þar sem hún býr enn þann dag í dag. „Það stóð alltaf til að búa í Grímsnesi. Ég fór í bæinn í Menntaskólann í Kópavogi og kláraði stúdentinn þar en fór samt heim aftur,“ segir Guðrún. Hún fór líka til Þýskalands til vinnu og dvaldist í nágrenni við Frankfurt í hálft ár. Grímsnesið heillaði Guðrúnu þó alltaf. „Þetta er falleg sveit með skemmtilegu fólki. Það er líka svo gott veður í Gríms- nesinu.“ Guðrún er bóndi í frístundum en segist þó ekki vera með sér- staklega mikinn búskap. „Ég er með nokkrar kindur, hross og hunda.“ Guðrún vinnur annars á Dýralæknaþjónustu Suðurlands og hefur talsverðan áhuga á dýrum. „Ég á Border Collie-hunda og þjálfa þá og nota sem fjárhunda.“ Grímsnesið heillaði Guðrún er bóndi á Bjarnastöðum í frístundum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ólafur Jónsson jarðvegsverktaki er búsettur í Grímsnesi. „Ég hef búið hérna alla mína tíð,“ segir Ólafur Jónsson, jarð- vegsverktaki í Grímsnesi. „Ég að vísu flutti að heiman og fór norður í land á Hvammstanga í þrjú ár.“ Hann hafði þó viðkomu á Þorlákshöfn í ár áður. Seinna flutti Ólafur aftur í Grímsnesið. „Við ákváðum bara að flytja aftur suður. Það var ekkert spennandi að fara í Reykjavík- ina þá. Þannig að við enduðum bara aftur heima,“ segir Ólafur sem bjó á Borg í nokkur ár eftir heimflutninginn. „Síðan stofn- aði ég lögbýli uppi á Svínavatni sem heitir Steinar og byrjaði að byggja þar.“ Ólafur segir gott að búa í Grímsnesinu en hann vinnur nú fyrir sumarhúsaeigendur. „Það byrjaði bara með smá vinnu eins og torfi á sumrin. Undanfarin ár hefur þetta falist í að leggja vegina, lagnirnar, grafa fyrir húsinu og rotþrónni,“ útskýrir Ólafur sem segir að lítið hafi verið að gera undanfarið. „Ég tek mér bara frí og vinn þegar vinnu er að fá.“ En hvað er gott við að búa í Grímsnesi? „Þetta er flókin spurn- ing,“ segir Ólafur og hugsar sig um. „Það er alla vega ekkert betra að vera einhvers staðar annars staðar.“ Leggur vegi og lagnir Að sögn Ólafs er hvergi betra að vera heldur en í Grímsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Útgefandi: Hollvinir Grímsness l Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Guðmundur Guðmundsson, Hollvinir Grímsness Hafnarfjörður 1. júlí 2010 l Símanúmer: 899 3267 www.hollvinir.blog.is gudgu@simnet.is Ársæll Hannesson bóndi hefur búið í Grafningnum alla sína ævi. Hann tók við búskap af föður sínum árið 1949. „Ég vil nú ekki meina að ég búi í Grímsnesinu,“ segir Ársæll, sem er bóndi á Stóra-Hálsi. „Það voru sameinaðir tveir hreppar og ég bý í Grafningnum.“ Faðir Ár- sæls hóf búskap á Stóra-Hálsi árið 1911. „Þannig að á næsta ári verða hundrað ár síðan. Ég tók við þegar hann dó og hef búið hér síðan. „Þetta var erfiður staður, vega- samband slæmt og ekkert lengi vel fyrst. Þetta er þokkalegt núna.“ Inntur eftir því hvort þróun hafi orðið á svæðinu á ævi Ársæls segir hann: „Það hefur orðið mikil breyt- ing, en ég veit ekki hvort ég vil kalla það þróun, ekki að minnsta kosti alveg í rétta átt. Fyrst var á annað hundrað manns í sveitar- félaginu og búið á þrettán bæjum en nú er mannlíf á sex bæjum.“ Ársæll segir að sauðfjárbú- skapur hafi verið aðalatvinnu- vegurinn á svæðinu lengi vel. „Hann stóð undir mannlífinu, samskiptum manna. Nú er sauð- fé bara á þremur bæjum,“ segir Ársæll og bætir við að sauðféð hafi tengt fólk saman. Réttirnar í Grafningshreppi verða hundr- að ára í haust að sögn Ársæls. „Eftir að sauðfénu fækkaði þá er langt um meiri einangrun og þó að það sé mannlíf á þessum bæjum þá eru voðalega lítil sam- skipti innan svæðisins.“ Ársæll er með röskar tvö hundruð kindur á vetrarfóðri. Stóri-Háls er á milli sjö og átta hundruð hektarar að stærð. „En megnið af því er fjalllendi og ógrónir melar,“ útskýrir Ár- sæll sem segir óráðið hvort börnin haldi áfram búskap þar. „Ég á fjög- ur börn og reikna ekki með að þau snúi aftur en ég á barnabörn líka.“ Sauðfé tengdi fólk saman Ársæll Hannesson hóf búskap á Stóra-Hálsi í Grafningi árið 1949. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.