Fréttablaðið - 01.07.2010, Page 18

Fréttablaðið - 01.07.2010, Page 18
18 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING : Almenningssamgöngur á Norðurlöndum Hlutfall íbúa í Helsinki sem nýta sér almennings- samgöngur hefur lækkað undanfarin ár með auk- inni sölu á einkabílum. 71 prósent íbúa notar þær á háannatíma. Suvi Rihtniemi sem stýrir almenningssam- göngum í borginni segir þettingu byggðar nauðsyn- lega forsendu þess að al- menningssamgöngur batni í Reykjavík og skipuleggja eigi ný hverfi út frá þeim. Í Helsinki nýtir 71 prósent borg- arbúa sér almenningssamgöng- ur á háannatíma. Þetta dugar þó ekki samgönguyfirvöldum, sem hafa útfært stefnu um að þetta hlutfall verði 73 prósent í nánustu framtíð. Suvi Rihtniemi er forstjóri HSL, sem sér um almenningssamgöngur í Helsinki og umhverfi. Fyrirtækið er hluti borgarkerfisins, undanþeg- ið skatti og á ekki að skila hagnaði. Það sér um að skipuleggja sam- göngurnar svo allt gangi upp, selja miðana og svo framvegis. Hins vegar sjá einir átta undirverktak- ar um að reka vinnuvélarnar: lest- ir, strætisvagna og ferjur. Þótt árangurinn sé góður á háannatímanum hefur hlutfall ferða borgarbúa með almenn- ingssamgöngum, af heildarferð- um í Helsinki, fallið á nokkrum árum úr 66 prósentum og niður í 42. Suvi segir að með auknum tekjum Finna hafi einkabíllinn orðið vinsælli. En tölurnar ætti þó ekki síður að skoða í ljósi þess að almenningssamgöngukerfi Hels- inki hefur verið stækkað mjög og tekur nú til mikils dreifbýlis í kringum borgina, en í útjöðrunum fer hlutfall ferða með almennings- samgöngum niður í 13 prósent. Bílaeign mikil í Reykjavík Þessar tölur allar um nýtingu kerf- isins eru vitanlega mun hærri en þær sem þekkjast í Reykjavík, þar sem innan við tíu prósent allra ferða eru farnar með strætisvögn- um. Hörður Gíslason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Strætós, bend- ir á að erlendis sé gömul hefð fyrir almenningssamgöngum, bílaeign minni og aðgengi einkabílsins að miðborginni víðast hvar þrengt. Í tölum Suviar séu einnig sporvagn- ar taldir með. Þá er stærðarmun- urinn mikill: um milljón finnskir farþegar nýta sér þjónustu HSL dag hvern. „Ef eingöngu eru bornir saman strætisvagnar í stórborgunum, þá erum við þar í lægri kantin- um, en ef born- ar eru saman borgir af sam- bærilegri stærð og við búum í þá er samanburð- urinn ekki svo afleitur fyrir okkur,“ segir Hörður. Þegar Suvi er spurð ráða um bætt kerfi í strjálbýlli borg eins og Reykja- vík, segir hún strax að til að almennings- samgöngur verði skilvirkar þurfi byggðin að vera þétt. Dreifða byggð þurfi að endurskipuleggja með fleiri fjölbýlishúsum. „Og ný hverfi þarf að skipuleggja út frá almenningssamgöngum.“ Annað ráð gefur hún um fyr- irkomulag sem á ensku er kall- að „park and ride“, sem mætti kannski þýða sem „lagt og farið af stað“ eða eitthvað þess háttar. Það þýðir að íbúar hinna dreifð- ari byggða koma á morgnana á einkabílum sínum og leggja þeim í bílastæðahús á sínum svæðum. Bílastæðahús þessi eru samtengd rútu- eða lestarstöðvum og á þeim skipta íbúarnir yfir í almennings- samgöngur til að ferðast í mið- bæinn. Svo koma þeir aftur úr bænum með vagninum að kvöldi dags, skipta yfir í einkabíl og aka heim. Þetta hefur þann kost að álag á samgöngukerfinu á annatíma verður miklu minna og bílarnir fylla ekki dýrmæta fermetrana í miðbænum, þar sem afar dýrt er til dæmis að byggja bílastæða- hús. Að ekki sé minnst á aukin loftgæði. „Það er dýrt og erfitt að plana almenningssamgöngur í dreifbýl- inu, en það er tiltölulega einfalt að hafa lest sem fer milli nokkurra miðstöðva þar, og sækir fólk sem kemur sér sjálft þangað að heim- an. Það getur verið bara ein lína sem heimsækir helstu hverfin,“ segir Suvi. Jan Egil Meling hjá Trikken, sporvagnakerfi Óslóar, hefur kom- ist að því að aukin framleiðni og framboð á sporvagnaleiðum sé hagkvæmari en að draga saman seglin í sparnaðarskyni. Lítil slík kerfi séu hlutfallslega dýr, miðað við stór kerfi. Það að minnka þau dragi sáralítið úr kostnaði. Aukin framleiðsla sé hins vegar hag- Hverfi verði skipulögð út frá strætisvögnum HÖRÐUR GÍSLASON Veturinn 2006/2007 var erfitt að fá strætóbílstjóra til starfa í Kaupmanna- höfn og var það rakið til þess að starfið hefði ekki nægilega góða ímynd meðal almennings. Bílstjórarnir, verkalýðsfélögin og fyrirtækið Movia, sem heldur utan um strætisvagnaleiðir og hluta járnbrauta í Kaupmannahöfn, ákváðu að reyna að breyta þessu. Í sameiningu stofnuðu þessir aðilar meðal annars sérstakan skóla og netsíðu. Farþegum fannst að bílstjórarnir væru áhugalitlir ekki bara um farþegana, heldur líka um farmiðana. Þá virtust bílstjórar óhamingjusamir og ekki stoltir af sjálfum sér. Ákveðið var að bílstjórarnir myndu byrja á því að líta alltaf framan í farþegana þegar þeir stigu inn í vagninn. Síðan fór í gang sam- keppni meðal vagnstjóra um að senda smáskilaboð með bestu söguna úr ánægjulegu samlífi bílstjóra og farþega. Eftir það var farþegum einnig boðið í svipaða samkeppni, og smáskilaboðin birt á sérstakri heimasíðu: Hrósaðu bílstjóranum þínum. Síðast en ekki síst var auglýst. Brosandi bílstjórar urðu andlit og ímynd strætós um víða borg og utan á vögnunum sjálfum. Hvernig er hægt að bæta bílstjórana? Klemens Ólafur Þrastarson klemens@frettabladid.is Kaupmannahöfn friðuð með rafbílum Í Kaupmannahöfn ferðast álíka marg- ir um með reiðhjólum, einkabílum og almenningssamgöngum. Þar hefur nýlega verið gerð tilraun með rafmagnsstrætisvagna í miðbænum. Vagnarnir eru sjö metra langir og taka 21 farþega. Þeir geta keyrt í allt að 140 kílómetra á hverri rafhleðslu og fara ekki hraðar en fimmtíu kílómetra á klukkustund. Simon Baadsgaard, sem er umferðarskipuleggjandi hjá Kaup- mannahöfn, segir hljóðlausa rafbílana vera hluta yfirstandandi „friðunar“ miðborgarinnar. Verið sé að reyna að draga úr mengun og hávaða þar. Þetta á að fást meðal annars með því að fjölga almenningsrafbílum á kostnað einkabílsins en hefur ekki gengið eftir enn.. Bílarnir hafa verið í notkun síðan í september 2009. kvæmari því fasti kerfiskostnað- urinn sé þá þegar greiddur. „Þá borgarðu einungis jaðar- kostnað við framleiðsluaukning- una,“ segir hann. Í Ósló hafi fram- leiðni vagnakerfisins, það er tíðni ferða og sætaframboð, aukist um 26 prósent milli 2003 og 2009. Á sama tíma fjölgaði farþegum um 44 prósent. Alls 43 prósent veg- farenda nota vagnana. Um leið auglýsti Trikken mikið og mark- aðssetti sig sem millilið borgar og íbúa. Margar ferðir á annatíma Tíðni vagna í Helsinki er talsverð. Almenningssamgöngukerfið þar er virkt frá fimm á morgnanna til klukkan tvö á nóttunni. Um helg- ar er það einnig virkt um nóttina, eftir klukkan tvö. Á háannatíma kemur sporvagn- inn á fjögurra til fimm mínútna fresti, en átta til tíu mínútna fresti annars. Strætisvagnarnir spila með sporvögnunum og eru á tíu mínútna fresti þegar mest er að gera, en fimmtán til tuttugu mínútna fresti annars. Þegar eftirspurn er minnst, í mikilli fjarlægð frá miðborginni, ganga vagnarnir á hálftíma, jafn- vel klukkustundar fresti. Þá verður vart kvartað undan annarri þjónustu hjá HSL. Þar, eins og víða í Evrópu, er hægt að fylgjast með því á klukku á stopp- istöðvum hve langt er í vagninn. Í Helsinki eru um 1.000 stöðvar búnar þannig. En HSL vill hanna nýtt kerfi, þar sem hægt verður að fylgjast með ferðum vagnanna í rauntíma úr farsíma. Einnig er verið að uppfæra snjallkortakerfið þar í bæ. SUVI RIHTNIEMI SPORVAGNAR Í HELSINKI Almenningssamgöngukferfið í Helsinki er virkt frá fimm á morgnana til klukkan tvö á nóttunni. NORDICPHOTOS/AFP Hrífandi og áleitin saga eftir höfund metsölubókarinnar Dóttir hennar, dóttir mín. „Mæli einlægt með bókinni.“ KS/ midjan.is 1.990.- v.á. 2.490.- ÓDÝRAR KILJUR Í ÚRVALI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.