Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.07.2010, Blaðsíða 52
36 1. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Icelandair breytti áætlunum sínum 180 sinnum, sendi út hundr- að fréttatilkynningar og sinnti starfsfólk flugfélagsins allt að fjögur þúsund símtölum meðan á gosum stóð við Fimmvörðuháls og á Eyjafjallajökli frá apríl og fram undir síðustu mánaðamót. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í forsíðuviðtali við Birki Hólm Guðnason, forstjóra Ice- landair, í nýjasta tölublaði fag- tímaritsins Airline Business. Einsdæmi er að Íslendingur prýði forsíðu blaðsins, sem er þungavigt- arrit í alþjóðlegum flugheimi. Í viðtalinu er sjónum beint að áhrifum eldgosanna og banka- hrunsins á rekstur flugfélag- anna. Þrátt fyrir mikla röskun á alþjóðaflugi sér Birkir gosið í jákvæðu ljósi. Það hafi komið Íslandi rækilega á kortið og útlendingar hafi ekki komist hjá því að heyra um landið. Birkir segir að þrátt fyrir rösk- un á flugi víða um heim af völdum gossins hafi það ekki komið har- kalega niður á Icelandair. Þvert á móti sé búist við metafkomu á árinu. Það sé ekki síst að þakka starfsfólkinu, sem vann nær tut- tugu klukkustundir alla daga vikunnar og verið því orðið upp- gefið þegar gosinu lauk um mánaðamótin. - jab timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1754 Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson ganga á Snæfells- jökul, fyrstir manna. 1845 Endurreist Alþingi kemur saman til fundar í fyrsta sinn. 1875 Alþingi tekur til starfa sem löggjafarþing. 1886 Landsbanki Íslands, fyrsti banki á landinu, hefur starfsemi í Reykjavík. 1908 Páll Einarsson tekur við sem fyrsti borgarstjóri í Reykjavík. 1928 Líflátshegning numin úr lögum á Íslandi. 1941 Bandaríkin taka upp stjórnmálasamband við Ísland og viðurkenna sjálf- stæði landsins. Alþingi kom saman í fyrsta sinn í alþingishúsinu við Austurvöll þennan dag fyrir 129 árum, en húsið var þá nýbyggt. Alþingishúsið teiknaði Ferdinand Meldahl, þáverandi forstöðumaður listaakademíunnar í Kaupmanna- höfn. Bygging þess fór fram árið 1881 undir stjórn danska byggingar- verktakans F. Bald. Húsinu var valinn staður við Aust- urvöll, nánar tiltekið við Kirkjustíg, en áður hafði verið gert ráð fyrir að húsið yrði byggt við Bakarastíg, þar sem nú er Bankastræti. Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari seldi þá land sitt við Kirkjustíg fyrir 2.500 krónur, en yfirkennarinn hafði áður notað landið undir kálgarð sinn og þótti verðið hneyksl- anlega hátt í þá tíð. Alþingishúsið er reist úr höggnu íslensku grágrýti, en reykvískir iðnaðar- menn höfðu lært að höggva og tilreiða grjót til húsabygginga ellefu árum áður, þegar fangahúsið við Skólavörðustíg var reist árið 1872. Það var á sínum tíma fegursta og stærsta steinbygging landsins, og þykja enn fáar fegurri né tignarlegri en einmitt alþingishús Íslendinga. Áður en Alþingi fór inn í nýja alþingishúsið, á árunum 1845 til 1881, starfaði það í gamla Latínu- skólanum, sem í dag hýsir Mennta- skólann í Reykjavík. ÞETTA GERÐIST: 1. JÚLÍ 1881 Alþingi fer í Alþingishúsið AFMÆLI Björn K. Leifsson líkamsrækt- arfrömuður er 51 árs. Hreimur Örn Heimisson tón- listarmaður er 32 ára. Eiríkur Örn Norðdahl ljóðskáld er 32 ára. DÍANA PRINSESSA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1961 „Mesti sjúkdómur mann- kyns er að njóta ekki ástar. Það gleður mig að vera aflögufær um ást til ann- arra í mínútu, dag eða mánuð, og það vil ég gefa. En ef þú elskar einhvern; haltu þá fast í ástina.“ Díana prinsessa er þekktust fyrir góðgerðastörf. Hún lést í bílslysi í París 1997. „Bókin er skrifuð fyrir almenn- ing á mannamáli um þau tólf gildi sem 1.500 manns á þjóðfundinum 2009 völdu til að efla með sjálfum sér eða til að breyta samfélaginu til betri vegar,“ segir Gunnar Her- sveinn, rithöfundur og heimspek- ingur, sem situr nú við skriftir á bók sem Skálholtsútgáfan gefur út í haust um gildin tólf. „Ég upplifði stemninguna sem á þjóðfundinum ríkti og það var ný reynsla og spennandi að leitað væri að visku fjöldans. Því er óvenjulegt að skrifa bók sem búið er að velja efnið í, en mitt hlutverk er að finna nýja nálgun á þessi gildi og tengja inn í framtíðina til endurreisnar samfélagsins,“ segir Gunnar Her- sveinn og bætir við að bókin muni nýtast bæði einstaklingum, fyrir- tækjum og stofnunum. „Ég veit að fyrirtæki og stofnan- ir fóru af stað eftir þjóðfundinn og vildu innleiða gildin í starf sitt og því verður þetta handbók til þess líka, en samt sem áður opin því ekkert er nokkurn tímann endan- legt og eilífðarverkefni að vinna með þessi gildi. Því eiga lesend- ur að skapa um þau umræðu og bæta einhverju við,“ segir Gunnar Hersveinn. Gildin sem nutu mest fylgis á þjóðfundinum voru heiðarleiki, jafnrétti, virðing, réttlæti, kærleik- ur, ábyrgð, frelsi, sjálfbærni og lýð- ræði. Einnig fjölskyldan, jöfnuður og traust. „Þessi gildi töldu þjóðfundar- fulltrúar að hefði skort hingað til og heiðarleiki valinn mikilvægast- ur. Svona hópur af gildum er svo alltaf valinn tímabundið; eitthvað sem samfélagið þarfnast næstu árin, og mitt markmið að finna eitthvað nýtt í kringum þau í stað- inn fyrir að telja upp það sem áður hefur verið sagt,“ segir Gunnar Hersveinn sem hefur langa reynslu af skrifum bóka um gildi og hefur áður skrifað bækurnar Gæfuspor – gildin í lífinu og Orðspor – gildin í samfélaginu. „Samt er vandasamt að skrifa bók sem á líka að heppnast, en ég tel mig hafa ágætan grunn og hef reynt að æfa mig í að skrifa á skiljanlegu máli. Ég nota ákveðna aðferð til að nálgast þetta, tengi hugtökin saman og reyni að finna mælikvarða og hindranir svo að gildin virki sem best.“ Hann segir ekki hafa komið á óvart að heiðarleiki hafi lent efstur á blaði. „Ég hef skoðað vel hvaða gildi hafa verið vinsælust í gegnum tíð- ina og þar hefur heiðarleiki alltaf verið verið mjög ofarlega á baugi. En við segjum oft heiðarleiki þótt við kunnum hvorki né vitum hvern- ig við eigum að innleiða hann, rækta með okkur eða efla hann. Bókin er því ætluð til hjálpar þeim sem vilja stíga skrefið lengra. Þá mun ég einnig fjalla um önnur gildi sem mér finnst vanta, eins og nægjusemi, því gildi þjóðfundar- ins voru algjör grunnhugtök þótt ánægjulegt hafi verið að sjá sjálf- bærni og jafnrétti þeirra á meðal,“ segir Gunnar Hersveinn, sannfærð- ur um að saman getum við gert Ísland að betri stað til að lifa á. „Það er vel hægt að bæta samfélagið og markmið með bók- inni er að vera verkfæri þeirra sem hafa áhuga á einmitt því. Fyrir aðeins fimm árum þótti hallæris- legt að vilja gera eitthvað til að bæta samfélagið en ég vona að sá tími sé liðinn. Þá snerist allt um að bæta sjálfan sig og ná árangri í lífinu fyrir sig, en kenningin í bókinni segir að enginn verði full- þroska maður fyrr en hann stígur út úr innsta hring og vill gera eitt- hvað fyrir aðra.“ thordis@frettabladid.is GUNNAR HERSVEINN: SKRIFAR BÓK UM TÓLF GILDI ÞJÓÐFUNDAR Hægt að bæta samfélagið MEÐ HEIMSPEKILEGRI SÝN Gunnar Hersveinn rithöfundur mun í nýrri bók fjalla um gildin tólf sem fulltrúar þjóðfundarins völdu í Laugardalshöll í fyrrahaust. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR OPNA Farið er ítarlega yfir gosið í Eyjafjallajökli í úttekt um Icelandir. For- stjórinn segir gosið hafa komið landinu á kortið. FORSTJÓRI Á FORSÍÐU Talið er einsdæmi að Íslendingur prýði forsíðu Airline Business. Ruud van Nistelrooy knatt- spyrnumaður er 34 ára. Sambíóin hafa tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á sérstak- ar ungbarnasýningar í kvikmynda- húsum sínum undir yfirskriftinni Fyrsta bíóferðin. Um er að ræða ákveðnar en þó ekki allar sýningar á völdum mynd- um sem höfða til barna, Leikfanga- sögu 3 og Shrek sæll alla daga 7. júlí klukkan 13, en þá verður lækkað aðeins í græjunum til að taka vel á móti þessum hópi kvikmyndagesta. Alfreð Árnason, framkvæmda- stjóri Sambíóanna, segir þetta vera til frekara marks um þá stefnu fyr- irtækisins að reyna að gera yngstu kynslóðinni hátt undir höfði. Allar nánari upplýsingar fást upp- gefnar hjá Sambíóunum. Bjóða upp á sérstakar ungbarnasýningar HLÝJAR MÓTTÖKUR Ungabörn geta nú notið ævintýra Shreks í Sambíóunum. Á forsíðu eins virtasta flugtímarits heims Sumarmarkaður verður opnaður á Thorsplani í Hafnarfirði í dag og verður hann hafður opinn fimmtu- daga, föstudaga og laugardaga frá klukkan 11 til 18 í sumar. Markaðurinn er tilraunaverk- efni sem er unnið í samstarfi við Rauðakrossinn og Deigluna og því eru húsin leigð út án endurgjalds. Eins verða tvö hús við Græna kaffihúsið í Hellisgerði og geta áhugasamir selt þar varning af ýmsu tagi. Þeim sem vilja taka þátt í að skapa markaðsstemningu í miðbæ Hafnarfjarðar er bent á að hafa samband við skrifstofu menning- ar- og ferðamála í Hafnarfirði. Markaðsstemning NÝR MARKAÐUR Í dag verður opnaður sumarmarkaður í Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.