Fréttablaðið - 17.07.2010, Síða 23

Fréttablaðið - 17.07.2010, Síða 23
matur [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ] júlí 2010 Tapas er sam-heiti á smá-réttum frá Spáni sem njóta vax- andi vinsælda um allan heim, enda bæði bragðgóðir og oft ein- faldir í framkvæmd. Svo skemmir ekki fyrir að réttina er hægt að útfæra á ýmsa vegu og nýta í þá það hráefni sem hendi er næst eins og Nuno Servo, annar eigandi Tapas-bars- ins, bendir á. „Við höfum til dæmis þróað ýmsa tapas-rétti sem ekki eru dæmigerðir fyrir Spán, svo sem lamb í lakkríssósu, keng úru með plómuragú og smækkaða útgáfu af nautalund með borgun- ion sveppasósu, sem venjulega er borin fram sem 250 gramma steik. Þetta sýnir að tapas-rétti má leika sér með og þróa í ýmsar áttir, þótt upphaflega hafi menn kannski fylgt einhverjum leikreglum í þeim efnum,“ bendir Nuno á og bætir við að annar kostur sé að réttina megi bera fram allt árið um kring og við ýmis tækifæri. Kokkar Tapas- barsins, þau Martin Sappia, Bjarki Gunnlaugsson og Ósk Ómarsdóttir, lögðu til nokkra rétti sem miðast hver og einn við fjóra og lesendur geta spreytt sig á. - rve Tapas eru bragð- góðir og ferskir smáréttir sem tilvalið er að njóta á sumrin þegar líkam- inn kallar á léttan mat. FRAMHALD Á SÍÐU 4 Næringarrík og góð Þórdís Sigurðardóttir hjá Happi gefur upp- skrift að grískri paprikusúpu. SÍÐA 2 Dísætir eftirréttir Ítalskt berjasorbet og amerísk bláberjakaka með rjóma. SÍÐA 6 Léttir og ljúffengir smáréttir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.