Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 4

Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 4
4 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR Útskriftarsýning Ljósmyndaskólans við Hólmaslóð hefst klukkan 15 á laugardaginn, ekki klukkan 14. Sjóvá hefur gefið lögreglu sex venju- legar myndavélar, ekki eftirlitsmynda- vélar, líkt og sagt var í blaðinu í gær. LEIÐRÉTT RÚANDA, AP Paul Kagame, forseti Rúanda, var endurkjörinn með 93 prósentum atkvæða í nýafstöðn- um kosningum. Kjörstjórn segir að 97 pró- sent hafa tekið þátt í kosning- unum sem er nær óþekkt þátttaka. Undir stjórn Kagame hefur hagvöxtur verið mikill en hann hefur verið gagnrýndur fyrir að sauma að stjórnarandstöðuhópum. Fréttamaður AP ræddi á mánu- dag við þrjá kjósendur sem sögðu að þeim og fleirum hefði verið skipað að kjósa snemma morguns áður en kjörstaðir opnuðu. - mþl Grunur um kosningasvindl: Forseti Rúanda endurkjörinn PAUL KAGAME SERBÍA, AP Engin merki finnast um að fjöldagröf sé í Rudnica í Serbíu. Grunur hafði leikið á því að þar hefðu meira en 250 Kós- óvó-Albanar verið jarðsettir eftir stríðið árið 1999. Saksóknarar telja að fólkið hafi verið drepið og grafið í Kósóvó en síðan fært til Serbíu til að fela- líkin. Samkvæmt lýsingum vitna áttu líkin að hafa verið grafin undir byggingu og bílastæði. Á svæðinu hafa ekki fundist líkamsleifar, en rannsókn heldur áfram. - þeb Rannsókn í Serbíu: Engin merki um fjöldagröf DÝRALÍF Stór hópur háhyrninga, um tuttugu dýr, sást við Hauga- nes í Eyjafirði í fyrradag. Mjög sjaldgæft mun vera að svo stór hópur sjáist jafn innarlega í firð- inum, að því er segir á nordur- landid.is. Háhyrningarnir eru taldir vera í ætisleit en mikil áta er í Eyja- firði. Samkvæmt nordurlandid.is hefur verið mikið af hrefnu í firðinum í sumar og aðstæður til hvalaskoðunar því góðar í Eyja- firði þetta árið. - kh Fjölbreytt dýralíf fyrir norðan: 20 háhyrningar í Eyjafirðinum LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík sendi kanadískri fjölskyldu GPS-tæki sem stolið var frá henni í sumar. Brotist var inn í bíl fjölskyldunnar í Reykjavík og úr honum var stolið ýmsum bún- aði. Flest komst þó aftur í hend- ur fjölskyldunnar áður en hún hélt utan, að undanskildu GPS- tækinu. Lögreglan komst svo yfir tækið eftir húsleit. Það var sent til Kanada eftir að starfsmaður í munavörslu bar kennsl á það. - sv Lögreglan endurheimtir þýfi: Minnugur munavörður VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 21° 25° 21° 22° 21° 22° 22° 25° 21° 31° 29° 34° 21° 23° 17° 23° Á MORGUN 3-8 m/s. LAUGARDAGUR Hægur vindur. 19 16 13 16 15 14 10 15 15 14 14 4 6 8 6 2 4 4 5 4 3 6 17 14 14 16 18 18 18 16 15 15 ÞURRT OG BJART AUSTANLANDS Það verður held- ur vætusamt á vestanverðu land- inu næstu daga en austanlands mun líklega verða þurrt að mestu og bjart. Úrkomulítið á laugardag en á sunnudag eru horf- ur á talsverðri vætu vestan til á ný. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður RÚSSLAND Met var slegið í flugi tveggja óauðkenndra TU-95 sprengjuflugvéla Rússlandshers sem flugu í tvígang um íslenska loftrýmiseftirlitssvæðið laust fyrir síðustu mánaðamót. Fram kemur í frétt rússnesku fréttastofunnar RIA Novosti að vélarnar hafi verið á lofti í 40 klukkustundir og að flogið hafi verið yfir Norður-Íshafið, Atl- antshaf og Kyrrahaf. Varnarmálastofnun greindi í fyrradag frá flugi vélanna hér. Eftirlitsflug Rússa var hafið á ný í forsetatíð Vladimírs Pútín, í ágúst 2007. - óká Birnir slógu met í Íslandsflugi: Vélarnar voru á lofti í 40 tíma ÞOTUR Á FLUGI Mynd frá breska varnar- málaráðuneytinu af RAF Typhoon herþotu (neðri vélin) sem fylgir „birni“, rússneskri H-sprengjuflugvél. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Slitastjórn Glitnis í Lúx- emborg hefur stofnað dótturfélag- ið Reviva Capital, sem mun sjá um rekstur eignasafns bankans úti. Eignir Glitnis í Lúxemborg eru að mestu lán til evrópskra fasteignafé- laga í Þýskalandi, á Norðurlöndum og í Bretlandi. Félagið sér jafnframt um innheimtu á stórum hluta eigna þrotabús Landsbankans. Skilanefnd Glitnis á níutíu pró- senta hlut í Reviva Capital en stjórn- endur félagsins afganginn. Þar á meðal eru nokkrir fyrrverandi lykil- stjórnendur Glitnis í Lúxemborg, svo sem Ari Daníelsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis ytra, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Reviva Capi- tal. Átta aðrir Íslendingar starfa hjá félaginu, þar af nokkrir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans. „Þetta eru ekki sömu aðilarnir og veittu lánin. Þeir eru allir farn- ir,“ segir Árni Tómasson, formað- ur skilanefndar Glitnis og bætir við að þeir fyrrverandi lykilstjórn- endur Glitnis sem starfi hjá Reviva Capital hafi komið til Lúxemborgar á fyrri hluta árs 2008. Virði eigna í stýringu hjá Reviva Capital hljóðar upp á 1,6 milljarða evra, jafnvirði 250 milljarða króna. Tíu prósenta hlutur stjórnenda er verðlaus í dag, að sögn Árna. Hann getur aðeins orðið einhvers virði takist stjórnendum að afla annarra verkefna. - jab Fyrrverandi stjórnendur Glitnis í Lúxemborg stýra eignum fyrir skilanefnd: Ekki sagðir þátttakendur í fallinu ÁRNI TÓMASSON ARI DANÍELSSON EFNAHAGSMÁL Lög frá síðasta þingi sem leyfa skuldurum með tvær eignir að losna við aðra eignina og færa umframskuldir yfir á hina voru samin með hagsmuni bank- anna að leiðarljósi, að mati Lilju Mósesdóttur, þingmanns VG, en hún hefur talað fyrir lyklafrum- varpi svokölluðu, þar sem skuld- urum er leyft að skila eign sinni með skuldunum. Samþykktu lögin leyfa hins vegar að skuldir af einni eign séu færðar yfir á aðra, sú fyrrnefnda fer í hendur lánardrottna. Umboðsmaður skuldara, Ásta Sigrún Helgadóttir, segir að hún muni koma með ábendingar ef rétt reynist að nýju lögin dugi ekki til. „Auðvitað hefði verið betra, hefði það verið hægt, að ganga lengra, en þetta er fyrsta löggjöfin og það hefur ekki reynt á þetta ennþá. Það er auðvitað hugsanlegt að endurskoða þetta þegar þar að kemur,“ segir hún. Frum- varpið hafi tekið breytingum í meðförum þingsins: „Þetta var bara pólitísk ákvörðun,“ segir Ásta Sigrún. Lögin umræddu eru hugsuð til hagsbóta fyrir þá sem voru búnir að festa kaup á íbúð þegar húsnæð- ismarkaður- inn kólnaði, en höfðu ekki selt gömlu íbúðina sína. En Lilja minnir á að skuldar- inn fær engar afskriftir. Bankinn geti hins vegar fengið ódýra íbúð og selt hana aftur síðar meir með hagnaði. „Það er bara bankinn sem getur hagnast á þessu. Í upprunalega lyklafrumvarpinu var það skuldar- inn sem gat hagnast,“ segir hún. Lilja segir að Alþingi hafi því miður engin ráð til að bæta rétt- arstöðu skuldara aftur í tímann. Annað gildi þegar bæta þurfi stöðu fjármálastofn-ana, eða skerða kjör launþega: „Við settum til dæmis lög um að laun forstjóra í ríkisgeiranum yrðu lægri en laun forsætisráðherra. Þá þurfti að að taka upp samninga við ríkis- starfsmenn. Besta dæmið er samt fræg bráðabirgðalög Ólafs Ragn- ars og Steingríms J. Sigfússonar frá tíunda áratugnum þegar gerð- ir voru kjarasamningar sem áttu að gera laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna sambærileg við laun í einkageiranum. Þá voru sett bráðabirgðalög sem tóku þetta úr gildi og virkuðu þannig aftur í tímann,“ segir Lilja. klemens@ frettabladid.is Mátti ganga lengra í þágu skuldaranna Umboðsmaður skuldara tekur undir orð þingmanns VG um að lengra hefði mátt ganga í lögum um tvær eignir. Þingmaður harmar máttleysi Alþingis þeg- ar bæta skal stöðu skuldara, aftur í tímann. Ólíkt auðveldara sé að lækka laun. LILJA MÓSESDÓTTIR ÁSTA SIGRÚN HELGADÓTTIR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 11.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 196,7509 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,19 118,75 185,29 186,19 153,77 154,63 20,637 20,757 19,254 19,368 16,222 16,318 1,3869 1,3951 179,92 181 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Smellugas Ódýrt að skipta yfir í Smellugas Olís Þú færð nýjan þrýstijafnara þér að kostnaðarlausu og við tökum gamla kútinn upp í. smellugas.is P IP A R \T B W A - S ÍA Þú skilar inn tómum 9 kg stálkút með gamla kerfinu, kaupir 11 kg stálkút með Smellugasi Olís og færð 25% afslátt af innihaldi. 4.813 kr. með 25% afslætti af innihaldi 11 kg 5 kg 10 kg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.