Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 8
12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR
GRÆNLAND, AP Risastór íshella, sem
brotnaði af Grænlandsjökli í vik-
unni, gæti valdið verulegu tjóni
ef hún nær að berast suður á bóg-
inn. Þegar fram líða stundir getur
hún eða stór brot úr henni trufl-
að skipaferðir suður af Grænlandi
eða jafnvel rekist á olíuborpalla út
af austurströnd Kanada.
„Hún er svo stór að það er ekki
hægt að hindra að hana reki, það
er ekki hægt að stöðva hana,“ segir
Jon-Ove Methlie Hagen, jökla-
fræðingur við háskólann í Osló.
Nú er þess beðið hvort íshellan
berst út í Nares-sundið, sem liggur
á milli norðvesturstrandar Græn-
lands og Ellesmere-eyju, sem til-
heyrir Kanada, áður en vetrar-
frostin skella á í næsta mánuði.
Þaðan bærist hún áfram út í Baff-
inflóa og suður á bóginn út á Atl-
antshafið austur af Nýfundna-
landi.
„Það er þá sem þetta fer að verða
hættulegt,“ segir Mark Drink-
water hjá evrópsku Geimferða-
stofnuninni.
Á leiðinni getur hellan rekist á
eyjar eða aðra ísjaka, þannig að
brotni úr henni. Brotin geta samt
verið mjög stór og valdið miklu
tjóni. Talið er að eitt til tvö ár geti
liðið þangað til hellan eða stór brot
úr henni verða komin á fjölfarnar
siglingaslóðir.
Íshellan, sem er um 250 til 260
ferkílómetrar að stærð, eða álíka
og þrefalt Þingvallavatn eða nán-
ast allt landsvæði Reykjavíkur-
borgar, brotnaði frá Patermann-
jökli við Nares-sund 5. ágúst
síðastliðinn.
Fullvíst þykir að hlýnun jarðar
eigi þar hlut að máli, enda hefur
meðalhiti hækkað jafnt og þétt á
norðurslóðum síðustu áratugina.
Þótt stórir ísjakar brotni reglu-
lega af Grænlandsjökli oft á ári
hefur þetta stórt flikki ekki losn-
að síðan 1962. - gb
BRETLAND, AP Skeinuhætt baktería
hefur fundist í fólki á sjúkarhúsum
í Bretlandi. Bakterían hefur mikið
þol gagnvart sýklalyfjum og gæti
brátt breiðst út um heim.
Bakterían hefur fundist í 37
manns á Bretlandi. Allir þessir ein-
staklingar eiga það sameiginlegt
að hafa gengist undir skurðaðgerð
á Indlandi eða í Pakistan, margir
vegna lýtalækninga, en snúið síðan
aftur til Bretlands.
Svo virðist sem baktería þessi sé
nú þegar mjög útbreidd á Indlandi,
þar sem heilbrigðiskerfið ræður illa
við að greina hana og hefur varla
sýklalyf sem duga gegn henni.
Í nýjasta hefti breska læknatíma-
ritsins Lancet Infectious Diseases
skýra vísindamenn frá því að fund-
ist hafi nýtt gen, sem nefnist NDM-
1. Þetta gen breytir bakteríum
þannig að þær þola nærri öll sýkla-
lyf.
Þetta gen hefur þegar fundist í
Ástralíu, Bandaríkjunum, Hollandi,
Kanada og Svíþjóð, auk Bretlands.
Vegna tíðra ferða Bandaríkjamanna
og Evrópubúa til Indlands og Pak-
istans má búast við því að bakterí-
an illskeitta geti breiðst hratt út um
heiminn. - gb
Ný ofurbaktería, ættuð frá Indlandi og Pakistan, hefur fundist í Bretlandi:
Gæti breiðst mjög hratt út
SÝKLALYF GAGNSLÍTIL Sem fyrr reynist
handþvottur mikilvægur til að koma í
veg fyrir smit. NORDICPHOTOS/AFP
af öllum veiðivörum alla þessa viku.
Allt í veiðina í veiðideild okkar í Glæsibæ.
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS
Eftir einstaklega hlýtt og sólríkt sumar eru
krækiber og bláber bústin af næringu. Útlit er
fyrir afar góða berjasprettu í ár.
Grænjaxlarnir eru óðum að víkja
og bláum og bústnum berja-
kroppum fjölgar með hverjum
degi. Farðu í berjamó með
fjölskyldunni og nýttu þessa
gjöf náttúrunnar. Fáðu þér BKI kaffi
með pönnukökum, bláberjum og rjóma.
Tíðarfarið hefur verið gott fyrir berjasprettuna.
Hafðu góða skapið með í berjamó, uppáhalds
teppið þitt og nóg af nýlöguðu BKI kaffi á brúsa.
Hvert sem þú ferð í berjamó þá gefst kjörið tækifæri
til að fá sér rjúkandi bolla af góðu BKI kaffi.
Angan af
kaffi kemur
bragðlauk-
unum af stað
og ilmurinn
segir til um
ríkt bragðið
af BKI kaffi.
Helltu upp
á gott BKI
kaffi.
BKI Classic
Eftir sólríkt sumar er krökkt af berjum um allt land!
Fagnaðu
berjatímabilinu
með BKI kaffi
Nú er góður tími til berjatínslu
Kauptu BKI fyrir góða
uppskeru í berjamó
BKI Extra
Snöggristað við háan hita.
Þannig næst fram ríkara
kaffibragð við fyrsta sopa
en léttur og mjúkur keimur
fylgir á eftir.
Sérvaldar baunir frá
þekktustu kaffisvæðum
heimsins tryggja hið
mjúka bragð, lokkandi
ilminn og fersklegt
eftirbragðið.
Skipaferðir og olíuborpallar hugsanlega í hættu vegna íshellu frá Grænlandi:
Stefnir hægt suður á bóginn