Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 26
26 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærrar eigin- konu, móður, ömmu, langömmu og systur, Vilborgar Pétursdóttur, Vippu, Skjólbraut 9a, Kópavogi. Sérstakar þakkir til Karitas hjúkrunarþjónustu, starfs- fólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og allra þeirra er önnuðust hana af alúð í veikindum hennar. Sigurður K. Haraldsson Pétur Steinn Sigurðsson Jóhanna Eysteinsdóttir Haraldur K. Sigurðsson Jóhanna L. Aðalsteinsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og systkini. Elskulegur eiginmaður, faðir, afi og langafi, Benedikt Gröndal fyrrv. forsætisráðherra, sem lést þriðjudaginn 20. júlí sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. F.h. aðstandenda, Heidi Jaeger Gröndal Jón Gröndal Dorothea Emilsdóttir Einar Gröndal Guðrún Guðmundsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Guðmundsson Suðurgötu 34, Siglufirði, lést á heimili sínu mánudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju fimmtudaginn 19. ágúst kl. 14.00. Sóley Anna Þorkelsdóttir Birgir Gunnarsson Þorgerður Sævarsdóttir Margrét Gunnardóttir Gunnar Árnason Sóley Anna Pálsdóttir Ólafur Björnsson Sævar Birgisson Gunnar Birgisson Birgitta Birgisdóttir Sylvía Rán Ólafsdóttir Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Svövu G. Sigmundsdóttur. Jóhann M. Kristjánsson Unnur Arnardóttir Margrét Kristjánsdóttir Borghildur J. Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sérstakar þakkir til Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grund. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Árelía Þórdís Andrésdóttir, Smyrlahrauni 45, Hafnarfirði, lést að morgni sunnudags 8. ágúst. Leifur Rósinbergsson börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Arthúr Pétursson bóndi, Syðri Vík Vopnafirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 5. ágúst, verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 14. ágúst kl. 14.00. Kristín Brynjólfsdóttir Ásdís Arthúrsdóttir Svanur Arthúrsson Monserat Arlette Brynhildur Arthúrsdóttir Guðbrandur Stígur Ágústsson Margrét Arthúrsdóttir Heiðar Kristbergsson og barnabörn. Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Gunnar Finnsson rafvirki, Tryggvagötu 4, lést mánudaginn 9. ágúst á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin verður auglýst síðar. Eva Hlín Gunnarsdóttir Jökull Pálmar Jónsson Hákon Darri Jökulsson Marta Gunnarsdóttir Sigvaldi Lárus Guðmundsson Elísabet Líf Sigvaldadóttir Hildur Finnsdóttir Gunnar Gunnarsson Eiríkur Finnsson Hafdís Þorvaldsdóttir Yndislegi maðurinn minn, stjúpfaðir, sonur, bróðir og mágur, Gunnar Magnússon Goðheimum 4, Reykjavík, lést sunnudaginn 8. ágúst. Ásta Agnarsdóttir Rúnar Máni Gunnarsson Eydís Magnúsdóttir og synir Davíð Snævar Gunnarsson Ragnhild Svellingen og synir Tinna Dögg Gunnarsdóttir og börn Ingibjörg S. Gunnarsdóttir María M. Magnúsdóttir Bergur Stefánsson og synir Móðir mín, Ingibjörg Ólafsdóttir, er látin. Jarðarförin hefur farið fram. Kristján Yngvi Karlsson og aðstandendur. „Það verður enginn samur eftir að hafa heimsótt Sankti Pétursborg og séð með eigin augum alla þá list sem þar hefur safnast saman,“ segir Hrafnhildur Blom- sterberg, stjórnandi Flensborgarkórsins, sem í ágústbyrjun vann fyrstu verðlaun í flokki blandaðra kóra í alþjóðlegri kóra- keppni í Rússlandi. „Söngfólkið er yfir sig sælt með sigur í sinni fyrstu keppnisferð. Ég vissi satt að segja ekki hverju ég ætti von á því ég hafði aldrei áður farið til Rússlands með kór. Viðmiðin eru ólík hverju sinni en nú var leitað eftir hljómi og túlkun tónlist- arinnar, eigin stíl, framkomu á sviði og breidd efnisskrárinnar sem voru stíft settar skorður. Eftir að sigur var í höfn kom í ljós að þyngst vó einstakur hljómur kórsins, textameðferð hans, hreinleiki, túlkun og víðtækt efnisprógramm,“ segir Hrafnhildur himinglöð. Flensborgarkórinn er kór útskrifaðra nemenda frá Flensborgarskólanum. „Ég stofnaði skólakór Flensborgar fyrir ell- efu árum og var fljótlega hvött til að stofna framhaldskór, en af því varð ekki fyrr en haustið 2008. Frá upphafi hafa svo verið um tíu prósent nemenda í skóla- kórnum og nú eru í honum 80 söngvarar,“ segir Hrafnhildur, en í framhaldskórn- um eru þrjátíu söngvarar á aldrinum 20 til 30 ára. Alls var 37 kórum boðið til keppni í The VI International Competition of Choral Arts - The Singing World - að þessu sinni. Keppnin þykir afar sterk á heimsvísu og er dæmd af sjö manna alþjóðlegri dómnefnd. Auk þess að keppa í kórsöng hélt Flensborgarkórinn tvenna tónleika fyrir fullu húsi. „Í Cathedral of Assuption of Virgin Mary var hljómburðurinn svo fullkom- lega fagur að ég upplifði þá yndislegustu tónleika sem ég hef haldið um dagana. Tónlistarunnendur Pétursborgar sækja tónleika kórakeppninnar mjög þétt og okkar stærsta upplifun var að syngja fyrir fullu húsi þar sem var hrópað, klappað og staðið upp, en þó á svo agað- an hátt,“ segir Hrafnhildur. „Það er virkilega eftirsóknarvert að syngja í kór og ungu fólki af báðum kynjum þykir sjálfsagt að sækja um þótt miklu færri en vilja komist að. Kórstarfi fylgir gífurlegur félagsskapur og margir verða vinir fyrir lífstíð. Að ferðast með slíkum vinahópi er dásamlegt og punkt- urinn yfir i-ið að fara jafn frækna fyrstu ferð.“ thordis@frettabladid.is FLENSBORGARKÓRINN: VANN FYRSTU VERÐLAUN Í ALÞJÓÐLEGRI KÓRAKEPPNI Uppspretta ævilangrar vináttu Um þrettán hundruð þátttak- endur á kristilegu stúdentamóti í Laugardalshöll veiktust af matareitrun þennan ágústdag fyrir 35 árum, en aldrei hafa fleiri fengið matareitrun í einu hér á landi. Kjúklingakássa með baunum var talin líklegasta orsökin, en alls voru þrjátíu fluttir á sjúkrahús eftir kvöldmatinn í Höllinni. Sumir veiktust nokkuð hastarlega, en eitrunin gekk tiltölulega fljótt yfir og ekkert tilfelli talið mjög alvarlegt. Fyrst eftir að veik- indin gerðu vart við sig voru fjórir sjúkrabílar sendir út af örkinni og skiljanlega mikið að gera við að að flytja sjúka. Almannavarnir voru tilbúnar ef með þyrfti og haft var eftir lækni á Landakoti að gott hefði verið að fá æfinguna. ÞETTA GERÐIST: 12. ÁGÚST 1975 1300 fá matareitrun LEIKKONAN DOMINIQUE SWAIN ER ÞRÍTUG „Að mínu áliti eru dýr sköpuð til átu. Ég tek því hlutverk mitt í fæðukeðjunni alvarlega og háma í mig kjöt; því hrárra því betra. Ég er aðeins þeirrar skoðunar að dýrum skuli aldrei slátrað til þess eins að nýta feld þeirra.“ Dominique Swain lék Lólítu í sam- nefndri kvikmynd 1997. Hún er tals- maður dýraverndunarsamtakanna Peta. M YN D /B ER G LI N D IN G IB ER TS D Ó TT IR SIGURGLAÐIR SÖNGFUGLAR Hrafnhildur Blomsterberg stjórnandi með glaðbeittum sigurvegurum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.