Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 29

Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 29
FIMMTUDAGUR 12. ágúst 2010 3 ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Mátunarklefar eru oftar en ekki nauðsynleg-ur viðkomustaður áður en ákvörðun er tekin um fatakaup. Klefarnir eru hins vegar eins margir og þeir eru misjafnir, því miður ansi oft í aumu ástandi. Hver man ekki eftir að hafa séð mátunarklefa með rykhnoðrum í öllum horn- um og rifnum tjöldum, svo ekki sé minnst á enn verri hluti sem finnast í klefunum. Jafnvel í fínni verslunum eða stóru magsínunum eins og le Bon Marché eða Print- emps í París geta mátunarklef- ar verið langt frá því að stand- ast lágmarkskröfur um hreinlæti og útlit þó þeir hafi einmitt verið fundnir upp í stóru magasínun- um snemma á 20. öld. Mátunar- klefar eru mælikvarði á hvort viðkomandi fyrirtæki stendur sig eða ekki í að taka á móti við- skiptavininum, þar sem snert er á hjarta verslunarinnar en um leið á eins viðkvæmum hlutum og að afklæða sig og máta ný föt. Huggulegheit og rúmt pláss á þessu viðkæma augnabliki eru því eitthvað sem fjölmargar misjafn- lega fínar verslanir hafa engan metnað lagt í. Ástæðan fyrir þessum litla metnaði gagnvart mátunarklefum er oftast einföld, það er að hagn- aður er oftast reiknaður út eftir innkomu á fermetra og mátunar- klefar ekki taldir með í útreikn- ingi hans því þeir skila engu. Auðvitað algjör misskilningur því ákvarðanir eru einmitt teknar í mátunarklefunum. Speglar eru gjarnan fyrir utan klefana þannig að viðskiptavinurinn neyðist til að fara út til að sjá hvort flíkin passi. En það er þó ekki aðeins til þess gert að neyða viðskiptavininn til þess að hlusta á lygasögur söluf- óksins um hvað flíkin passi vel og geri mikið fyrir viðkomandi þó það sé sjálfsagt einnig markmið- ið. Ef samband skapast milli sölu- manneskjunnar og kaupandans er stundum komið í veg fyrir mistök og jafnvel stór tískuslys, allt eftir því hversu sölumaðurinn er heið- arlegur og hvort hann er tilbúinn til að segja sannleikann. Þannig er hægt að bjóða rétta stærð eða allt aðra flík ef hún passar lík- amsgerð viðkomandi alls ekki. En það er enn von í þessum málum. Sífellt meira er verslað á Netinu þar sem auðvitað er ekk- ert hægt að máta nema þá með því að skapa sér tvífara á heima- síðu seljandans með brjóstmáli, hæð, þyngd og fleiru sem hefur svo það hlutverk að máta. Vanda- málið er þó að þessi ímyndaða mátun er mjög ónákvæm. Metn- aðarfullar verslanir og fínu tísku- húsin leggja nú meira en áður í mátunarklefana og reyna jafnvel nýjungar. Hjá hönnuðinum Agnès B. er í sumum verslunum mátað í hópklefa sem er innréttaður eins og búningsherbergi. Þannig er viðskiptavinum boðið að kynn- ast og gefa hver öðrum álit sitt meðan á mátun stendur. Ekki þó gott fyrir feimna þetta fyrir- komulag. bergb75@free.fr Í sama klefa Á frumsýningu þáttanna klæddist Parker brúndröppuðum jakka hönn- uðum af Donnu Karan og stuttum gráum kjól. Hún valdi flatbotna, ein- falda gyllta sandala við. Getsgjafinn sjálfur, Donna Karan, valdi einnig gráan kjól og flatbotna skó við sama tilefni. Hún bar einnig áberandi hálsmen. Karan hafði góða ástæðu til að opna heimili sitt fyrir þekktum stjörnum á borð við Parker, eiginmann hennar Matthew Brod- erick, Mörthu Stewart og leikurum þáttanna, en þeir fjalla um móður í úthverfi sem greinist með krabba- mein. Karan missti bæði eiginmann sinn og góðan vin úr krabbameini. Laura Linney leikur eitt aðalhlutverk- ið í The Big C og var áberandi á frum- sýningunni í rauðum Valentino-kjól. Hún gat þó ekki horft á sjálfa frum- sýninguna. Haft var eftir henni að hún ætti erfitt með að horfa á sig. - mmf Gráir kjólar vinsælir SARAH JESSICA PARKER MÆTTI Á FRUMSÝNINGU ÞÁTTANNA THE BIG C Á HEIMILI HÖNNUÐARINS DONNU KARAN UM HELGINA. Sarah Jessica Parker og Donna Karan völdu báðar gráa kjóla á frumsýningu þáttanna The Big C. NORDICPHOTOS/AFP Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Viltu ná kjörþyngd og komast í form? TT námskeiðin okkar sívinsælu, frá toppi til táar, miðast við að veita konum leiðsögn um lífshætti sem skila árangri. Þau byggjast á áralangri reynslu og fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsbeitingu, fundi, vigtun og mælingar. TT námskeiðin standa yfir í sex vikur. Þrjá tíma í viku er stunduð markviss líkamsrækt sem eflir þol og styrk og tekur mið af einstaklingsbundinni getu. Vigtað er í hverjum tíma og mælingar gerðar þrisvar á tímabilinu. Fundur er haldinn einu sinni í viku. Við veitum persónulega þjónustu í notalegu umhverfi þar sem algjör trúnaður ríkir. telpurS onuK r Velkomin í okkar hóp! TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar 7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar 10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 12:05 F mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar 16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 17:40 I mánu- og þriðjud, fimmtud 18:25 Barnapössun 18:40 J mánud, - miðvikud 19:25 og lau 8:30 18:25 TT3 Mánu- og miðvikud - (16-25 ára) NÁMSKEIÐUM FYLGIR FRJÁLS MÆTING Í TÆKJASAL Staðurinn - Ræktin Innritun í fullum gangi! Sími 581 3730 Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 22. ágúst kl. 16:00 og 17:00 E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar ÚTSÖLULOK AÐEINS 4 VERÐ • 1000 • 2000 • 3000 • 5000 Nýjar vöru koma á föstudag Lín Design - gamla sjónvarpshúsið - Laugavegi 176 - Sími 533 2220 - www.lindesign.is Útsalan heldur áfram Borðdúkar með 30-50% afslætti Skoðaðu úrvalið í vefverslun www.lindesign.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.