Fréttablaðið - 12.08.2010, Page 34
12. ÁGÚST 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● tölvur
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
HRingurinn er tölvuleikjamót sem
haldið er árlega af Tvíund, nem-
endafélagi tölvunarfræðinema
við Háskólann í Reykjavík og fer
fram nú 13. til 15. ágúst í nýju hús-
næði skólans í Nauthólsvík. Mótið
er opið almenningi og er fjár-
öflun fyrir rekstur nemendafé-
lagsins. Það verður í gangi allan
sólarhringinn en keppnirnar eru
að degi til.
Mótið er riðlakeppni þar sem
keppt verður í þremur tölvu-
leikjum sem allir eru fyrstu per-
sónu skotleikir. Þeir eru Counter-
Strike 1.6, Counter-Strike: Source
og Call of Duty 4. Þeir sem vilja
spila aðra leiki eða hafa það ró-
legra geta skráð sig sem einstakl-
ingar og verið óbundnir af móts-
tilhögun.
Í ár stefnir í að þeir sem taka
þátt í riðlakeppninni verði 110
talsins. Enn er mögulegt að fleiri
einstaklingar komi inn þar sem
skráning er opin fram á föstudag.
Tuttugu og fimm lið eru skráð til
leiks þegar þessi frétt er skrifuð,
síðdegis á miðvikudegi.
Nánari upplýsingar eru á http://
hringurinn.net.
- gun
Tölvuleikjamót í HR
Betra er að hafa einbeitinguna í lagi í leikjunum. NORDICPHOTOS/GETTY
„Facebook leyfir ekki gerviað-
gang fyrir gæludýr vegna þess
að aðgangur þar sem fólk villir á
sér heimildir getur skaðað heil-
indi samfélagsins,“ sagði Winn-
ie Ko, talsmaður Facebook, við
fréttastofu CNN. Mikið
hefur verið um að
fólk stofni gerviað-
gang fyrir gæludýr
sín á samskiptavefn-
um. „Fólk á Facebook
langar til að eiga sam-
skipti við alvöru vini
sína og fólk sem það
þekkir í heiminum.“
Joseph Smith,
sem stofnaði blogg-
ið á Facebook, sagði
að til væru marg-
ar síður á Netinu
þar sem fólk gæti þóst vera eitt-
hvað annað en það væri, jafnvel
gæludýr. Haft var eftir honum að
gæludýraeigendur ættu að velta
þeim möguleika fyrir sér.
Kanínan Nestle á síðu á Face-
book. Jessica Frey eigandi henn-
ar veit um samskiptasíður sér-
hannaðar fyrir kanínur. Hún
sagði erfitt að skipta yfir eftir
að hafa eytt miklum tíma í að
byggja upp síðu á Facebook þar
sem hún hefur eignast yfir þús-
und vini, flesta loðna.
Frey sagði að sumir hinna
loðnu vina Nestle hefðu lent
í því að síðum þeirra hafi
verið lokað. „Þetta er mjög
kjánalegt þar sem við
vitum öll að gælu-
dýrin stofna
ekki síðurn-
ar. Það er
fólkið sem á þau sem er að eignast
vini. Þetta er frekar meinlaust.“
Talsmaður Facebook kaus að
tjá sig ekki um hvort gæludýra-
aðgangi væri eytt. - mmf
Gæludýrum úthýst af Facebook
Að minnsta kosti
nokkur þúsund gælu-
dýraeigendur hafa
stofnað aðgang fyrir
dýrin sín á Facebook.
Joseph Frey segir að gæludýraeigendur
eigi að velta fyrir sér möguleikanum á
að stofna síður á sérhönnuðum sam-
skiptasíðum fyrir gæludýr.
NORDICPHOTOS/GETTY
Ýmsar leiðir eru til að fylgjast
með netnotkun barna og ungl-
inga en allra best er að upplýsa
til komast að samkomulagi um
notkun.
Tölvu- og netnotkun opnar ótelj-
andi möguleika en skapar líka
hættur og þá sérstaklega þegar um
óhörðnuð börn og unglinga er að
ræða. Guðberg K. Jónsson, verk-
efnastjóri SAFT, var tekinn tali og
spurður um eftirlit með netnokun
barna og unglinga og siðferði á
Netinu.
„Flest börn og unglingar eiga
ekki í nokkrum vandræðum á
Netinu og umgangast það fyrst
og fremst sem afþreyingar- og
upplýsingatæki. Það eru til ýmis
tæki og tól til að stjórna netnotk-
un þeirra en við hjá SAFT leggjum
höfuðáherslu á að það sé skilning-
ur og samkomulag á milli barna og
foreldra um hvernig eigi að nota
Netið.“ Guðberg segir þó hægt að
loka á ákveðnar síður. „Þjónustu-
aðilar geta lokað á tilteknar síður
en auk þess bjóða þeir í auknum
mæli upp á það að foreldrar geti
sjálfir stýrt hvaða síður eru opnar
og hverjar ekki.“ Guðberg segir
þjónustuaðila eins og Símann og
Vodafone kaupa aðgang að gagna-
grunnum sem geyma síður sem
innihalda efni sem einungis er
ætlað fullorðnum og er hægt að
stýra notkun inn á þær. „Þá eru til
ýmis konar forrit sem hafa verið
þróuð og markaðssett til að auð-
velda foreldrum að stjórna net-
notkun barna en því miður er það
svo að yfirleitt er hægt að finna
leið fram hjá þeim. Það er jafn-
vel til í dæminu að menn skemmti
sér við að auglýsa hvernig það er
gert.“
Guðberg segir líka hægt að
fylgjast með því hvaða síður eru
heimsóttar og í hvað tölvan er
notuð. Það er meðal annars hægt
í Explorer auk þess sem hægt er
að setja upp sérstakt Spyware í
tölvuna. Þá er foreldrastjórnunar-
kerfi innbyggt í nýja stýrikerfið
hjá Microsoft en eins og fyrr segir
þá leggur SAFT höfuðáherslu á að
foreldrar leggi línurnar með börn-
um sínum og komist að samkomu-
lagi um notkun þeirra.
Inntur eftir siðferði barna og
unglinga þegar kemur að því að
stela tónlist og myndefni á Net-
inu segir Guðberg það erfitt við-
fangs. „Hótanir um lögsóknir
hafa ekki borið árangur og virðist
þurfa eitthvað annað. Hugsanlega
er fjarðlægðin á milli listamanns-
ins, hvort sem það er tónlistarmað-
ur eða leikstjóri, slík að notendur
gera sér ekki grein fyrir afleið-
ingunum.“ En hvað er þá til ráða?
„Mér finnst auglýsingarnar sem
voru framleiddar eftir að Nætur-
vaktinni var halað ólöglega niður
í stórum stíl nokkuð góðar en þar
sögðu listamennirnir sína hlið. Ég
held að herferð sem slík skili frek-
ar árangri.“
- ve
Fæstir eiga í vandræðum
Til eru ýmis forrit sem auðvelda foreldrum að fylgjast með netnotkun barna sinna en best er að komast að samkomulagi enda er
yfirleitt hægt að finna leið fram hjá slíkum kerfum ef viljinn er fyrir hendi.
Guðberg segir flest börn og unglinga
ekki eiga í nokkrum vandræðum á
Netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA