Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 39

Fréttablaðið - 12.08.2010, Side 39
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Nýherji hefur í sumar staðið fyrir óvenjulegri markaðs- herferð, en bláar ninjur hafa skotið upp kollinum víða um land. Bláu ninjurnar hafa gert víðreist víða um land í sumar. Hópurinn hefur meðal annars farið vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, til Akureyrar og fleiri áfangastaða. Hann var settur saman í byrj- un sumars af Nýherja til þess að fara öðruvísi og skemmtilegar leiðir í markaðssetningu á Len- ovo-fartölvum og skemmta fólki í leiðinni. Eins og Nýherji hefur greint frá þá var markmiðið að: „brjóta upp hversdagslegar að- stæður með óvenjulegum aðferð- um, fá fólk til þess að klóra sér í hausnum og hugsa út fyrir kass- ann.“ Hópurinn sem leikur Bláu ninj- urnar nefnist Radioactive Pants. Hópurinn hefur verið starf- andi frá 2006 og er í dag skipað- ur þeim Tomma, Torra, Stebba, Dabba, Arnari og Andra. Hópur- inn æfir Parkour/freerunning og nýtir sér þá íþrótt mikið þegar hann kemur fram sem Bláu ninj- urnar. Strákarnir í Bláu ninjunum hafa sent frá sér fjölda mynd- banda þar sem þeir sýna Parkour listformið af mikilli innlifun og er hægt að skoða myndböndin á Youtube eða á Facebook-síðu ninjanna. Bláu ninjurnar halda áfram að koma fram í ágúst. Þær munu meðal annars láta sjá sig á menn- ingarnótt í Reykjavík og einnig við framhaldsskóla og háskóla þegar hausta tekur. facebook.com/hugsadu facebook.com/radioactivepants Fá fólk til að klóra sér í hausnum Svifið um loftin blá. Ninjurnar léku listir sínar fyrir unga og aldna á láði og í legi. Þær dúkkuðu upp á óvenjulegustu stöðum. VILTU VERA Á MYND MEÐ NINJUNUM? Bláu ninjurnar verða í aðalhlutverki á Ninjadegi Nýherja í Borgartúni 37 laugardaginn 14. ágúst frá klukk- an 11-15. Þar munu ninjurnar kynna Parkour listina og sprella á trampólíni. Þá verður hægt að láta taka af sér mynd með ninjunum frá 12-14.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.