Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Nýherji hefur í sumar staðið fyrir óvenjulegri markaðs- herferð, en bláar ninjur hafa skotið upp kollinum víða um land. Bláu ninjurnar hafa gert víðreist víða um land í sumar. Hópurinn hefur meðal annars farið vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið, til Akureyrar og fleiri áfangastaða. Hann var settur saman í byrj- un sumars af Nýherja til þess að fara öðruvísi og skemmtilegar leiðir í markaðssetningu á Len- ovo-fartölvum og skemmta fólki í leiðinni. Eins og Nýherji hefur greint frá þá var markmiðið að: „brjóta upp hversdagslegar að- stæður með óvenjulegum aðferð- um, fá fólk til þess að klóra sér í hausnum og hugsa út fyrir kass- ann.“ Hópurinn sem leikur Bláu ninj- urnar nefnist Radioactive Pants. Hópurinn hefur verið starf- andi frá 2006 og er í dag skipað- ur þeim Tomma, Torra, Stebba, Dabba, Arnari og Andra. Hópur- inn æfir Parkour/freerunning og nýtir sér þá íþrótt mikið þegar hann kemur fram sem Bláu ninj- urnar. Strákarnir í Bláu ninjunum hafa sent frá sér fjölda mynd- banda þar sem þeir sýna Parkour listformið af mikilli innlifun og er hægt að skoða myndböndin á Youtube eða á Facebook-síðu ninjanna. Bláu ninjurnar halda áfram að koma fram í ágúst. Þær munu meðal annars láta sjá sig á menn- ingarnótt í Reykjavík og einnig við framhaldsskóla og háskóla þegar hausta tekur. facebook.com/hugsadu facebook.com/radioactivepants Fá fólk til að klóra sér í hausnum Svifið um loftin blá. Ninjurnar léku listir sínar fyrir unga og aldna á láði og í legi. Þær dúkkuðu upp á óvenjulegustu stöðum. VILTU VERA Á MYND MEÐ NINJUNUM? Bláu ninjurnar verða í aðalhlutverki á Ninjadegi Nýherja í Borgartúni 37 laugardaginn 14. ágúst frá klukk- an 11-15. Þar munu ninjurnar kynna Parkour listina og sprella á trampólíni. Þá verður hægt að láta taka af sér mynd með ninjunum frá 12-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.