Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 41

Fréttablaðið - 12.08.2010, Síða 41
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 2010 Tölvutek státar af mesta úrvali landsins af fartölvum að sögn Halldórs Hrafns Jónssonar, rekstrarstjóra Tölvuteks, en Tölvutek er með glæsilegar tölvuverslanir í Borgartúni, Reykjavík og í Undirhlíð, Akureyri. Tölvutek býður upp á öll stærstu merkin í fartölvum eins og Packard Bell, Acer, Toshiba, HP, Sony, MSI, Asus, Lenovo og Apple og eru þær á verði allt frá krónum 49.900. „Mest seldu fartölvurnar hjá okkur eru án efa Packard Bell sem þykja búa yfir nýjustu tækninýj- ungum og möguleikum en Packard Bell-fartölvur eru í hæsta gæða- flokki og hafa alltaf verið betur búnar,“ segir Halldór. Nú í vikunni var að koma alveg ný lína af fartölvum frá Packard Bell sem eru léttari, þynnri og með lengri rafhlöðuendingu en eldri vélar. Þetta eru fartölvur sem ættu að sögn Halldórs að höfða til allra fartölvukaupenda og nefnir þar til sögunnar tölvur eins og 15,6 tommu fartölvu sem fæst í fjórum litum, það er svört, silfurlit, hvít og rauð og eru þær hver annarri glæsilegri, aðeins 2,6 kg og örþunn- ar. Allar eru þær með 15,6 tommu SLIM HD LED-skjá sem er sérlega þunnur, 4 gígabæta minni, 320-640 gígabæta disk og eru á mjög góðu verði. „Packard Bell er einnig með mjög öflugar fartölvur með öflug- um Direct X 11 skjákortum sem er eftirsótt í alla nýjustu leikina í dag ásamt nýjustu og hröðustu ör- gjörvum frá Intel og AMD en nýju örgjörvarnir eru í senn kaldari, hraðari og meira orkusparandi,“ segir Halldór. Nýja línan frá Acer er einn- ig glæsileg en Acer hefur nýver- ið byrjað að framleiða svokallað- ar Timeline X fartölvur sem eru sérlega þunnar, léttar og með allt að 12 tíma rafhlöðu þótt þær séu með öflugu skjákorti og örgjörva í leikjaspilun, Timeline X ætti því að endast í skólanum allan daginn bæði í leik og námi. 3D fartölvan frá Asus hefur vakið mikla athygli en hægt er að fara í verslanir Tölvuteks á Akureyri og í Reykjavík og skoða hvernig nýjustu leikirnir nýta sér 3D tæknina en fartölvan er með 15,6“ 120Hz 3D LED skjá ásamt þráðlausum 3D gleraugum og er ein öflugasta fartölvan á markað- inum í dag. Halldór segir Tölvutek einn- ig bjóða upp á gott úrval fistölva frá Asus, Lenovo, Acer og Packard Bell en hægt er að fá vélar frá 1 kílói upp í 1,5 og í öllum regnbog- ans litum. Mesta úrval landsins Aldrei er hægt að undirstrika hversu mikilvægt það er að taka afrit af gögnum, ritgerðum, mynd- um og öllu öðru sem fólk vill eiga til framtíðar. Fyrirtækið LaCie hefur lengi verið leiðandi í framleiðslu og hönnun á harðdiskflökkur- um en flestir flakkarar frá þeim koma með „one touch“ öryggishnappi til að taka afrit. LaCie hefur framúr- skarandi gagnaafritun- arlausnir jafnt fyrir ein- staklinga og sérhæfðar lausnir fyrir fyrir- tæki. LaCie samein- ar fallega hönnun, gæði og nýjustu tækni sem gerir vörurnar þeirra einstakar. Síð- ustu 10 ár hefur LaCie verið leiðandi með tækninýjung- ar og safnað öllum virt- ustu verðlaunum á sínu sviði fyrir hönnun, notandagildi og gæði. Tölvutek er umboðsaðili LaCie á Íslandi og eru mest seldu flakkar- arnir á tilboði í verslunum þeirra í Reykjavík og á Akureyri en þar ber fyrst að nefna Rikiki sem er u agnarsmáir í lófa en stórir í gagnamagni Rikiki 320GB á kr. 14.900. og Rikiki 640GB á kr. 19.900 og svo stærri flakkarar hannaðir af Neil Poulton þar sem hægt er að fá 1TB á 16.900, 1.5TB á kr. 19.900. og 2TB á kr. 29.900. Örugg gagnaafritun ● NÝJUNGAR Í FAR-TÖLVUM Stærstu nýjungarnar í fartölv- um í dag eru annars vegar ný kynslóð örgjörva og svo ný og enn öflugri Direct X 11 skjá- kort með þrívíddartækni sem skilar tölvuleikjum enn nær raunveruleikanum. Nýju örgjörvarnir frá Intel heita Core i og eru mun hrað- virkari, kaldari og meira orku- sparandi en eldri örgjörvar. AMD er svo með nýja öfluga P320 örgjörva ásamt þriggja og fjögurra kjarna Phenom örgjörvum sem eru í flestum öflugu leikjafartölvunum í dag. Ef huga á að leikjaspilun í nýrri fartölvu er mikilvægt að skjákort fartölvunnar sé byggt á nýjustu Direct X 11 þrí- víddarleikjatækni en einhver öflugustu fartölvuskjákortin í dag eru annars vegar ATI HD5470, ATI HD5650 og svo nVidia GeForce GTX480M en þessi kort styðja Direct X 11 og henta því sérlega vel í alla leikjaspilun.Rikiki flakkari frá LaCie. Halldór Hrafn Jónsson, rekstrarstjóri Tölvuteks, við hluta af þeim fjölmörgu tölvum sem boðið er upp á í verslunum Tölvuteks.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.