Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.08.2010, Blaðsíða 48
28 12. ágúst 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Uppruni kjötbollanna... Erum við komnir þangað aftur? Ertu að spá í þennan litla félaga? Ég hata að þurfa að segja þetta; en þú tekur þig vel út! Þú, minn gamli félagi, ert að deyja úr öfund- sýki! Ég veit! Það tók eina nótt að raka minn af og þegar ég vaknaði var höfuð af ruggu- hesti í rúminu mínu! Einhver var að reyna að segja mér eitthvað! Úúú... hræði- legt! Kamilla sagði að ég mætti gera hvað sem er við andlitið! Hún hefur hvort sem er bara áhuga á líkama mínum! ÞAÐ er hræði- legt! Palli segist ekkert endi- lega vilja taka bílprófið þegar hann verður 17! Hann segir að ég eigi að halda áfram að keyra hann út um allt! Hvers vegna vill hann ekki bílpróf? Æi, hann talar eitt- hvað um olíubirgðir, gróðurhúsaloftteg- undir og það sem er best fyrir mannkynið. Sjálfselski unglingur! Hún hlýtur að vera svöng. Nei. Mamma var að gefa henni. Ég held að hún þurfi bara knús frá uppáhaldinu sínu! ROOOOP! Kannsku þurfti hún bara að ropa. Já. Knúsið virkaði allavega. VAAAAAA Hvalfjarðargöngin fengu falleinkunn EUROTAP um daginn. Eru víst stór- hættuleg að fara um og öll öryggisatriði fyrir neðan allar hellur. Ég hef farið gegn- um þessi göng óteljandi ferðir og hef ekki keyrt Hvalfjörðinn síðan þau voru opnuð. Sem betur fer hef ég sloppið í gegn, hing- að til. ÞETTA fékk mig til að velta fyrir mér vega- kerfinu á landinu í heild sinni en ég var á ferðinni um daginn milli Akureyrar og Reykjavíkur. FERÐIN gekk vel þrátt fyrir mikla umferð en bílalestirnar teygðu sig nánast óslitið alla leiðina. Vöruflutningabílar í bland við agnarsmáa fólksbíla, upphækkaðir jepp- ar og jepplingar, kerrur, tjaldvagnar og fellihýsi voru á ferðinni í báðar áttir. Öku- hraðinn var því eitthvað undir leyfilegum hámarkshraða og talsvert um glannalegan framúrakstur. Á þessari leið er bara ein akrein í hvora átt og óþolinmóðir ökumenn undu sér ekki í bílalestun- um. Þeir tóku aftur og aftur sénsa sem stofnuðu ekki bara þeim sjálf- um heldur fjölda annarra í hættu. BANASLYSIN í umferðinni á hring- veginum eru árviss. Það er ákveðin rúlletta að hætta sér af stað í langferð og þurfa að treysta á skynsemi og þol- inmæði annarra ökumanna til að komast klakklaust á leiðarenda en slysin verða flest við framúrakstur. Fyrir stórar ferðahelgar sumarsins brýnir lögreglan því fyrir ferða- löngum að sýna þolinmæði og fara sér hægt. Það sé betra að komast á leiðarenda seint en aldrei. ÉG FJARGVIÐRAST yfir því í hverri ein- ustu ferð af hverju sé ekki löngu búið að tvöfalda hringveginn en hann er ótrúlega mjór á köflum, með kröppum beygjum og blindhæðum að ég tali nú ekki um einbreiðu brýrnar sem enn er að finna á þjóðvegi eitt. Auðvitað má færa fyrir því rök að allt- af verði til vitleysingar í umferðinni, sama hversu gott vegakerfið er. Því verði ekki hægt að koma í veg fyrir slys með fleiri akreinum og tvöföldum brúm. Ég held það nú samt. ÞANGAÐ til mér verður að ósk minni um tvöfaldan hringveg rígheld ég því um stýrið alla þá klukkutíma sem tekur að aka þessa leið, skíthrædd um að nú dembi sér einhver vitleysingurinn fram úr og keyri mig í klessu. Mér hefur meira að segja stundum dottið í hug að liggja á flautunni þegar ég mæti löngum bílalestum, einfaldlega til að láta vita af mér. Ég velti því fyrir mér hvort hringvegurinn fengi ekki sannarlega fall- einkunn ef EURATAP tæki allt vegakerfi landsins út. Rússnesk rúlletta F J Ö G U R Ö F L · E I N Ö R L Ö G Vinningar afhendir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. SENDU SMS SKEYTIÐ ESL LAB Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! 10. HVERVINNUR! VILTU VINNA MIÐA? MYND EFTIR M. NIGHT SHYAMALAN STÓRFENGLEG ÆVINTÝRAMYND Í 3D FULLAF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR GOS OG MARGT FLEIRA! KOMIN Í BÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.