Fréttablaðið - 28.08.2010, Side 4

Fréttablaðið - 28.08.2010, Side 4
4 28. ágúst 2010 LAUGARDAGUR Mynd af röngum manni fylgdi með spurningu dagsins í blaðinu 26. ágúst. Þar var rætt við Karl Stefánsson úr danshópnum Sporinu en myndin var af félaga hans úr hópnum, Hilmari Hjartarsyni. LEIÐRÉTTING VIÐSKIPTI Íslenska átöppunar- fyrirtækið Icelandic Water Holdings, sem framleiðir vatn á flöskum við Þorlákshöfn, hefur ráðið Bandaríkjamanninn James Harris sem yfirmann sölumála á vesturströnd Bandaríkjanna. Harris er reynslubolti í drykkjavörugeiranum. Hann var áður hjá Pepsi og Fiji Water, sem keppir við Icelandic Water Hold- ing á vatnsmarkaðnum. Þetta er enn einn reynslu- boltinn í starfsliði átöppunar- fyrirtækisins en forstjórinn, John Sheppard, var áður forstjóri Coca Cola í Evrópu. - jab Reynslubolti í íslenska vatnið: Stýrir sölumál- um vestanhafs VATNIÐ RENNUR Nokkrir reynsluboltar á drykkjarvörumarkaðnum hafa síðasta árið gengið til liðs við Icelandic Water Holding, sem selur átappað vatn um allan heim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 18° 18° 18° 19° 15° 18° 18° 25° 19° 31° 30° 33° 13° 20° 15° 17° Á MORGUN 3-8 m/s. MÁNUDAGUR 5-10 m/s. 7 7 8 7 6 10 11 10 11 13 4 2 3 1 3 4 2 5 7 8 5 3 12 13 12 12 14 1413 13 15 15 HLÝNANDI VEÐUR Það verður víðast bjartviðri á landinu í dag og vindur í lágmarki. Á morg- un verða hins vegar breytingar en þá snýst í suðvest- læga átt með vætu vestantil á landinu en þá hlýnar einnig til muna um norð- an og austanvert landið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður Umhverfis landið AKRANESS Bæjarstjórn Akraness felldi tillögu minnihluta sjálfstæðis- manna um að hætta við að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts til nokkurra. Ákveðið hafði verið í júní að styrkja með þessum hætti Odd- fellow, frímúrara, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar, Framsóknarfélag Akraness, eiganda Safnaðarheimil- isins og Samfylkinguna á Akranesi. Sögðust sjálfstæðismennirnir „harma það að núverandi meirihluti skuli gera það að forgangsmáli að draga til baka margar af þeim aðhaldsaðgerðum sem bæjarstjórn Akraness samþykkti samhljóða að fara í fyrir og eftir hrun“. Vildu hætta við niðurfellingu REYKHÓLAHREPPUR Gestum og gangandi verður í dag boðið í súpu í tilefni Reykhóladaga í Reykhólasveit. Að því er fram kemur á vef sveitar- félagsins verður súpan til reiðu í hádeginu frá klukkan hálftólf til eitt „og jafnvel lengur eftir því sem lögunin endist.“ Þeir sem bjóða í súpuna eru Lóa á Miðjanesi, Steinunn Rasm- us og Solla á Hellisbraut 24, Begga á Hellisbraut 22, Dísa Sverris á Hellisbraut 8b og Áslaug á Mávavatni. Boðið í súpu á Reykhólum SKAGASTRÖND Péturína Jakobsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn Skagastrandar, sakar aðra fulltrúa um að hafa rofið trúnað um mál sem rædd voru á fundi sveitarstjórnar í júní. „Ég lít svo á að umræður á fundum sveitar- stjórnar þar sem fjallað er um persónuleg mál einstakra aðila beri að horfa á sem algjör trúnaðarmál þannig að sveitarstjórnarmenn eða sveitarstjóri séu ekki að tilgreina við aðila „úti í bæ“ hver sé að segja hvað þegar við- kvæm eða óþægileg mál eru til umfjöllunar,“ bókaði Péturína á síðasta fundi og lýsti yfir að hún sjálf hefði ekki og myndi ekki viðhafa slík vinnubrögð. Trúnaðarbrot um einkamál NEYTENDUR Alþýðusamband Íslands vill að utanríkisráðuneytið kanni lögmæti ákvörðunar Jóns Bjarna- sonar landbúnaðarráðherra um að hækka „gríðarlega“ tolla á innflutt- ar landbúnaðarafurðir. Ákvörðun ráðherra „gangi beint gegn hags- munum neytenda“. ASÍ telur að tollahækkunin brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbind- ingar, svo sem GATT-samkomu- lagið. Í tilkynningu frá ASÍ kemur einnig fram að sambandið leggur til að svokallað mjólkurfrumvarp sama ráðherra verði fellt. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, segist taka heilshugar undir með ASÍ að rétt sé að láta kanna lögmæti ákvörðunar ráðherra. „Samfylkingin er flokkur sem talar fyrir hagsmunum neytenda. Það á að fara varlega í tollahækk- anir og ég tek því undir með ASÍ,“ segir hún. Ljóst sé að margir flokksmenn hennar séu ósammála Jóni um ýmis efni. „En hann hefur verið í ríkisstjórninni frá upphafi og það er ekkert nýtt að við séum ósam- mála um margt. En þessi ákvörðun virðist ganga í berhögg við hags- muni neytenda.“ Því eigi að krefjast þess að land- búnaðarráðherra rökstyðji ákvörð- un sína vel og vandlega. - kóþ ASÍ og þingmaður Samfylkingar segja landbúnaðarráðherra fara gegn neytendum: Lögmæti hækkunar verði skoðað SIGRÍÐUR I. INGADÓTTIR JÓN BJARNASON DJÚPIVOGUR Fjórar konur á Djúpavogi söfnuðu framlögum meðal bæjarbúa og náðu að kaupa hjartaómunartæki sem þær hafa fært heilsugæslunni á staðnum að gjöf. Tækið er notað við mæðraeftirlit. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins og þaðan er meðfylgjandi mynd. Hún sýnir þegar þrjár kvennanna færðu leikskólanum myndavél sem keypt var fyrir afganginn af söfnunarfénu. „Enn var afgangur af söfnun- arfénu og var ákveðið að leggja hann inn á söfnunarreikninginn fyrir Rafn Heiðdal,“ segir í þakkarávarpi frá konunum. VESTMANNAEYJAR Erpur Snær Hansen, sviðsstjóri vistfræðisviðs Náttúrustofu Suðurlands, segir algjört hrun í varpi lundans í ár. Þetta kemur fram á Eyjafréttir.net. Erpur segir að lundinn hafi afrækt eggin þann ig að innan við 20 prósent pysja hafi klakist úr eggjunum. Afkoma þeirra fáu sem klöktust hefur einnig verið mjög léleg þannig að lítið bætist við stofn- inn í ár, minna en undanfarin ár. Svipaða sögu er að segja annars staðar á Suður- og Austurlandi en staðan er betri fyrir norðan, að því er fram kemur á Eyjafréttum. Óvenjulítið um lunda í Eyjum SKAGAFJÖRÐUR Á vef Skagafjarðar er nú auglýst eftir fólki til að „verja heiður Skagafjarðar“ í spurningaþættinum Útsvari í ríkisútvarp- inu. Mun RÚV hafa leitað til sveitarfélagsins um aðstoð við að manna lið Skagafjarðar. „Skagafjörður hefur nú í þrígang sent glæsilega fulltrúa í þáttinn sem vakið hefur mikla athylgi og notið hefur mikilla vinsælda,“ segir á skagafjordur.is þar sem tekið er fram að bæði sé óskað eftir sjálfboðaliðum sem og ábendingum um þátttakendur. Skagfirðingar safna í lið STJÓRNSÝSLA Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað þau Ingibjörgu Þor- steinsdóttur, Einar Pál Tamimi og Arndísi Önnu K. Gunnarsdóttur í kærunefnd greiðsluaðlögunarmála. Ingibjörg verður formaður nefndarinnar, sem hefur það hlut- verk að kveða upp úrskurð í málum sem vísað er til hennar vegna ákvarðana umboðsmanns skuldara í tengslum við greiðsluaðlögun ein- staklinga. Nefndin er skipuð til fjögurra ára. Úrskurðir hennar eru endanlegir á stjórnsýslustigi. - gb Kærunefnd skipuð: Úrskurðar um greiðsluaðlögun AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 27.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,0143 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 120,20 120,78 186,46 187,36 152,82 153,68 20,516 20,636 19,106 19,218 16,263 16,359 1,4197 1,4281 181,52 182,60 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.