Fréttablaðið - 16.09.2010, Side 8
8 16. september 2010 FIMMTUDAGUR
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Hágæða
þvottavél
WM 16S462DN
Tekur mest 8 kg,
vindur upp í
1600 sn./mín.
Kolalaus, hljóðlátur
og sparneytinn mótor.
Aukahljóðeinangrun.
Mjög stutt kerfi
(15 mín.).
Orkuflokkur A.
Tækifærisverð:
179.900 kr. stgr.
(Fullt verð: 219.900 kr.)
Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is
Tilboð kr. 790.000
ÆGISVAGN
(fullt verð kr. 1.190.000)
Eigum til þrjá 2010 árgerð
Ægis tjaldvagna frá því
sumar.
ÆGIR
790.000,- kr.
TILBOÐ
A
u
g
lý
si
n
g
as
ím
i
Allt sem þú þarft…
SAMGÖNGUR Eldgosið í Eyjafjalla-
jökli snemmsumars ýtir á að
hrundið verði í framkvæmd áætl-
unum um samhæfðari reglusetn-
ingu og flugumferðarstjórn í Evr-
ópu, að sögn Daniels Calleja, sem
fer með málefni flugumferðar hjá
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins. Calleja, ásamt fjölda
sérfræðinga á sviði flugmála víðs
vegar að úr heiminum, er gestur á
yfirstandandi ráðstefnu Keilis um
hvaða lærdóm megi draga af eld-
gosinu í Eyja-
fjallajökli og
áhrif öskufalls
á flugrekstur.
Um 250 manns
sitja ráðstefn-
una, sem hald-
in er í samvinnu
við forsetaemb-
ættið, ráðuneyti
og stofnanir
innanlands sem
tengjast flugiðn-
aði, háskóla og félagasamtök, auk
fjölda evrópskra og alþjóðlegra
stofnana.
Ráðstefnan hófst í gær og henni
lýkur í dag, en í grófri samantekt
gærdagsins mætti segja að marg-
ir sérfræðinganna hafi verið sam-
mála um að nokkuð vel hafi tekist
til á erfiðum tímum þegar gosið
hófst. Miklum gögnum hafi verið
safnað og nú sé unnið að úrvinnslu
þeirra með enn frekari umbætur
fyrir augum.
Í erindi sínu kvað Daniel Calleja
ætlun sína að draga upp mynd af
viðbrögðum Evrópusambandsins
vegna öskuvárinnar frá Íslandi í
sumar. Um leið lagði hann áherslu
á að einnig þyrfti að bregðast við
til þess að vera búinn undir önnur
eldgos sem kunni að verða. Benti
hann á að vegna gossins og flug-
banns í Evrópu frá 15. til 21. apríl
hafi þurft að aflýsa yfir 100 þús-
und flugferðum sem hafi haft áhrif
á um það bil tíu milljónir farþega.
Tekjutap flugfélaga vegna þessa sé
áætlað 1,7 milljarðar Bandaríkja-
dala. Upphæðin nemur tæpum 200
milljörðum íslenskra króna.
Hann segir samgönguráðherra
Evrópusambandsríkja hafa í apríl
staðið frammi fyrir þremur leiðum
til að bregðast við. Ein var að breyta
engu og vona það besta. Önnur að
eftirláta flugfélögum ákvörðunina
um hvort flogið yrði. Og sú þriðja
að grípa til nýrrar nálgunar. Sá
kostur varð ofan á og því voru sam-
ræmdar lokanir flugsvæða og eftir-
lits teknar upp. Hömlum á flugum-
ferð var svo aflétt 20. apríl.
Calleja segir að gripið hafi verið
til margvíslegra úrbóta á sviði
flugumferðarstjórnar í Evrópu í
kjölfar gossins, en þar þurfi enn
að bæta svo sem með stofnun sam-
ráðshóps vegna áfalla í flugrekstri
(EACCC), þróun nýrrar aðferða-
fræði við áhættumat og með því að
flýta áætlunum um Evrópu sem eitt
flugumferðarsvæði (e. Single Eur-
opean Sky). olikr@frettabladid.is
Samhæfa þarf við-
brögð við áföllum
Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli eru til umræðu á fjölþjóðlegri ráðstefnu Keilis
á Keflavíkurflugvelli. Enn er unnið úr gögnum um áhrif gossins. Í apríl lentu
10 milljónir flugfarþega í vandræðum og 100 þúsund ferðir voru felldar niður.
Í ANDREWS-RÁÐSTEFNUSALNUM AÐ ÁSBRÚ Ótal sérfræðingar frá fjölda stofnana og fyrirtækja sem koma að flugiðnaði, ræða
lærdóm þann sem draga má af eldgosinu í Eyjafjallajökli snemmsumars á ráðstefnu Keilis á Keflavíkurflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DANIEL CALLEJA
„Það hafa átt sér stað miklar framfarir frá því að við lentum í öskuskýinu,“
segir Eric Moody, fyrrverandi flugmaður, sem lenti í því að drapst á öllum
hreyflum Boeing 747 farþegaþotu sem hann flaug í gegnum öskuský yfir
Jövu, 24. júní 1982. „Þá var þetta óþekkt og enginn hafði lent í þessu. Við
vissum ekki orsökina fyrr en tveimur dögum eftir lendingu.“
Moody segir að í kjölfarið hafi sprottið upp mikil starfsemi við að greina
ösku, fylgjast með dreifingu hennar og hafa eftirlit með eldgosum um heim
allan. Þrátt fyrir þetta segir hann ekki hafa verið brugðist rétt við vegna goss-
ins í Eyjafjallajökli. „Fyrstu viðbrögðin, að stöðva flug, voru rétt, en svo var
farið út af sporinu,“ segir hann og kveður magn gosefnis í lofti yfir Bretlandi
og stærstum hluta Evrópu hafa verið svo lítið að ekki hafi réttlætt jafnlangt
flugbann og raunin varð. „Það sem menn gleymdu var að yfir stöðum eins
og Jövu og Indónesíu er alltaf að finna einhverjar öskuleifar í lofti. Þar eru
stöðug eldgos. Á Jövu er 92 eldfjöll og átta virk á hverjum einum tíma,“ segir
hann og kveður öskuský þurfa að vera nokkuð þétt til þess að skemma
út frá sér. Hann gagnrýnir jafnframt að eina vélin á Bretlandi sem gat (af
vanefnum) mælt öskumagn í lofti hafi ekki verið notuð í apríl vegna þess að
hún var í málun.
Þegar drapst á öllum hreyflum þotu Moodys yfir Jövu árið 1982, með 247
farþega innanborðs og 16 manna áhöfn, segir hann að öskuskýið hafi ekki
sést vegna þess að flogið var í myrkri. „Við höfðum ekki hugmynd um hvað
var að gerast, það drapst bara á hreyflunum einum af öðrum,“ segir hann.
Alls liðu 16 mínútur frá því að drepast fór á hreyflum vélarinnar þangað til
tókst að koma þremur þeirra af fjórum í gang á ný. Þrátt fyrir allan þennan
tíma segir Moody fólk hafa haldið ró sinni. „Ein áströlsk kona fékk hræðslu-
kast en róaðist eftir að eiginmaður hennar löðrungaði hana. Meira var það
ekki,“ segir hann og kveðst sjálfur hafa haft of mikið að gera við að halda
vélinni á lofti og endurræsa hreyfla til að velta hættunni fyrir sér.
Óttar Sveinsson, sem ritar Útkallsbók um atburðinn og var með Moody
á ráðstefnunni, segir hins vegar að farþegar vélarinnar hafi verið verulega
skelkaðir. „Þau voru viss um að þau myndu öll deyja,“ segir hann.
Ein kona í áfalli uppskar löðrung
ÍSRAEL, AP Herskáir Palestínumenn
vörpuðu nokkrum sprengjum
yfir landamærin til Ísraels. Ekk-
ert tjón varð, enda heimatilbún-
ar sprengjurnar ekki með stýri-
búnað.
Ísraelar svöruðu samstundis
með loftárásum á göng sem notuð
hafa verið til að smygla vörum
frá Egyptalandi yfir til Gasa-
strandar. Þar lét einn maður lífið
og fjórir særðust, að sögn tals-
manna Hamashreyfingarinnar,
sem hefur farið með stjórnina á
Gasa.
Herskáir Gasabúar hafa undan-
farið hótað því að stöðva viðræð-
ur Ísraela og Palestínumanna,
sem hófust í byrjun mánaðarins
eftir að hafa legið niðri í tvö ár.
Viðræður héldu engu síður
áfram í Jerúsalem í gær, þrátt
fyrir að engin lausn væri í sjón-
máli á deilum um framkvæmdir á
vegum ísraelskra landtökumanna
í austanverðri Jerúsalemborg.
Mahmoud Abbas, forseti Pal-
estínustjórnar, hefur sagt að við-
ræðunum verði sjálfhætt ef þær
framkvæmdir hefjast á ný í lok
mánaðarins, þegar tímabundið
bann við þeim rennur út. - gb
Herskáir Palestínumenn á Gasaströnd varpa sprengjum á Ísrael:
Reynt að stöðva viðræðurnar
BYGGINGARFRAMKVÆMDIR Í Beitar Illit,
byggð ísraelskra landtökumanna á Vest-
urbakkanum, halda framkvæmdir áfram
þrátt fyrir frystingu í Jerúsalem.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP