Fréttablaðið - 16.09.2010, Side 52

Fréttablaðið - 16.09.2010, Side 52
28 16. september 2010 FIMMTUDAGUR Myndlist ★★★★ Með viljann að vopni – sýning á verkum 27 íslenskra mynd- listarkvenna Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Sýningarstjóri: Hrafnhildur Schram Listfræðingurinn og sýningarstjór- inn Hrafnhildur Schram hefur verið umsvifamikil á sýningarstjórasvið- inu undanfarin ár. Sýning henn- ar Huldukonur í Þjóðminjasafn- inu árið 2005 og samnefnd bók vöktu verðskuldaða athygli. Þar dró Hrafnhildur upp mynd af upp- hafi íslenskra kvenna í myndlist, af menntun þeirra, aðstæðum og auð- vitað list þeirra. Nú er það áratug- urinn 1970-80 sem er viðfangsefnið, áratugur sem markar annað upphaf kvenna í íslenskri myndlist. Á þessum tíma náði áratuga gömul kvennabarátta nýjum hæðum. Mikil vitundarvakning átti sér stað og konur einhentu sér í að endurskilgreina heiminn út frá eigin sjónarhóli. Viðfangs- efni eins og líkaminn, heimilið, náttúran og samfélagið voru áleit- in og það var brýnt að koma kven- legum sjónarmiðum á framfæri. Þetta endurspeglast á sýningunni í fjölda mynda af konum og daglegu umhverfi þeirra, heimilinu, barátt- unni, bæði stétta- og kvennabaráttu og viðhorfi til náttúrunnar. Sýningin er lágstemmd fyrir augað, sjónrænir miðlar hafa tekið miklum stakkaskiptum síðan þetta var. Hér eru allmörg veggteppi, grafík, málverk, örfáar ljósmynd- ir og plaköt. Engar kvikmyndir, eru kannski ekki til? Skúlptúrinn er ekki með sem vekur upp spurn- ingar. Hrafnhildur segir í viðtali að höggmyndir ættu skilið sérsýningu, sem er án efa rétt. Sýningin verður þó dálítið flatari fyrir vikið. Rúrí stendur upp úr hvað þetta varðar, tillaga hennar að nýjum þjóðbún- ingi er klassík að ég tali nú ekki um eyðileggingu gyllta Bensins með öxi. Ljósmyndir af Bens-gjörn- ingnum eru eina verkið sem er utan við salinn og það er miður því það hefði hleypt meira fútti í stemning- una inni í salnum að hafa það inni. Endurgerð á þessum gjörningi er við hæfi á minnst þriggja ára fresti í íslensku samfélagi. Talandi um fútt þá bjóst ég við meiru af slíku en það var kannski bara ekki til staðar. Íslenskar lista- konur frömdu ekki gjörninga á borð við verk t.d. Marinu Abramovich sem sat nakin í listasal á Ítalíu árið 1974 með 72 hluti í kringum sig þar á meðal hnífa og byssu og bauð áhorfendum að gera það við líkama hennar sem þeir vildu. Hér er nálgunin af allt öðrum toga. Það sem situr í manni eftir að skoða er staða listarinnar í samfé- laginu á þessum tíma. Það var sjálf- sagt að vefa skoðun sína í veggteppi og líta á það sem öflugt innlegg í baráttuna. En í dag? Já það er ein- mitt sú spurning sem vaknar. Um leið og sýningin birtir mikilvægi þess að skoða listasöguna okkar sem fæstir þekkja, vekur hún ekki síst spurningar um stöðu kvenna og listakvenna í samtímanum. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Sýning sem kveikir margar tímabærar spurningar um stöðu kvenna, kjörinn vettvangur til umræðu. Trú listakvennanna á kraft listarinnar sem öflugt tæki í samfé- lagsbaráttunni stendur upp úr. Hljóðlátt innlegg í baráttuna GIUSEPPE VERDI ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR · JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON · SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON · KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LEIKMYND: ÞÓRUNN SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON RIGOLETTO Frumsýning laugard. 9. október kl. 20 - UPPSELT Fimmtud. 14. október kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Föstud. 29. október kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sunnud. 31. október kl. 20 Laugard. 6. nóvember kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sunnud. 7. nóvember kl. 20 WWW.OPERA.IS SÍMI MIÐASÖLU 511 4200 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Frills Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Spói - Ólafur Jóhann Sigurðs- son/Jón Baldur Hlíðberg Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg 365 hugmyndir til að teikna og mála METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 08.09.10 - 14.09.10 Ranghugmyndin um guð Richard Dawkins Ástandsbarnið - kilja Camilla Läckberg Þegar kóngur kom - kilja Helgi Ingólfsson Íslandsklukkan - kilja Halldór Laxness

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.