Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2010, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 16.09.2010, Qupperneq 52
28 16. september 2010 FIMMTUDAGUR Myndlist ★★★★ Með viljann að vopni – sýning á verkum 27 íslenskra mynd- listarkvenna Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir Sýningarstjóri: Hrafnhildur Schram Listfræðingurinn og sýningarstjór- inn Hrafnhildur Schram hefur verið umsvifamikil á sýningarstjórasvið- inu undanfarin ár. Sýning henn- ar Huldukonur í Þjóðminjasafn- inu árið 2005 og samnefnd bók vöktu verðskuldaða athygli. Þar dró Hrafnhildur upp mynd af upp- hafi íslenskra kvenna í myndlist, af menntun þeirra, aðstæðum og auð- vitað list þeirra. Nú er það áratug- urinn 1970-80 sem er viðfangsefnið, áratugur sem markar annað upphaf kvenna í íslenskri myndlist. Á þessum tíma náði áratuga gömul kvennabarátta nýjum hæðum. Mikil vitundarvakning átti sér stað og konur einhentu sér í að endurskilgreina heiminn út frá eigin sjónarhóli. Viðfangs- efni eins og líkaminn, heimilið, náttúran og samfélagið voru áleit- in og það var brýnt að koma kven- legum sjónarmiðum á framfæri. Þetta endurspeglast á sýningunni í fjölda mynda af konum og daglegu umhverfi þeirra, heimilinu, barátt- unni, bæði stétta- og kvennabaráttu og viðhorfi til náttúrunnar. Sýningin er lágstemmd fyrir augað, sjónrænir miðlar hafa tekið miklum stakkaskiptum síðan þetta var. Hér eru allmörg veggteppi, grafík, málverk, örfáar ljósmynd- ir og plaköt. Engar kvikmyndir, eru kannski ekki til? Skúlptúrinn er ekki með sem vekur upp spurn- ingar. Hrafnhildur segir í viðtali að höggmyndir ættu skilið sérsýningu, sem er án efa rétt. Sýningin verður þó dálítið flatari fyrir vikið. Rúrí stendur upp úr hvað þetta varðar, tillaga hennar að nýjum þjóðbún- ingi er klassík að ég tali nú ekki um eyðileggingu gyllta Bensins með öxi. Ljósmyndir af Bens-gjörn- ingnum eru eina verkið sem er utan við salinn og það er miður því það hefði hleypt meira fútti í stemning- una inni í salnum að hafa það inni. Endurgerð á þessum gjörningi er við hæfi á minnst þriggja ára fresti í íslensku samfélagi. Talandi um fútt þá bjóst ég við meiru af slíku en það var kannski bara ekki til staðar. Íslenskar lista- konur frömdu ekki gjörninga á borð við verk t.d. Marinu Abramovich sem sat nakin í listasal á Ítalíu árið 1974 með 72 hluti í kringum sig þar á meðal hnífa og byssu og bauð áhorfendum að gera það við líkama hennar sem þeir vildu. Hér er nálgunin af allt öðrum toga. Það sem situr í manni eftir að skoða er staða listarinnar í samfé- laginu á þessum tíma. Það var sjálf- sagt að vefa skoðun sína í veggteppi og líta á það sem öflugt innlegg í baráttuna. En í dag? Já það er ein- mitt sú spurning sem vaknar. Um leið og sýningin birtir mikilvægi þess að skoða listasöguna okkar sem fæstir þekkja, vekur hún ekki síst spurningar um stöðu kvenna og listakvenna í samtímanum. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Sýning sem kveikir margar tímabærar spurningar um stöðu kvenna, kjörinn vettvangur til umræðu. Trú listakvennanna á kraft listarinnar sem öflugt tæki í samfé- lagsbaráttunni stendur upp úr. Hljóðlátt innlegg í baráttuna GIUSEPPE VERDI ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR · JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON · SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON · KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LEIKMYND: ÞÓRUNN SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON RIGOLETTO Frumsýning laugard. 9. október kl. 20 - UPPSELT Fimmtud. 14. október kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Föstud. 29. október kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sunnud. 31. október kl. 20 Laugard. 6. nóvember kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Sunnud. 7. nóvember kl. 20 WWW.OPERA.IS SÍMI MIÐASÖLU 511 4200 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Frills Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Spói - Ólafur Jóhann Sigurðs- son/Jón Baldur Hlíðberg Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg 365 hugmyndir til að teikna og mála METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 08.09.10 - 14.09.10 Ranghugmyndin um guð Richard Dawkins Ástandsbarnið - kilja Camilla Läckberg Þegar kóngur kom - kilja Helgi Ingólfsson Íslandsklukkan - kilja Halldór Laxness
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.