Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 8

Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 8
8 18. september 2010 LAUGARDAGUR 1. Hver er að ljúka skriftum á sinni tíundu vinjettubók? 2. Hver er fráfarandi varaformað- ur í skipulagsráði Reykjavíkur? 3. Hvað eru margir KFC-staðir á Akureyri? SVÖR 1. Ármann Reynisson. 2. Barði Jóhanns- son tónlistarmaður. 3. Enginn. Tónaljóð og dansar úr austri Norræna húsinu sunnudag 19. september kl.15.15 Camerarctica Miðaverð 1500/750 FRÉTTASKÝRING Heldur samningurinn um kaup Magma á HS Orku? Lögskýringarleið sú sem sögð er sýna fram á að kaup Magma Energy í Svíþjóð á HS Orku kunni að hafa verið óheimil á ekki við samkvæmt því sem segir í minnis- blaði lögfræðings iðnaðarráðuneyt- isins sem lagt var fyrir ráðherra í gær. Þrjár af fjórum lagaskýringar- leiðum sem dregnar eru upp í skýrslu nefndar um orku- og auðlindamál um kaup Magma á HS Orku benda til lögmætis kaup- anna. Skýrsla nefndar- innar var lögð fyrir rík- isstjórn í gær. „Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skoðun nefndarinnar á þeim samningum sem hún fékk aðgang að leiddi ekki í ljós neina augljósa ann- marka. Frá lagalegum sjónarhóli sé ekki tilefni til að gera athuga- semdir við samningana,“ segir í tilkynningu. Unnur G. Kristjánsdóttir, for- maður nefndar um erlenda fjár- festingu, fagnar því að nefndin hafi með þessu staðfest þá niður- stöðu sem nefnd hennar hafi áður komist að. Um leið kveðst hún undrast vinnubrögð Magmanefnd- arinnar. „Nefndin fékk gögn frá okkur en hafði aldrei fyrir því að tala við okkur að eigin frumkvæði eða leggja fyrir okkur neinar vangaveltur,“ segir hún og undrast að hafa ekki fengið tækifæri til að sjá skýrsluna og gera athugsemd- ir áður en hún var gerð opinber í gær. „Þetta tel ég vera afar gagnrýnivert.“ Unnur segir að í skýrslu Magmanefnd- arinnar sé ekki horft til þess að nefnd um erlenda fjárfestingu sé stjórn- sýslunefnd og hefði því ekki getað vísað málum til dómstóla líkt og talið sé í skýrslunni að hún hefði átt að gera. Þá hafi nefnd um erlenda fjárfestingu, þrátt fyrir ítarlega leit og gagnaöflun, ekki getað sýnt fram á að Magma Sweden væri ekki raunverulegt fyrirtæki. „Fyrirtækið er með fullt af peningum og bankareikn- inga og ætlar sér kannski að fjár- festa í fleiri löndum en Íslandi,“ segir Unnur og bætir við að nefnd hennar hafi meira að segja feng- ið staðfest að gjaldeyrisyfirfærsl- ur vegna kaupanna á HS Orku hafi allar verið á vegum Magma Sweden. Eins sé fyrirtækjaformið algengt. „Ég held meira að segja að Samherji eigi svona fyrir- tæki. Það rekur útgerðina þeirra í Þýskalandi.“ Heimildir blaðsins herma að innan Magmanefndarinnar hafi togast á ólík sjónarmið um að hvaða niðurstöðu mætti komast. Því hafi í raun verið málamiðl- un að setja upp ólíkar leiðir í lög- skýringu og segja sem svo að ekki yrði skorið úr álitamálum nema fyrir dómi. Lögmenn sem rætt hefur verið við telja ólíklegt að sú eina lögskýringarleið af fjórum sem sýni ólögmæti kaupa Magma myndi verða tekin gild fyrir dómi. Til þess þyrfti bæði að falla frá hefðbundnum lögskýringarsjónar- miðum og færa sönnur á að dótt- urfyrirtæki Magma í Svíþjóð væri einhvers konar gervifyrirtæki. olikr@frettabladid.is Furðar sig á vinnubrögðum Magma Sweden er alvörufyrirtæki með raunverulegan rekstur, segir formaður nefndar um erlenda fjár- festingu. Lögskýringarleið sem sýnir fram á ólögmæti kaupa Magma á HS Orku stenst ekki skoðun. „Við erum fegnir að þetta er komið fram og erum ánægðir með niðurstöðuna,“ segir Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi, um skýrslu Magmanefndarinnar. Hann kveðst vonast til að deilum sé nú lokið og hægt að snúa sér að uppbyggilegri málum. Nefndin nefnir í skýrslu sinni leiðir sem stjórnvöld gætu valið í framhaldinu, svo sem eignarnám með lagasetningu, endurskoðun á áliti nefndar um erlenda fjárfestingu og samninga við Magma. „Mér sýnist í skýrsl- unni að ekki séu forsendur fyrir eignarnámsleiðinni,“ segir Ásgeir og telur að samkvæmt skýrslunni sé samn- ingaleiðin ein fær. Hann bendir á að Magma hafi boðið ríkinu forkaupsrétt, lýst vilja til að ræða auðlindaleigusamninga og eins lýst áhuga á því að ríkið eða lífeyrissjóðir kaupi hlut í fyrirtækinu. Eins segir hann að sér heyrist á lögfræðingum að fjórða lögskýringarleiðin, sem sýni ólög- mæti kaupa Magma, sé afar langsótt. „Til dæmis þyrfti að líta fram hjá því að Magma í Svíþjóð hafi verið aðili að viðskiptunum,“ segir hann og bendir á að aukinheldur þyrfti að líta fram hjá formlegri túlkun lagabókstafsins. Fagnar niðurstöðu Magmanefndarinnar ÁSGEIR MARGEIRSSON REYKJAVÍK Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, segir að ofbeldi í mið- borginni verði ekki þolað lengur. Hann lét þessi orð falla í gær á kynningarfundi um öryggismál í miðborginni. Á fundinum var kynnt úttekt á öryggismálum skemmtistaða mið- borgarinnar, en á meðal aðstand- enda hennar var dyravörðurinn Birgir Páll Hjartarson, sem segir að á löngum ferli hafi hann aldrei upplifað jafn slæmt ástand. Niðurstaða skýrsluhöfunda er í grófum dráttum sú að til að stemma stigu við ofbeldi skipti notkun öryggismyndavéla, eftir- lit með salernum og afkimum og árvekni dyravarða mestu máli. Borgarstjóri segir að til þess að eyða ofbeldi þurfi samræmdar og sýnilegar aðgerðir. „Ef við stönd- um ekki saman, heldur vandamálið áfram að vaxa. Það er undir okkur öllum komið að taka ábyrgð á því að standa gegn ofbeldi,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri - þj Borgarstjóri vill samræmdar aðgerðir til að útrýma ofbeldi úr miðborginni: Kallar eftir vitundarvakningu SAMGÖNGUR Bílastæðasjóður Reykjavíkur hefur ákveðið að bæta við gjaldskyldum stæðum í miðbænum. Bjarki Kristjáns- son, rekstrarstjóri Bílastæða- sjóðs, segir ákvörðunina hafa verið tekna að beiðni íbúanna og atkvæðagreiðsla meðal þeirra hafi skorið úr um málið. Viðbæt- ur gjaldskyldra stæða undanfar- in ár hafi ætíð verið gerðar að beiðni þeirra. Áætlunin hafi verið kynnt fyrir íbúum og öllum gef- inn kostur á að svara. Bætt verður við stöðumælum á Grettisgötu, Njálsgötu, Bergþóru- götu, Lindargötu og Sölvhólsgötu. - sv Fleiri gjaldskyld bílastæði: Ávallt bætt við að beiðni íbúa MIÐBORG REYKJAVÍKUR Til stendur að setja enn fleiri gjaldskyld stæði í mið- bæinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRAKKLAND, AP Öldungadeild franska þingsins hefur samþykkt bann við því að konur hylji andlit sín með búrkum eða slæðum með yfirgnæfandi meirihluta. Bannið var samþykkt með 246 atkvæðum gegn einu. Lagasetningin mun hafa bein áhrif á líf um 2.000 kvenna, og líta margir múslimar í Frakklandi á bannið sem áfall fyrir iðkendur íslam í landinu. Bannið fer nú fyrir stofnun sem kannar hvort lögin brjóti gegn stjórnarskrá landsins. - bj Þingið samþykkir búrkubann: Hefur áhrif á um 2.000 konur Nefndin talaði aldrei við okkur að eigin frumkvæði. UNNUR G. KRISTJÁNSDÓTTIR FORMAÐUR NEFNDAR UM ERLENDA FJÁRFESTINGU VIÐSKIPTI Fjárfestingarsjóður- inn Frumtak hefur keypt um sjö- tíu prósenta hlut í eigu félaga Íslandsbanka í Median – Rafræn miðlun. Fyrirtækið hefur verið í söluferli hjá bankanum frá í maí. Markmið Frumtaks er að sam- nýta tækni og markaðsstarf fyr- irtækjanna Median og Hand- Point. Síðastnefnda fyrirtækið hefur þróað greiðslulausnir fyrir handtölvur. Dr. Eggert Claessen, fram- kvæmdastjóri Frumtaks, segir mikil tækifæri felast í að tengja þessar lausnir saman. - jab Frumtak kaupir tæknifyrirtæki: Tími kominn til að tengja VITUNDARVAKNING Jón Gnarr borgar- stjóri segir ofbeldi í miðborginni ekki verða liðið lengur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.