Fréttablaðið - 18.09.2010, Side 16
16 18. september 2010 LAUGARDAGUR
Alþingi Íslendinga, stofnunin sem fær falleinkunn í nýlegri
skýrslu þingmannanefndar, átti
frumkvæði að sakamáli sem nú er
rekið gegn níu manns fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur. Í fjölmiðlum er
yfirleitt vísað til þeirra sem „mót-
mælenda“ og látið að því liggja að
hin ákærðu séu einsleitur hópur,
sérstaklega hættuleg manngerð.
Staðreyndin er sú að þau eru venju-
legt allskonar fólk: fólk sem á börn
og fjölskyldur og vini og þarf að
verjast þeirri fráleitu ákæru að þau
hafi gert aðför að sjálfræði Alþing-
is.
Áhugaverður samanburður
Það er áhugavert að bera fréttir
af málinu gegn nímenningunum
saman við fréttir af hugsanlegum
ákærum á hendur ráðherrum í van-
hæfu ríkisstjórninni sem hrökklað-
ist frá völdum í janúar 2009. Þar
verður tilfinningabúskapur ráð-
herranna fyrrverandi fyrirferðar-
mikið umfjöllunarefni og jafnvel
sjálfsvorkunnar-status Ingibjarg-
ar Sólrúnar Gísladóttur á Facebook
er lesinn í fréttum Ríkisútvarpsins.
Vesalings litla skjaldbakan!
Tilfinningar systur minnar, sem
er ein hinna ákærðu nímenninga,
þykja ekki fréttnæmar né óttinn
sem tíu ára dóttir hennar og þrettán
ára sonur bera í brjósti, óttinn við
að sjá á eftir móður sinni í fangelsi.
Ein hinna ákærðu er barnshafandi.
Alla meðgönguna hefur hún þurft
að mæta í réttarsalinn þótt hvergi
sé vísað til hennar í atvikalýsingu
ákærunnar; Pétur Guðgeirsson
dómari og Lára V. Júlíusdóttir sak-
sóknari ætla að elta hana á fæðing-
ardeild eða heim til nýfædds barns
við aðalmeðferð máls sem enginn
skilur hvaða aðild hún á að. Undr-
un hennar yfir ákærunni hefur ekki
orðið fréttaefni.
Stundum heyrist því haldið fram
að ekkert sé athugavert við ákær-
urnar því auðvitað verði nímenning-
arnir sýknaðir og þá hafi þetta bara
verið eins og hvert annað grín. En
þetta er ekkert grín. Láru V. Júlí-
usdóttur er alvara með því að kæra
níu manna handahófsúrtak úr 30
manna hópi skv. 100. grein hegn-
ingarlaga og fara fram á að þau
verði dæmd til fangelsisvistar að
lágmarki í eitt ár. Hún vill nímenn-
ingana dæmda í allt að sextán ára
fangelsi fyrir að reyna það sem
aðrir ungir mótmælendur, Össur og
Ingibjörg Sólrún og félagar hennar í
stúdentaráði, gerðu refsilaust fyrir
þrjátíu og fimm árum, og ýmsir
síðan. Því alþingismönnum höfðu
áður verið flutt skilaboð af þing-
pöllum með mismiklum stimping-
um við þingverði og engin eftirmál
orðið. Það sem hin ákærðu reyndu
8. desember 2008 var alls ekki for-
dæmislaust.
Á varamannabekk í landsdómi
Árangur ríkisstjórnar Geirs Haar-
de og Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur er hins vegar fordæmislaus.
Þau söngluðu öfugmælavísur sínar
í fjölmiðlum hér heima og erlendis
meðan þau og vinir þeirra í bönk-
unum sigldu öllu til andskotans.
Skömm þeirra verður lengi uppi
hvað sem dómum kann að líða.
Kannski kemst Lára V. Júlíusdótt-
ir, varamaður í landsdómi, upp á
aðalmannabekkinn. Ætli refsigleð-
in yrði söm gagnvart gömlum félög-
um og sú sem hún sýnir nímenning-
unum sem vildu benda þinginu á hið
augljósa og eiga að gjalda fyrir með
frelsi sínu?
Ráðherrar og
nímenningarnir
Niðurstaða fjölskipaðrar nefndar sem endurskoðaði fiskveiðilög-
gjöfina að beiðni sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra var mjög skýr
og endurspeglaði almenna samstöðu
fulltrúa sem komu úr öllum geir-
um sjávarútvegs og frá öllum þing-
flokkum. Hún byggðist á vandaðri
greiningarvinnu og var í samræmi
við þann vilja ríkisstjórnarinnar
að leiða til lykta erfitt deilumál,
sem skekið hefur sjávarútveginn
allt of lengi. Þessi tillaga nefndar-
innar er grundvöllur að skynsam-
legu skipulagi. Hún ætti að draga
úr þeirri óvissu, sem hefur umlukið
sjávarútveginn undanfarin misseri,
gert það að verkum, að lítið hefur
verið um fjárfestingar innan grein-
arinnar. Það hefur því tafið nauð-
synlegar framfarir innan hennar,
sem og bráðnauðsynlega endurreisn
atvinnu og efnahagslífs.
Það er því mjög miður að margt
hefur verið afflutt af störfum og
niðurstöðu nefndarinnar og mörgu
ósönnu beinlínis haldið fram. Þetta
er nauðsynlegt að leiðrétta.
1. Það er rangt að ekki hafi orðið
mikil samstaða um tiltekna leið við
fiskveiðistjórnun innan nefndarinn-
ar. Nær allir nefndarmenn leggja til
samningaleið og telja hana líklegri
til árangurs og sátt en einhverjar
útfærslur fyrningarleiðar.
2. Þetta eru markverðar breyt-
ingar frá núverandi fyrirkomu-
lagi. Nú er kvóta úthlutað án tíma-
takmarkana. Tillögurnar gera ráð
fyrir samningi um rétt til fiskveiða
til langs tíma, með endurnýjunar-
rétti.
3. Með ósmekklegum hætti hafa
nefndarmenn verið kallaðir sér-
hagsmunahópar. En gáum að. Það
er sama hvernig menn horfa á þessi
mál. Það er rangt að kalla svo fjöl-
skipaða nefnd fólks með ólíkan bak-
grunn, sérhagsmunaöfl. Fulltrúar
stjórnmálaflokkanna hafa sótt
umboð sitt til þjóðarinnar í kosn-
ingum. Þeir hagsmunaaðilar sem í
nefndinni sátu horfa bersýnilega á
málin frá mismunandi sjónarhólum.
Þeirra hagsmunir eru ólíkir á marg-
an hátt, eins og við blasir. En eitt
sameinar þá þó. Viljinn til þess að
skapa hagfellda og réttláta löggjöf
um sjávarútveginn. Það á við um
svo ólíka hópa sem landverkafólk og
fiskverkendur, sjómenn og útvegs-
menn og fulltrúa ólíkra pólitískra
sjónarmiða. Þessir aðilar komust að
sameiginlegri niðurstöðu. Sameig-
inlega eru þeir fulltrúar svo breiðra
og ólíkra hagsmuna.
4. Það er á vissan hátt hrollvekj-
andi að heyra það sjónarmið reifað,
að með nefndarvinnunni sé sam-
ráðinu lokið. Var nefndarstarfið þá
bara upp á punt? Átti aldrei að taka
neitt mark á því þegar fulltrúar
nær allra starfshópa innan sjávar-
útvegsins og fulltrúar allra stjórn-
málaflokka nema eins leggja til að
tiltekin leið verði farin við fiskveiði-
stjórnun?
5. Þá hefur því einnig verið hald-
ið fram að samningaleiðin sem við
leggjum til í endurskoðunarnefnd-
inni sé óútfærð. Það er rangt. Til-
lagan er ágætlega útfærð og bygg-
ir m.a. á ítarlegri athugun Karls
Axelssonar hæstaréttarlögmanns
og Lúðvíks Bergvinssonar, héraðs-
dómslögmanns og fyrrum alþingis-
manns, en báðir eru gjörkunnugir
lagaumhverfi því er lýtur að auð-
lindanýtingu í landinu.
Niðurstaðan var hins vegar
fundin í nefndinni sjálfri. Hún var
afrakstur mikillar faglegrar vinnu,
hún byggir á gögnum sem nefnd-
armenn rýndu og hún spratt út úr
þeirri umræðu sem fór fram á fjöl-
mörgum fundum, á löngum tíma.
Það var því ekki hrapað að þess-
ari niðurstöðu. Hún var ekki pönt-
uð utan úr bæ, heldur niðurstaða
okkar, sem komum að málinu úr
svo gjörólíkum áttum.
6. Sjávarútvegurinn hefur kall-
að eftir samræmi við gjaldtöku
vegna nýtingar á sjávarauðlind-
inni og öðrum auðlindum. Nýlega
hafa margir, ekki síst fulltrúar
Samfylkingar lokið lofsorði á þær
hugmyndir sem uppi eru um fyrir-
komulag nýtingarréttar á orkuauð-
lindum okkar. Samningaleiðin sem
við leggjum til í sjávarútvegi er í
samræmi við þær hugmyndir.
7. Það er misskilningur að nefnd-
inni hafi einungis verið ætlað það
hlutverk að draga upp einhverja
valkosti sem í boði gætu verið og
kæmu til greina varðandi fisk-
veiðilöggjöfina. Verkefnið var að
greina, leggja mat á þá og byggja
tillögurnar sínar til ráðherra síðan
á því mati.
Við lögðum til grundvall-
ar vandaðar úttektir sem gerð-
ar voru af fjölmörgum sérfræð-
ingum með gagnstæð sjónarmið.
Nefndin hafði því fyrir framan sig
þá kosti sem gætu verið til stað-
ar og ærnar upplýsingar. Það var
á grundvelli slíks vandaðs mats,
sem það var niðurstaða okkar að
skynsamlegast væri að fara samn-
ingaleiðina.
8. Samningaleiðin kveður
afdráttarlaust á um eignarhald
auðlindarinnar. Jafnframt að nýt-
ingarrétturinn verði bundinn til
tiltekins tíma, með eðlilegum end-
urnýjunarrétti, gegn gjaldi sem
ríkið innheimti. Það er því ljóst að
þessi niðurstaða sameinar í raun-
inni ólík sjónarmið. Hún tryggir
ákveðin fyrirsjáanleika í sjávar-
útveginum jafnframt því að svara
spurningunni um eignarhaldið á
auðlindinni.
Það er þess vegna sem við –
þessi fjölbreytti hópur – segj-
um svo afdráttarlaust í skýrslu
okkar: „Starfshópurinn telur að
þær tillögur sem hópurinn gerir
nú til breytinga og endurskoðun-
ar á lögum um stjórn fiskveiða
sé grunnur að lausn þeirra stóru
ágreiningsefna sem verið hafa
uppi hér á landi um langt skeið.“
Við lögðum til skýra leið
Töluverð umræða hefur orðið um þjónustu við fatlaða í kjöl-
far nýútkominnar skýrslu Ríkisend-
urskoðunar um efnið. Sumir kalla
skýrsluna áfellisdóm yfir skipu-
lagi og framkvæmd þjónustunnar
og draga jafnvel þá ályktun að ekki
sé tímabært að flytja þjónustu við
fatlaða til sveitarfélaga. Þetta get
ég ekki tekið undir. Þvert á móti
eigum við að horfa fram á við og
nýta uppbyggilega gagnrýni til
góðra verka.
Flutningur þjónustunnar til sveit-
arfélaganna markar tímamót og
felur í sér margvísleg tækifæri til
að endurskipuleggja hana og sníða
af vankanta. Sameining heilbrigð-
isráðuneytis og félags- og trygg-
ingamálaráðuneytis í nýtt velferð-
arráðuneyti mun styrkja þetta ferli
þar sem unnt verður að tengja betur
saman ýmsa þætti velferðarþjónust-
unnar, byggja upp sterkari eining-
ar og einfalda aðgengi og skipulag
þjónustunnar til hagsbóta fyrir alla
notendur hennar.
Samkomulag ríkis og sveitarfélaga
Það er rétt að Ríkisendurskoðun
setur fram ábendingar um sitthvað
sem betur má fara í þjónustu við
fatlaða og þær ber að taka alvarlega.
Hins ber að geta að við undirbúning
verkefnisstjórnar um tilfærsluna til
sveitarfélaga er að mörgu leyti búið
að fjalla um þá þætti sem ábend-
ingar Ríkisendurskoðunar lúta að.
Í drögum að samkomulagi ríkis og
sveitarfélaga um tilfærsluna eru
skilgreindir þeir þjónustuþættir
sem sveitarfélög taka fjárhagslega
og faglega ábyrgð á að framkvæma.
Lýst er markmiðum með yfirfærsl-
unni, sett fram áætlun um nauð-
synlegar lagabreytingar og fjallað
ítarlega um myndun þjónustusvæða
og lágmarksíbúafjölda svæða til
að tryggja faglegt og fjárhagslegt
öryggi þjónustunnar og jafnræði
með þjónustuþegum.
Í samkomulagsdrögunum er
einnig fjallað um fjárhagsramma
tilfærslunnar og jöfnunaraðgerð-
ir, gerð grein fyrir aðgerðum til að
tryggja rétt fatlaðra til þjónustu og
skilgreint nýtt samstarfsverkefni
um notendastýrða persónulega
aðstoð. Fjallað er um mat á bið-
listum og innleiðingu á nýju þjón-
ustumati sem er grundvöllur jöfn-
unarkerfis milli þeirra sem veita
þjónustuna. Loks er umfjöllun um
eftirlit með þjónustunni og faglegt
og fjárhagslegt endurmat á árangri
tilfærslunnar.
Ríkisendurskoðun gerir athuga-
semdir við að stefna í málefnum
fatlaðra sem legið hefur fyrir í
drögum frá árinu 2007 hefur ekki
verið staðfest og skortir því form-
legt gildi. Ljóst er að ráðuneytið
verður að ráða bót á þessu, setja
fram skýra stefnu og tryggja henni
víðtækan stuðning. Til greina
kemur að leggja slíka stefnu fram
sem tillögu til þingsályktunar með
aðgerðaáætlun til fjögurra ára og
verður sú leið skoðuð af hálfu ráðu-
neytisins. Undirbúningur að slíkri
þingsályktunartillögu myndi fara
fram í nánu samstarfi við sveitar-
félögin.
Eftirlit með velferðarþjónustu og
réttindagæsla notenda er mikilvæg.
Eftirlitið þarf að vera faglegt og
trúverðugleiki eftirlitsaðilans skipt-
ir miklu máli. Ráðuneytið hefur um
skeið haft til skoðunar að koma á fót
eftirlitsstofnun til að annast eftir-
lit með velferðarþjónustu. Skref-
in sem nú hafa verið stigin í átt að
sameiningu ráðuneyta renna styrk-
ari stoðum undir slíka stofnun þar
sem unnt væri að sameina á einum
stað öflugt eftirlit með þjónustu á
sviði félags- og heilbrigðismála.
Réttindagæsla er mikilvægur
þáttur í starfsemi svæðisráða og
trúnaðarmanna fatlaðra en hlut-
verk svæðisráðanna er að hafa
faglegt og fjárhagslegt eftirlit með
starfsemi og rekstri þeirra sem
þjónusta fólk með fötlun. Eins og
fram kemur í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar hefur þetta skipulag
varðandi réttindagæslu fatlaðra
ekki verið virkt sem skyldi. Með
þetta í huga fól ráðuneytið starfs-
hópi að gera tillögur um úrbætur í
þessum efnum og skilaði hann nið-
urstöðu í mars 2009, þar á meðal
drögum að frumvarpi um réttinda-
gæslu fólks með fötlun. Ráðuneyt-
ið mun taka afstöðu til þessara til-
lagna fljótlega og væntanlega munu
næstu skref til úrbóta að einhverju
leyti byggjast á þeim.
Í breytingum felast tækifæri
Sú stefna að flytja ábyrgð á þjón-
ustu við fatlaða til sveitarfélaga
hefur legið fyrir allt frá árinu 1992
þegar ákvæði um það var sett í lög
um málefni fatlaðra og enn frek-
ar var hert á því við endurskoðun
laganna árið 1996. Aðdragandinn
er orðinn býsna langur en auðvit-
að mun öll sú umræða og undirbún-
ingsvinna sem fram hefur farið á
þessum tíma nýtast við yfirfærsl-
una.
Íslenskt samfélag stendur á tíma-
mótum. Framundan eru margvís-
legar breytingar sem nauðsynlegt
er að gera í ljósi reynslunnar til að
bæta stjórnsýsluna og einn liður í
því er að efla sveitarstjórnarstigið.
Á sviði heilbrigðis- og félagsmála
er markmiðið að tryggja almenn-
ingi skilvirkari, betri og aðgengi-
legri þjónustu og það er ég viss um
að okkur muni takast með flutningi
þjónustu við fatlaða til sveitarfé-
laganna. Í breytingum felast marg-
vísleg tækifæri sem við þurfum að
vera vakandi fyrir og nýta til góðs.
Málaflokkur á tímamótum
Málefni fatlaðra
Guðbjartur
Hannesson
félags- og
tryggingamálaráðherra
og heilbrigðisráðherra
Sjávarútvegsmál
Einar K.
Guðfinnsson
alþingismaður
Mál nímenninganna
Birna
Gunnarsdóttir
MA í minjavernd,
starfsmaður Háskóla
Íslands
Ætli refsigleðin yrði söm gagnvart
gömlum félögum og sú sem hún sýnir
nímenningunum sem vildu benda
þinginu á hið augljósa?
HEFST Á MORGUNKL. 20:35
HEFST Á MORGUNKL. 22:35
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Jóni Gnarr er mál
...gamanmál
the pacificSteven Spielberg og Tom Hanks kynna: