Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 32

Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 32
32 18. september 2010 LAUGARDAGUR Hið sjóðheita Ísland Háhitasvæði Íslands eru heillandi og litríkur heimur með dularfullum náttúrumyndunum sem er gaman að skoða og upplifa. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á ferðinni um hið heita Ísland. Hann býður lesendum blaðsins í skoðunar- ferð um afskekkta staði og svæði í alfaraleið sem eiga það sameiginlegt að þar rýkur úr jörðinni allan ársins hring. VÍTI Í ÖSKJU Einn af vinsælli áfangastöðunum á hálend- inu enda fallegt vatn og notalegt til baðferða. Í KERLINGARFJÖLLUM Nálægt miðju landsins er náttúruperlan Kerlingarfjöll. Litirnir, gróðurinn og gróðurleysið mynda stórbrotna heild og menn og mannvirki virðast smá séð að ofan. ÞEISTAREYKIR Litríkar útfellingar á Þeistareykjum á Reykjaheiði, skammt frá Húsavík. NÁMAFJALL – HVERARÖND Háhitasvæðið austur af Mývatni er kennt við Námafjall en hefur undanfarin ár verið kallað Hverarönd. Þétt sprungubelti liggur yfir allt svæðið og þar er mikil virkni bæði gufu- og leirhvera.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.