Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 36

Fréttablaðið - 18.09.2010, Page 36
4 matur skrift en þá er matarlíminu sleppt og búðingsblöndum hellt í form og þær síðan frystar.“ Sigurður Ívar Sigurðsson, kokk- ur hjá Nauthóli Bistro, útbjó einn- ig tvo eftirrétti í sukkþema fyrir Fréttablaðið. Áherslurnar hjá Nauthóli Bistro, sem opnaði fyrir tæpu ári, hafa þó frekar verið í hollustuáttina. „Það er ýmislegt á boðstólum hjá okkur og þótt meira fari fyrir hollum réttum eru líka girnilegir eftirréttir, svo sem brownies og ís á matseðlin- um.“ Fyrri rétturinn sem Sig- urður gefur uppskrift að er ein- mitt súkkulaðibrownies staðarins með anískaramellu. Seinni réttur- inn er vanillukrem með rjóma og rifnum marengs og ávöxtum. - jma Margra laga góðgæti; vanillukrem í botninn, rifinn púðursykurmarengs yfir og jarðarber og mynta efst. FRAMHALD AF FORSÍÐU PEKANBAKA MEÐ BÚRBONRJÓMA 1 skammtur böku- deig, heimatilbúið eða keypt 90 g smjör, bráðið 100 g púðursykur 75 g ljóst síróp 2 egg 200 g pekanhnetur Hitaðu ofninn í 180°C. Flettu deigið fremur þunnt út, leggðu það yfir meðalstórt bökuform og þrýstu því niður og upp með brúnum. Snyrtu kantana. Leggðu bök- unarpappír yfir deigið og láttu hann standa vel út fyrir. Settu eitthvert farg í formið, og bakaðu deigskelina í um 10 mínútur. Bræddu á meðan smjörið og hrærðu púð- ursykri, sírópi og eggjum saman við. Taktu bökuskelina út, fjarlægðu pappírinn og fargið, dreifðu hnetun- um í skelina og helltu sírópsblönd- unni yfir. Lækkaðu hitann í 160°C og bakaðu bökuna í 20-25 mín- útur, eða þar til fyllingin er farin að stífna. Berðu hana fram með þeyttum rjóma, e.t.v. bragðbættum, eða vanilluís. BÚRBONRJÓMI 250 ml rjómi 2 msk. púðursykur 1 tsk. búrbonviskí, eða ½ tsk. vanilluessens eða annað bragðefni Léttþeyttu rjómann, bættu púðursykri og viskíi út í og þeyttu áfram þar til rjóminn er stífþeyttur. TVÍLITUR SÚKKULAÐIBÚÐINGUR Fyrir átta til tíu HVÍTI BÚÐINGURINN: 2 matarlímsblöð 100 g hvítt súkkulaði 250 ml rjómi 3 egg 100 g sykur ½ tsk. vanilluessens DÖKKI BÚÐINGURINN 2 matarlímsblöð 125 g dökkt súkkulaði 250 ml rjómi 3 egg 100 g sykur örlítið salt Hvíti búðingurinn: Leggðu matarlímið í bleyti í köldu vatni. Brjóttu hvíta súkkulaðið í bita og settu það í pott með 100 ml af rjóma. Hitaðu gætilega, hrærðu stöðugt og taktu pottinn af hit- anum um leið og súkkulaðið er bráðið. Kreistu vatnið af matarlímsblöðum og hrærðu saman við. Þeyttu egg, sykur og vanilluessens mjög vel og hrærðu súkkulaðiblönd- unni saman við. Þeyttu rjómann og blandaðu honum gætilega saman við. Láttu búðinginn standa þar til hann er aðeins að byrja að þykkna. Dökki búðingurinn: Farðu alveg eins að og við hvíta búðinginn. Hafðu tilbúna skál og skiptu henni sundur með einhvers konar skilrúmi – tilklipptu spjaldi úr stíf- um pappa ef þú vilt hafa skörp litaskil en ef þú vilt láta búðingana blandast má nota hvað sem er (ég notaði gluggaumslag frá bankanum mínum). Helltu hvorri búðingsblöndu sínum megin við skilrúmið og gættu þess að búðingurinn nái jafn- hátt upp báðum megin. Notaðu svo prjón til að teikna mynstur á yfirborðið. HINDBERJASÓSA (MÁ SLEPPA) 125 g hindber, frosin 2 kúfaðar msk. hindberjasulta 1 msk. ljóst síróp Allt sett í pott og hitað. Hrærið öðru hverju þar til berin eru farin að maukast. Þá er sósan látin kólna. PEKANBAKA MEÐ BÚRBONRJÓMA OG TVÍLITUR SÚKKULAÐIBÚNINGUR Pekanbakan bráðnar í munni og búrbonrjóminn spillir ekki fyrir. Nanna segir súkku- laði- og karamellusukk oft vera þema í hennar eftirréttum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nanna Rögnvaldardóttir matgæðingur. E Mötuneyti og stóreldhús Kíkið inn á grimurkokkur.is og skoðið úrvalið Pantið á netinu! Nýjasta fitubrennsluæðið! Auðveld dansspor Fyrir allan aldur 4 vikna námskeið Hefst 20. september www.nordicaspa fitness N O R D I C A S P A Sími 444 5090

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.